Ungversku liðin fara ekki vel af stað í Meistaradeild karla í handknattleik. Í gær tapaði One Veszprém fyrir Aalborg Håndbold og í kvöld beið Pick Szeged lægri hlut í viðureign við pólsku meistarana Wisla Plock í Szeged í Ungverjalandi,...
Elvar Ásgeirsson og liðsfélagar í Ribe-Esbjerg blésu til sóknar í dag þegar þeir mættu efsta liði dönsku úrvalsdeildarinnar, Bejrringbro/Silkeborg á heimavelli og unnu, 34:30, í upphafsleik 3. umferðar deildarinnar. Leikið var í Esbjerg og hafði Ribe-Esbjerg fjögurra marka forskot...
Hægri skyttan Igor Chiseliov verður gjaldgengur með Þór Akureyri þegar liðið sækir Íslandsmeistara Fram heim í Lambhagahöllinni á laugardaginn í 2. umferð Olísdeildar karla í handknattleik. Félagaskipti Chiseliov frá Radovis í Norður Makedóníu hafa hlotið blessun þar til bærra...
„Þetta gekk mjög vel og var ótrúlega skemmtilegt,“ segir Sunna Jónsdóttir handknattleikskona og þroskaþjálfi spurð um fyrstu æfinguna sem HSÍ og íþróttafélagið Ösp stóð að fyrir börn og ungmenni með fatlanir. Verkefninu var hleypt af stokkunum í Klettaskóla í...
A-landslið Grænlands í kvenna- og karlaflokki eru væntanleg til landsins í næsta mánuði í æfingabúðir og leikja við 20 ára landslið Íslands. Æfingabúðirnar eru hluti af samstarfi á milli Handknattleikssambands Grænlands og HSÍ.Kvennalandslið Grænlands verður hér á landi...
Önnur umferð Olísdeildar karla í handknattleik hefst í kvöld með þremur viðureignum.Olísdeild karla, 2. umferð:Skógarsel: ÍR - Selfoss, kl. 18.30.Kórinn: HK - Afturelding, kl. 19.00.N1-höllin: Valur - FH, kl. 19.30.Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.Leikir kvöldsins verða sendir út...
Þýska handknattleiksliðið Melsungen var að semja við franskan miðjumann Sadou Ntanzi sem kemur strax til liðsins sem er í miklum meiðslavandræðum. Ekki færri en sjö leikmenn Melsungen eru annað hvort meiddir eða veikir. Ekki síst mun vera skortur á...
Aron Breki Oddnýjarson leikmaður Fjölnis hefur verið úrskurðaður í fjögurra leikja bann af aganefnd HSÍ. Er um að ræða óvenju langt bann. Þetta var niðurstaða nefndarinnar í dag eftir að hafa tekið málið upp að nýju. Aron Breki verður...
Birgir Steinn Jónsson og Arnar Birkir Hálfdánsson eru komnir í átta liða úrslit sænsku bikarkeppninnar í handknattleik með félagsliðum sínum. Birgir Steinn var markahæstur liðsmanna IK Sävehof í Malmö, 35:27, í síðari viðureign liðanna í 16-liða úrslitum í Malmö...
Evrópumeistarar SC Magdeburg hófu keppnistímabilið í Meistaradeild Evrópu eins og þeir luku því síðasta, þ.e. á sigri. Magdeburg vann PSG á heimavelli í kvöld með sex marka mun, 37:31. Franska meistaraliðið var skrefi á eftir frá upphafi til enda....
Úlfar Páll Monsi Þórðarson skoraði fjögur mörk í fimm skotum þegar lið hans RK Alkaloid gerði jafntefli við HC Ohrid, 24:24, í fyrsta leik liðsins í úrvalsdeildinni í Norður Makedóníu í kvöld. Óðinn Þór Ríkharðsson var markahæstur hjá Kadetten Schafhausen...
Orri Freyr Þorkelsson skoraði sjö mörk og var með fullkomna skotnýtingu þegar Sporting hóf leik í Meistaradeild með sigri við Dinamo Búkarest í höfuðborg Rúmeníu í kvöld, 33:30. Hann var næst markahæstur í þessum góða sigri sem Sporting tryggði...
Lárus Helgi Ólafsson markvörður segir á huldu hvort hann standi í marki HK í Olísdeildinni á næstunni. Meiðsli setji strik í reikninginn. Því var fleygt á dögunum að Lárus Helgi hafi æft með HK og hugaði þar með að...
Markvörðurinn Jóhannes Andri Hannesson hefur skrifað undir sinn fyrsta meistaraflokkssamning við FH og gildir samningurinn fram á sumar 2027. Jóhannes Andri, sem fæddur er árið 2008, kemur úr yngri flokka starfi félagsins en hann á að baki 5 landsleiki...
Tilkynning frá Handknattleikssambandi Íslands„Í ljósi umræðu um nýja ásýnd HSÍ.Í vor hélt HSÍ handboltaþing þar sem kallað var eftir tillögum frá aðildarfélögum.Þar kom skýrt fram að handboltinn þyrfti að vera sýnilegri og ásýndin sterkari.HSÍ fór í ásýndarvinnu með það...