- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fréttir

- Auglýsing -

Þetta er bara skák

„Við vorum góðir í dag en misstum þá aðeins fram úr okkur í síðari hálfleik sem gerði okkur erfitt fyrir. Við vorum annars flottir,“ sagði Hrannar Guðmundsson þjálfari Stjörnunnar í samtali við handbolta.is eftir að lið hans tapaði fyrir...

Förum með titil í Dalinn

„Þetta var bara mjög erfiður leikur,“ sagði Reynir Þór Stefánsson leikmaður Fram og besti leikmaður úrslitadaga Poweradebikars karla í stuttu samtali við handbolta.is í kvöld eftir að hann og félagar hans í Fram unnu Stjörnuna í úrslitaleik Poweradebikarsins, 31:25,...

Vörnin small og ég er svo sátt

„Ég bara rosalega ánægð með sigurinn. Við komum á fullum krafti í leikinn, við ætluðum okkur að vinna sterkt Framlið. Vörnin small og ég er svo sátt,“ sagði Sonja Lind Sigsteinsdóttir leikmaður nýkrýndra bikarmeistara Hauka í samtali við handbolta.is...
- Auglýsing -

Náðum okkur aldrei almennilega í gang

„Mér fannst þær bara grimmari en við,“ sagði Rakel Dögg Bragadóttir þjálfari Fram eftir fimm marka tap fyrir Haukum, 25:20, í úrslitaleik Poweradebikarkeppni kvenna í handknattleik á Ásvöllum í dag. Fram komst aldrei yfir í leiknum og tókst aldrei...

Fyrst og fremst frábær leikur hjá okkur

„Frábær varnarleikur, geggjuð liðsheild og frábær markvarsla,“ svaraði Díana Guðjónsdóttir annar þjálfara nýkrýndra bikarmeistara Hauka í handknattleik kvenna í samtali við handbolta.is í dag spurð hvað hefði fyrst og fremst fært Haukum sigur á Fram, 25:20, í úrslitaleik Poweradebikars...

Framarar fóru kampakátir frá Ásvöllum

Fram er bikarmeistari í handknattleik karla í fyrsta sinn í aldarfjórðung og aðeins í annað sinn eftir sigur á Stjörnunni, 31:25, á Ásvöllum í Hafnarfirði síðdegis í dag í úrslitaleik Poweradebikarsins. Framarar voru sterkari í leiknum frá upphafi til...
- Auglýsing -

Átján ára bið Haukakvenna á enda – bikarmeistarar 2025

Haukar er bikarmeistarar í handknattleik kvenna 2025 eftir sigur á Fram, 25:20, í úrslitaleik í Poweradebikarnum á Ásvöllum í dag. Þetta er í fimmta sinn sem Haukar vinna bikarmeistaratitilinn í handknattleik kvenna og í fyrsta sinn frá árinu 2007....

Sögulegir sigrar Stjörnunnar í bikarnum

Stjarnan og Fram mætast í úrslitaleik Poweradebikars karla í handknattleik á Ásvöllum klukkan 16 í dag. Svavar Ólafur Pétursson og Sigurður Hjörtur Þrastarson dæma. Stjarnan hefur níu sinnum leikið til úrslita í bikarkeppni karla og fjórum sinnum unnið.  Páll þjálfaði -...

Aldarfjórðungur frá fyrsta sigri Fram í bikarnum

Þrátt fyrir að hafa leikið tólf sinnum til úrslita í bikarkeppninni þá hefur Fram aðeins einu sinni unnið úrslitaleikinn. Sigurinn eini til þess kom árið 2000 og þá, merkilegt nokk, eftir leik við Stjörnuna í Laugardalshöll, 27:23. Serbastian Alexandersson núverandi...
- Auglýsing -

Haukar stefna á fimmta sigurinn í bikarkeppninni

Haukar hafa fjórum sinnum unnið bikarkeppnina í kvennaflokki í átta tilraunum. Fyrsti titillinn vannst árið 1997 í æsispennandi úrslitaleik við Val í Laugardalshöllinni. Á þeim árum voru Haukar með besta lið landsins í kvennaflokki ásamt Stjörnunni og Víkingi. Haukar...

Hafa unnið bikarinn í 16 skipti af 23 mögulegum

Eins illa og karlaliði Fram hefur vegnað í úrslitaleikjum bikarkeppninnar í gegnum tíðina þá hefur kvennaliði Fram gengið flest í haginn. Alltént er Fram sigursælasta lið bikarkeppninnar í kvennaflokki. Af 23 úrslitaleikjum sem kvennalið Fram hefur leikið frá 1976,...

Dagskráin: 6. flokkur og meistaraflokkar á Ásvöllum

Áfram verður leikið til úrslita í Poweradebikarnum í handknattleik í dag. Allir leikir fara fram á Ásvöllum í Hafnarfirði. Úrslitaleikir meistaraflokka karla og kvenna fara fram eftir hádegið. Fyrir hádegið kemur að úrslitaleikjum 6. flokks karla og kvenna. 6. flokkur...
- Auglýsing -

Stiven Tobar og félagar tylltu sér í efsta sætið

Stiven Tobar Valencia og félagar í Benfica komust í gærkvöld í efsta sæti portúgölsku 1. deildarinnar í handknattleik með sigri á ABC de Braga, 37:34. Leikið var í Braga. Benfica er tveimur stigum á undan meisturum síðasta árs, Sporting...

Daníel Þór og Elmar í sigurliðum í toppbaráttu – annar sá rauða spjaldið

Íslenskir handknattleiksmenn fögnuðu sigrum í 2. deild þýska handknattleiksins þegar 21. umferð hófst. Daníel Þór Ingason og félagar í Balingen-Weilstetten unnu Dresdenliðið Elbflorenz, 32:31, í hörkuleik á heimavelli í uppgjöri liðanna í fjórða og fimmta sæti. Þátttaka Daníels Þórs...

Fyrirhafnarlítill sigur hjá Degi og félögum

Franska liðið Montpellier situr áfram í þriðja sæti frönsku 1. deildarinnar eftir öruggan sigur á næsta neðsta liði deildarinnar, Istres, 36:31, á heimavelli í kvöld. Dagur Gautason lék með Montpellier-liðinu í rúman hálftíma og skoraði fjögur mörk, þar af...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -