- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fréttir

- Auglýsing -

Elvar er gjaldgengur með Íslandi á EM

Elvar Ásgeirsson hefur verið skráður til leiks í íslenska landsliðshópinn á Evrópumótinu í handknattleik karla. Hann verður þar með gjaldgengur í næstua leik mótsins, ef því er að skipta. Þetta kemur fram í tilkynningu Handknattleikssambands Evrópu til fjölmiðla í...

Hörgull er á miðum á úrslitahelgi EM

Ef íslenska landsliðið kemst í undanúrslit Evrópumótsins í handknattleik karla er ljóst að erfitt verður fyrir stuðningsmenn landsliðsins að verða sér úti um miða á leiki undanúrslita og úrslita á föstudag og sunnudag í Jyske Bank Boxen í Herning...

Fjögur töp í fimm EM-leikjum við Slóvena – ár frá sigri í Zagreb

Landslið Íslands og Slóveníu hafa mæst fimm sinnum í lokakeppni Evrópumóts karla í handknattleik frá því að Ísland var með í fyrsta sinn fyrir 26 árum. Slóvenar hafa unnið fjórar viðureignir en Ísland eina. Síðast mættust lið þjóðanna í...
- Auglýsing -

Handboltahöllin: Besti slúttarinn í Olísdeildum kvenna og karla

Í Handboltahöllinni á Handboltapassanum á mánudagskvöld var 14. umferð Olísdeildar kvenna gerð upp. Toppslag ÍBV og Vals var gerður sérstök skil og farið yfir frábæra frammistöðu tveggja Valskvenna, sem unnu mjög sterkan sigur í Vestmannaeyjum. Þórey Anna Ásgeirsdóttir og Arna...

Portúgalskir bræður dæma leikinn mikilvæga

Portúgalskir bræður, Daniel Accoto Martins og Roberto Accoto Martins, dæma viðureign Íslands og Slóveníu í síðustu umferð milliriðlakeppni Evrópumóts karla í handknattleik í Malmö Arena í dag. Þeir eiga að flauta til leiks hvorki fyrr né síðar en klukkan...

Myndskeið: Skot Palicka sem geigaði og heldur vonum Íslands lifandi

Sænski markvörðurinn frábæri Andreas Palicka hefur oft verið hetja sænska landsliðsins í handbolta. Í kvöld varð hann það ekki, aldrei þessi vant. Hann gat tryggt Svíum sigur á síðustu sekúndum gegn Ungverjum. Skot hans yfir allan leikvöllinn og í...
- Auglýsing -

Ungverjar kasta líflínu til Íslands – undanúrslit eru alls ekki úr sögunni

Ungverjar komu íslenska landsliðinu til aðstoðar í kvöld með jafntefli við Svía, 32:32, í síðasta leik dagsins í milliriðli 2 á EM karla í handknattleik. Þar með er íslenska liðið í öðru sæti riðilsins með fimm stig og fer...

Dagur kom Króötum á toppinn

Króatía, sem Dagur Sigurðsson þjálfar, tyllti sér á topp milliriðils 2 á Evrópumóti karla með því að leggja nágranna sína í Slóveníu að velli, 29:25, í Malmö Arena í Malmö í Svíþjóð í kvöld. Króatía er með sex stig á...

Mjög svekkjandi allt saman

„Þetta er bara mjög svekkjandi allt saman,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari eftir jafntefli, 38:38, gegn Sviss á Evrópumótinu í handknattleik karla í Malmö Arena í dag. Jafntefli dró verulega úr möguleikum íslenska landsliðsins, alltént í bili, á sæti...
- Auglýsing -

Grátlegt tap hjá Aroni – Kúveit spilar um þriðja sætið

Aron Kristjánsson og lærisveinar hans í Kúveit máttu sætta sig við grátlegt tap fyrir Katar, 27:26, eftir framlengdan leik í undanúrslitum Asíumóts karla í Kúveit í dag. Katar hefur unnið Asíumótið í síðustu sex skipti og mætir fyrrverandi lærisveinum...

Langt frá því sem við eigum að sætta okkur við

„Það er mjög svekkjandi að ná aldrei varnarleiknum upp. Svo einhvern veginn á þeim augnablikum sem við náum honum upp erum við svolítið fljótir á okkur og töpum boltanum. Þetta liggur klárlega varnarlega í dag,“ sagði Elliði Snær Viðarsson...

„Gríðarlega svekkjandi og algjör óþarfi“

„Við vorum búnir að vinna okkur til baka og eigum yfirtölu í síðustu sókninni, sem við leysum ekki nógu vel,“ sagði Viggó Kristjánsson í samtali við handbolta.is eftir svekkjandi jafntefli Íslands við Sviss í milliriðli 2 á Evrópumótinu í...
- Auglýsing -

„Við vorum ógeðslega lélegir“

„Þetta eru gífurleg vonbrigði frá A til Ö. Varnar- og sóknarlega var þetta ekki nógu gott,“ sagði Ýmir Örn Gíslason í samtali við handbolta.is eftir jafntefli Íslands gegn Sviss í milliriðli 2 á Evrópumótinu í Malmö í Svíþjóð í...

Varnarlaust íslenskt landslið – möguleikinn á undanúrslitum fjarlægist

Íslenska landsliðið í handknattleik var nánast varnarlaust í dag þegar það tókst með erfiðismunum að ná jafntefli við Sviss, 38:38, í þriðja og næstsíðasta leiknum í milliriðlakeppni Evrópumótsins í handknattleik í Malmö Arena. Varnarleikurinn var lengst af enginn frá...

Sleit krossband öðru sinni

Rakel Sara Elvarsdóttir, leikmaður KA/Þórs, varð fyrir því mikla óláni að slíta krossband í hné í annað sinn á ferlinum og verður því frá keppni næsta árið eða svo. Jónatan Þór Magnússon þjálfari KA/Þórs staðfesti ótíðindin í samtali við Handkastið. Rakel...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -