„Ég hef nokkrum sinnum áður verið fyrirliði í einstökum verkefnum en verð núna fyrirliði í fyrsta sinn á stórmóti. Það er mikill heiður,“ segir Ómar Ingi Magnússon sem tekur við fyrirliðastöðunni af Aroni Pálmarssyni sem lagt hefur skóna á...
„Maður þekkir orðið betur inn á undirbúningstímann með hverju árinu. Fram undan er þriðja mótið mitt með landsliðið og ljóst að ég er að komast í ákveðna rútínu um leið og ég þekki orðið betur inn á liðið og...
KA-maðurinn Giorgi Dikhaminjia fór hamförum og skoraði 15 mörk með landsliði Georgíu í vináttuleik við Sádi Arabíu á mánudaginn, í síðari vináttuleik þjóðanna. Leiknum lauk með jafntefli, 28:28, í Tbilisi-Arena. Georgíumenn voru marki yfir í hálfleik, 14:13. Leikurinn var...
„Maður er spenntur fyrir að taka þátt í undirbúningnum og fara síðan með á EM. Ég er klár í slaginn,“ segir Andri Már Rúnarsson leikmaður HC Erlangen í Þýskalandi sem er eini stórmótanýliðinn í 18-manna EM-hópnum í handknattleik. Andri...
Á morgun, laugardaginn 3. janúar, verður haldin opin æfing hjá íslenska landsliðinu. Öllum krökkum er boðið að mæta og horfa á.
Æfingin fer fram í íþróttahúsinu í Safamýrinni og hefst klukkan 10:30, en húsið verður opnað klukkan 10:00
Að æfingu lokinni...
„Staðan er svipuð og hún var en vissulega er ljóst að eftir því sem lengra líður á bataferlið þá kemst hann nær parketinu. Hvort það nægir fyrir EM er útilokað að gera sér í hugarlund í dag. Það verður...
Karlalandsliðið í handknattleik kemur saman í dag til fyrstu æfingar fyrir Evrópumótið sem fram fer í Danmörku, Noregi og Svíþjóð frá 15. janúar til 1. febrúar. Íslenska landsliðið hefur leik gegn ítalska landsliðinu föstudaginn 16. janúar í Kristianstad Arena...
Tékknesku dómararnir Vaclav Horacek og Jiri Novotny neyddust til þess að hætta við þátttöku á Evrópumóti karla í handknattleik sem hefst um miðjan mánuðinn. Annar þeirra félaga meiddist skömmu fyrir jól. Marko Boricic og Dejan Markovic frá Serbíu taka...
Ekki er úr vegi við áramót að líta aðeins um öxl og til nýliðins árs. Þrátt fyrir kappleiki hér heima og ytra frá upphafsdögum ársins þá var stórviðburður mánaðarins tvímælalaust heimsmeistaramótið karla sem fram fór í Danmörku, Noregi og...
Bent Nygaard, fyrrverandi þjálfari Fram og ÍR og núverandi sérfræðingur um handknattleik hjá dönsku sjónvarpsstöðinni TV2, nefnir tvo íslenska handknattleiksmenn í samkvæmisleik hvar hann svarar því hverjir séu bestu handknattleiksmenn heims um þessar mundir.
Nygaard raðar leikmönnunum í tíu sæti....
Rúmar tvær vikur eru þangað til flautað verður til leiks á Evrópumóti karla í handknattleik sem fram fer í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Undirbúningur íslenska landsliðsins hefst á morgun, föstudaginn 2. janúar.
EM karla 2026 – leikdagar, leikstaðir, leiktímar
Meðan beðið...
Landsliðsmaðurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson og sambýliskona hans Rannveig Bjarnadóttir gengu í hjónaband við látlausa athöfn í Fríkirkjunni í Hafnarfirði á síðasta degi ársins 2025. Frá þessu greina hin nýju hjón á samfélagsmiðlum.
„Og allt í einu varð gamlárskvöld minn uppáhalds...
Bob Hanning framkvæmdastjóri þýska meistaraliðsins Füchse Berlin vonast til þess að fá fljótlega jákvætt svar frá franska handknattleiksmanninum Dika Mem en Hanning hefur átt í samningaviðræðum við Mem upp á síðkastið. Verði af komu franska handknattleikssnillingsins til Berlínarliðsins er...
Handknattleiksmarkvörðurinn Aron Rafn Eðvarðsson er íþróttakarl Knattspyrnufélagsins Hauka fyrir nýliðið ár. Félagið hélt viðurkenningahátíð sína í gær, gamlársdag, á Ásvöllum.
Aron Rafn átti frábært keppnistímabil 2024/2025. Hann ætlaði að leggja skóna á hilluna í sumar en endurskoðaði hug sinn og...
Handbolti.is óskar lesendum, nær og fjær, til sjávar og sveita, gleðilegs árs 2026 með kærum þökkum fyrir samfylgdina á árinu 2025 og í raun allt frá 3. september 2020 þegar ýtt var úr vör í skaparans nafni.
Megi árið 2026...