Hvorki Alþjóða handknattleikssambandið, IHF, né Handknattleikssamband Evrópu, EHF, láta þess getið í fréttum af leikjum Íslands og Ísraels, sem fram fóru í vikunni að viðureignirnar hafi farið fram fyrir luktum dyrum á Ásvöllum. Vitað er að HSÍ var í...
Landsliðsmaðurinn Kristján Örn Kristjánsson, Donni, heldur áfram að gera það gott með Skanderborg AGF í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Hann var að þessu sinni valinn í úrvalslið 25. og næst síðustu umferðar eftir leikina í vikunni. Á dögunum var...
Berglind Þorsteinsdóttir landsliðskona í handknattleik og leikmaður Fram tognaði á vinstri ökkla í síðari hálfleik í síðari viðureign Íslands og Ísraels í umspili HM á Ásvöllum á fimmtudagskvöld. Tók hún ekkert þátt í leiknum eftir það af skiljanlegum ástæðum.
Berglind...
Olga Bjarnadóttir, 2. varaforseti í framkvæmdastjórn Íþrótta- og ólympíusambands Íslands hefur ákveðið að gefa kost á sér til embættis forseta ÍSÍ á þingi sambandsins 16.-17. maí. Áður hefur Willum Þór Þórsson lýst yfir framboði.
Olga er þrautreynd eftir áratugastarf innan...
Nordhorn-Lingen, sem Elmar Erlingsson leikur með, fór með annað stigið úr heimsókn til Eintracht Hagen í þýsku 2. deildinni í handknattleik í kvöld, 28:28. Heimaliðið jafnaði metin skömmu fyrir leikslok í afar jöfnum leik í Ischelandhalle í Hagen. Staðan...
Eftir að hafa komið lítið við sögu í tveimur leikjum í röð með Montpellier þá fékk Dagur Gautason kærkomið tækifæri í kvöld þegar liðið tók á móti Créteil og vann örugglega, 38:26, á heimavelli í 23. umferð efstu deildar...
Haukur Þrastarson og liðsfélagar í Dinmao Búkarest leika á morgun til úrslita í rúmensku bikarkeppninni í handknattleik. Dinamo vann Minaur Baia mare, 34:23, í undanúrslitum í dag. Haukur skoraði ekki mark í leiknum.
Dinamo leikur við Potaissa Turda í úrslitaleiknum...
Yfirlýsing frá kvennalandsliði Íslands í handknattleik
„Við leikmenn kvennalandsliðs Íslands í handbolta teljum mikilvægt að koma reynslu okkar á framfæri eftir að hafa spilað tvo umspilsleiki gegn landsliði Ísraels í þessari viku. Það er tímabært að alþjóðleg íþróttahreyfing – og...
Leikdagar og leiktímar úrslitaleikja Vals og spænska liðsins Conservas Orbe Zendal BM í Evrópubikarkeppni kvenna í handknattleik í næsta mánuði hafa verið staðfestir. Fyrri viðureignin fer fram í Porrino laugardaginn 10. maí. Stefnt er á að flauta til leiks...
Inga Dís Jóhannsdóttir og Alexandra Líf Arnarsdóttir, leikmenn Hauka, léku sína fyrstu A-landsleiki í gærkvöld þegar íslenska landsliðið vann ísraelska landsliðið öðru sinni í umspilsleik vegna heimsmeistaramótsins. Þær létu ekki þar við sitja heldur skoruðu einnig sín fyrstu mörk...
Elísa Elíasdóttir leikmaður Íslandsmeistara Vals og íslenska landsliðsins segir meiðsli þau sem hún varð fyrir á síðustu mínútu fyrri viðureignar Íslands og Ísraels í fyrrakvöld, ekki vera alvarleg.
Elísa tognaði á ökkla þegar hún hljóp fram leikvöllinn til þess að...
„Við mættum klárari til leiks, sérstaklega í gær. Við erum með betra lið, það er á hreinu. En við mættum klárari til leiks og sýndum góðan leik í gær. Í dag var leikurinn aðeins erfiðari, þyngri og hægari,...
Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði fjögur mörk og gaf þrjár stoðsendingar í stórsigri SC Magdeburg á HC Erlangen, 30:19, í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gærkvöld. Ómar Magnússon skoraði þrjú mörk og átti einnig þrjár stoðsendingar.
Spænski markvörðurinn Sergey Hernández...
Steinunn Björnsdóttir hefur leikið sinn síðasta leik með landsliðinu í handknattleik. Hún staðfesti það m.a. í samtali við Vísir í kvöld eftir að íslenska landsliðið tryggði sér þátttökurétt á heimsmeistaramótinu sem fram fer síðar á þessu ári.
„Það var að...
Íslenska landsliðið tekur í þriðja sinn þátt í heimsmeistaramóti kvenna þegar blásið verður til leiks á mótinu sem fram fer í Hollandi og Þýskalandi frá 26. nóvember til 14. desember. Ísland var í kvöld 20. þjóðin sem tryggir sér...