- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fréttir

- Auglýsing -

Myndskeið: Elliði reyndi sig við pólsku

Handknattleikssamband Evrópu, EHF, birti í gær skemmtilegt myndskeið af leikmönnum F-riðils Evrópumóts karla þar sem þeir reyna að bera fram erfið orð úr tungumálum þjóða hverrar annarrar. Elliði Snær Viðarsson fær það hlutverk að reyna að bera fram langt pólskt...

Einar Þorsteinn er ennþá frá vegna veikinda

Einar Þorsteinn Ólafsson æfði ekkert með íslenska landsliðinu í handknattleik karla í Kristianstad í dag. Ekki er útlit fyrir að hann verði klár í slaginn gegn Pólverjum á morgun. Einar Þorsteinn veiktist í fyrrakvöld og hefur verið settur í...

Pólverji í tveggja leikja bann á EM

Pólverjinn Wiktor Jankowski verður fjarri góðu gamni þegar pólska landsliðið mætir íslenska landsliðinu í annarri umferð riðlakeppni Evrópumóts karla í handknattleik í Kristianstad Arena á morgun klukkan 17. Jankowski fékk beint rautt spjald fyrir grófa óíþróttamannslega framkomu á 34....
- Auglýsing -

Allt fyrir stuðningsmenn í skyndiverslun í Kristianstad

Opnuð hefur verið svokölluð pop-up verslun í miðbæ Kristianstad, nánar tiltekið í Östra Storgatan 38. Verslunin er í samstarfi við HSÍ og þeirra sem halda búðinni opinni. Opið er alla helgina. Frá versluninni er u.þ.b. sjö mínútna ganga að...

Þrír stærstu sigrarnir á EM hafa unnist í Svíþjóð

Íslenska landsliðið í handknattleik hefur aldrei unnið stærri sigur í leik í lokakeppni Evrópumóts karla en í gær þegar Ítalir voru lagðir að velli með 13 marka mun, 39:26, í Kristianstad Arena. Þrír stærstu sigrar íslenska landsliðsins á EM...

Myndasyrpa: Lífið er yndislegt

Nærri 3.000 Íslendingar skemmtu sér konunglega í Kristianstad Arena fyrir, eftir og á meðan viðureign Íslands og Ítalíu stóð í gærkvöld. Að viðureigninni lokinni sameinuðust allir og sungu saman; Lífið er yndislegt, af slíkum innileika að það lét fáa...
- Auglýsing -

Reynslan skein í gegn þegar á reyndi

„Þetta heppnaðist mjög vel hjá okkur í dag. Við vorum í góðum takti nánast frá upphafi, fyrir utan smá stress í byrjun. Reynslan sem við höfum safnað að okkur síðustu ár skein síðan í gegn, við héldum ró okkar...

Öruggur sigur Ungverja í riðli Íslands

Ungverjaland vann öruggan sigur á Póllandi, 29:21, í fyrstu umferð F-riðils Evrópumóts karla í Kristianstad Arena í Kristianstad í Svíþjóð í kvöld. Ungverjar eru því komnir á blað í riðli Íslands og mæta næst Ítölum á sunnudag. Pólland mætir Íslandi...

Stjörnurnar sneru aftur í æsispennandi jafntefli Færeyja

Elias Ellefsen á Skipagøtu og Óli Mittún, stærstu stjörnur Færeyja, hristu báðir af sér meiðsli og léku frábærlega fyrir liðið þegar það gerði jafntefli við Sviss, 28:28, í fyrstu umferð D-riðils Evrópumótsins í Unity Arena í Bærum í Noregi...
- Auglýsing -

Heimsmeistararnir fóru hamförum

Heimsmeistarar Danmerkur hófu keppni í B-riðli Evrópumóts karla með stórsigri á Norður-Makedóníu, 36:24, í Jyske Bank Boxen í Herning í Danmörku í kvöld. Danmörk mætir næst Rúmeníu á sunnudag. Danir voru fimm mörkum yfir, 17:12, í hálfleik, og hertu einungis tökin...

Grill 66 kvenna: Öruggt hjá HK og Gróttu

HK hélt sínu striki á toppi Grill 66 deildarinnar í handknattleik kvenna með öruggum 31:26 sigri á FH í Kórnum í 13. umferð deildarinnar í kvöld. HK er í efsta sæti með 24 stig og FH er í fimmta sæti...

Andri Már er 85. EM-leikmaður Íslands

Andri Már Rúnarsson lék í kvöld sinn fyrsta landsleik á Evrópumótinu í handknattleik karla. Hann varð um leið 85. Íslendingurinn sem tekur þátt í lokakeppni EM fyrir Íslands hönd frá því að landsliðið tók fyrst þátt í EM 2000...
- Auglýsing -

Lærisveinar Arons unnu með 34 mörkum

Kúveit, sem Aron Kristjánsson þjálfar, vann einstaklega öruggan 46:12 sigur á Indlandi í fyrstu umferð forkeppni HM 2026 á Asíumótinu í Kúveit í gær. Kúveit er í C-riðli og mætir næst Hong Kong á morgun. Sameinuðu arabísku furstadæmin eru einnig...

Mjög ánægður með strákana

„Leikplanið gekk upp og við spiluðum mjög góðan leik,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari í handknattleik karla glaður í bragði eftir 13 marka sigur á Ítalíu, 39:26, í fyrstu umferð riðlakeppni Evrópumótsins í handknattleik karla í Kristianstad Arena í...

Myndasyrpa: Gleðin við völd í stórsigri Íslands

Leik Íslands og Ítalíu í F-riðli Evrópumótsins í handknattleik karla í kvöld lauk með 39:26 stórsigri Íslands. Um fyrsta leik liðanna á mótinu var að ræða og var kátt á hjalla hjá leikmönnum og þeim 3.000 Íslendingum sem lögðu leið...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -