HK sýndi engan miskunn í kvöld og skildi ÍR eitt eftir í neðsta sæti Olísdeildar karla í handknattleik. HK vann með tveggja marka mun, 30:28, eftir að hafa verið yfir stóran hluta síðari hálfleiks. Þetta var annar vinningur HK...
Eftir 12 ára veru hjá danska meistaraliðinu, Aalborg Håndbold, hefur danski handknattleiksmaðurinn Buster Juul tilkynnt að hann ætli að róa á ný mið næsta sumar. Juul, sem er 32 ára gamall er markahæsti leikmaður í sögu Aalborg Håndbold. Hann...
Fjórðu umferð af 14 í Meistaradeild karla í handknattleik lauk í gær með fjórum viðureignum. Úrslit leikjanna voru sem hér segir:A-riðill:One Veszprém - Kielce 35:33 (21:15).-Bjarki Már Elísson skoraði ekki fyrir One Veszprém.Füchse Berlin - Dinamo Búkarest 32:31 (16:18).Staðan:...
HK, undir stjórn Hilmars Guðlaugssonar, heldur áfram sigurgöngu sinni í Grill 66-deild kvenna. Í gærkvöld lagði HK lið Val 2, 29:19, í Kórnum í Kópavogi í upphafsleik 5. umferðar deildarinnar. Þar með hefur HK 10 stig að loknum fimm...
Arnór Viðarsson skoraði eitt mark en átti tvö markskot þegar lið hans, HF Karlskrona, og Malmö skildu jöfn í Baltiska Hallen í Malmö í gær í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik, 32:32. Arnóri var einnig vikið einu sinni af leikvelli...
Valur varð í kvöld fyrsta liðið til þess að leggja stein í götu Aftureldingar í Olísdeild karla á þessari leiktíð. Valsmenn fóru á kostum og sýndi á tíðum sínar bestu hliðar er þeir lögðu Aftureldingarliðið með 10 marka mun...
Selfoss vann uppgjör liðanna sem voru stigalaus í Olísdeild kvenna fyrir síðasta leik fimmtu umferðar í Sethöllinni á Selfossi í kvöld, 29:28. Selfyssingar skoruðu tvö síðustu mörk leiksins og fögnuðu skiljanlega vel í leikslok. Ída Bjarklind Magnúsdóttir, sem kom...
Gummersbach, undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar vann stórsigur á HC Erlangen, 33:22, á heimavelli í kvöld í rífandi góðri stemningu eins og gefur að skilja en að vanda var uppselt í Schwalbe-Arena í Gummersbach. Gummersbach færðist upp í þriðja...
Sérfræðingar Handboltahallarinnar, Ásbjörn Friðriksson og Einar Ingi Hrafnsson, fóru yfir dæmalausan lokakafla í viðureign Þórs og Stjörnunnar í 5. umferð Olísdeildar karla í Íþróttahöllinni á Akureyri. Stjarnan missti niður tveggja marka forskot á síðustu mínútunum og var síðan með...
Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson verða á meðal 18 dómarapara sem dæma á Evrópumótinu í handknattleik sem fram fer í Danmörku, Svíþjóð og Noregi frá 15. janúar til 1. febrúar. Handknattleikssamband Evrópu tilkynnti í gær hvaða dómarar hafi...
Landsliðskonan Elín Klara Þorkelsdóttir heldur áfram að blómstra með sænska liðinu IK Sävehof. Hún var markahæst í gær þegar Sävehof vann HK Aranäs, 40:32, í þriðju umferð sænsku úrvalsdeildarinnar. Sigurinn tryggði Sävehof áframhaldandi veru í efsta sæti deildarinnar með...
Ómar Ingi Magnússon heldur áfram að leika við hvern sinn fingur og um leið andstæðinga sína grátt á handboltavellinum. Hann skoraði 11 mörk í 12 skotum í kvöld þegar Evrópumeistarar SC Magdeburg unnu danska liðð GOG, 39:30, í fjórðu...
Íslendingaliðið HSG Blomberg-Lippe vann í kvöld toppslaginn í þýsku 1. deildinni í handknattleik kvenna er liðið lagði HSG Bensheim/Auerbach, 35:31, á heimavelli í fimmtu umferð deildarinnar. Fyrir viðureignina í Sporthalle an der Ulmenallee hafði hvorugt liðið tapað stigi. Það...
Íslandsmeistarar Vals í handknattleik kvenna eru komnar á slóðir sem margir leikmenn liðsins þekkja frá síðustu árum, þ.e. í efsta sæti Olísdeildar kvenna. Valur lagði Fram í Reykjavíkurslagnum í 5. umferð deildarinnar í kvöld í N1-höllinni á Hlíðarenda, 28:24,...
Afturelding er eina liðið sem unnið hefur allar viðureignir sínar til þessa í Olísdeildinni. Liðið vann Fram á heimavelli, 35:29, í síðustu viku. Ihor Kopyshynskyi innsiglaði sigurinn með sirkusmarki í samvinnu við Árna Braga Eyjólfsson.„Hann einhenti boltann af þriðju...