Fréttir

- Auglýsing -

Magdeburg heldur pressu á Berlínarrefina

SC Magdeburg heldur pressu á Füchse Berlin í kapphlaupi liðanna um þýska meistaratitilinn með sigri á Lemgo, 31:29, á útivelli í 32. umferð deildarinnar af 34. Meiðsli Gísla Þorgeirs Kristjánssonar á þriðju mínútu leiksins skyggðu á sigurinn.Magdeburg er stigi...

Gísli Þorgeir fór af leikvelli meiddur á vinstri öxl

Gísli Þorgeir Kristjánsson landsliðsmaður í handknattleik fór af leikvelli meiddur á vinstri öxl eftir tæplega þriggja mínútna leik í viðureign Magdeburg og Lemgo í þýsku 1. deildinni. Leikurinn stendur yfir þegar þetta er skrifað.Óttast er að um alvarleg meiðsli...

Guðmundur Árni kominn heim til Gróttu eftir 9 ára fjarveru

Handknattleiksdeild Gróttu hefur ráðið Guðmund Árna Sigfússon, Mumma, sem yfirþjálfara yngri flokka, aðalþjálfara 3. flokks kvenna og aðstoðarþjálfara meistaraflokks kvenna fyrir komandi tímabil. Með ráðningunni er verið að styrkja enn frekar faglegt starf deildarinnar, segir í tilkynningu frá Gróttu....
- Auglýsing -

Rúnar sagður vera valtur í sessi hjá Leipzig

Því er haldið fram í SportBild í dag að Rúnar Sigtryggsson sé valtur í sessi á stóli þjálfara SC DHfK Leipzig og að forráðamenn félagsins hafi sett sig í samband við Danann, Nicolej Krickau sem varð að taka pokann...

Molakaffi: Elliði, Teitur, Guðjón, Andri, Rúnar, Dagur, Grétar

Elliði Snær Viðarsson skoraði fjögur mörk fyrir Gummersbach þegar liðið vann Leipzig, 32:31, í þýsku 1. deildinni í handknattleik í Schwalbe-Arena í Gummersbach í gær. Teitur Örn Einarsson skoraði eitt mark fyrir Gummersbach. Guðjón Valur Sigurðsson er þjálfari Gummersbach...

Færeyingar unnu fyrri leikinn í Safamýri

Færeyingar höfðu betur gegn Íslandi í fyrri vináttulandsleik 15 ára kvennalandsliða þjóðanna í íþróttahúsinu í Safamýri í dag, 27:24. Íslenska liðið var tveimur mörkum undir í hálfleik, 15:13.Síðari leikur þjóðanna í þessum aldursflokki fer fram á sama stað...
- Auglýsing -

Orri Freyr meistari annað árið í röð – Þorsteinn Leó sá rautt og fékk silfrið

Nú fer svo sannarlega ekki á milli mála að Orri Freyr Þorkelsson og liðsfélagar í Sporting Lissabon eru portúgalskir meistarar í handknattleik annað árið í röð. Sporting vann Porto, 39:36, á heimavelli í kvöld í lokaumferð úrslitakeppninnar. Porto-liðið verður...

Lunde gerði gæfumuninn – Odense leikur um gullið – myndskeið

Katrine Lunde markvörður getur unnið Meistaradeild Evrópu í áttunda sinn á morgun þegar Odense Håndbold mætir Győri Audi ETO í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í handknattleik kvenna í Búdapest. Odense-liðið vann frönsku meistaranna, Metz, 31:29, eftir framlengingu í síðari undanúrslitaleik...

Skjern leikur óvænt til úrslita í Danmörku

Skjern leikur til úrslita við Aalborg Håndbold um danska meistaratitilinn í handknattleik karla. Skjern vann oddaleik liðanna í undanúrslitum, 28:26, á heimavelli GOG í Arena Svendborg í dag. Úrslitin kom á óvart því GOG lék vel á leiktíðinni og...
- Auglýsing -

26 mánaða bann stytt – má leika aftur 1. nóvember

Króatíski handknattleiksmaðurinn Ivan Horvat getur væntanlega leikið handknattleik á nýjan leik frá og með 1. nóvember eftir að áfrýjunardómstóll á vegum austurríska handknattleikssambandsins stytti 26 mánaða keppnisbann hans í eitt ár eða til loka apríl á næsta ári. Helmingur...

Ungversku meistararnir í úrslit – Esbjerg situr eftir

Evrópumeistarar síðasta árs, Győri Audi ETO, leikur til úrslita í Meistaradeild kvenna á morgun. Győri vann danska meistaraliðið Esbjerg naumlega, 29:28, í fyrri undanúrslitaleiknum MVM Dome í Búdapest í dag. Þetta verður í áttunda sinn sem Győri leikur til...

Stjarnan ætlar að herja á Evrópu næsta vetur

Stjarnan hefur ákveðið að senda karlalið sitt til þátttöku í Evrópukeppni á næsta keppnistímabili í fyrsta sinn í 18 ár. Sigurjón Hafþórsson formaður handknattleiksdeildar Stjörnunnar staðfesti þessa ætlan við handbolta.is í dag. Sem silfurlið Poweradebikarsins á Stjarnan rétt á...
- Auglýsing -

Molakaffi: Dolenec, Salvador, Costa-bræður, Barthold, Lunde

Slóvenski handknattleiksmaðurinn góðkunni, Jure Dolenec, hefur tilkynnt að hann ætli sér að hætta í handknattleik í sumar. Dolenec er 36 ára gamall. Hann byrjaði tímabilið RK Nexe í Króatíu en endaði það með RK Slovan í heimalandi sínu. Þegar Dolenec...

Fjórði sigurinn í röð hjá Elmari og félögum

Elmar Erlingsson skoraði tvö mörk í kvöld þegar Nordhorn-Lingen vann TuS N-Lübbecke, 32:30, á útivelli í næst síðustu umferð þýsku 2. deildarinnar í handknattleik. Elmar átti einnig tvær stoðsendingar sem skiluðu marki.Nordhorn var með yfirhöndina í leiknum frá...

Veszprém sterkara á lokasprettinum í 100. leik Arons

One Veszprém hafði betur gegn Pick Szeged í fyrstu viðureign liðanna um ungverska meistaratitilinn í handknattleik á heimavelli í dag, 34:32. Þetta er í 25. skipti sem þessir höfuðandstæðingar í ungverskum handknattleik mætast í úrslitaeinvígi um meistaratitilinn.Aron...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -