Þótt ekki munaði nema tveimur mörkum þegar upp var staðið í Sethöllinni í kvöld þá var sigur Fram á Selfossi öruggari en lokatölurnar gefa til kynna, 29:27. Staðan var 16:13 að fyrri hálfleik loknum.Selfoss er í sjöunda sæti deildarinnar...
Haukar komust á ný upp að hlið Aftureldingar á topp Olísdeildar karla í handknattleik í kvöld er þeir lögðu Þór, 35:31, í Kuehne+Nagel-höllinni eins og keppnishöllin á Ásvöllum nefnist um þessar mundir. Haukar hafa þar með 14 stig eftir...
Ljóst er að fumlaus viðbrögð sjúkraþjálfara íslenska landsliðsins og sú ákvörðun að láta Hauk Þrastarson ekki taka þátt í síðari landsleiknum við Þýskaland á dögunum hefur m.a. orðið til þess að allar líkur eru á að Haukur leiki með...
Arnar Pétursson landsliðsþjálfari kvenna í handknattleik tilkynnti í dag keppnishópinn fyrir heimsmeistaramótið sem hefst í lok mánaðarins. Hann segir áskoranirnar hafa verið nokkrar áður en lokahópurinn var tilkynntur en í hópnum eru 16 leikmenn. M.a. hvort hann ætti að...
Tveir sannkallaðir stórleikir verða í átta liða úrslitum þýsku bikarkeppninnar í handknattleik en dregið var í gær eftir að Füchse Berlin hafði tryggt sér síðasta sætið í átta liða úrslitum.Tvö efstu lið þýsku 1. deildarinnar, Evrópumeistarar SC Magdeburg og...
Arnar Pétursson landsliðþjálfari kvenna í handknattleik hefur valið landsliðshópinn sem tekur þátt í heimsmeistaramótinu í Þýskalandi og Hollandi. Arnar valdi 16 leikmenn. Fyrsti leikur Íslands á mótinu verður gegn Þýskalandi í Stuttgart 26. nóvember.Fjórar af 16 konum hópsins taka...
Haukur Þrastarson var valinn leikmaður októbermánaðar hjá þýska handknattleiksliðinu Rhein-Neckar Löwen. Haukur, sem kom til félagsins í sumar, hefur fallið vel inn í leik þess. Hann skoraði m.a. 23 mörk og átti jafnmargar stoðsendingar í nýliðnum mánuði. Benedikt Emil Aðalsteinsson...
Afturelding situr ein í efsta sæti Olísdeildar karla í handknattleik eftir sigur á FH, 25:23, í Myntkaup-höllinni að Varmá í kvöld. Mosfellingar hafa tveggja stiga forskot á Hauka sem mæta Þór á Ásvöllum annað kvöld.Aftureldingarliðið var tveimur mörkum undir...
Svíþjóðarmeistarar Skara HF færðist upp í annað til þriðja sæti úrvalsdeildar í kvöld eftir níu marka sigur á Kristianstad HK, 34:25, í viðureign liðanna sem fram fór í Kristianstad. Skara hefur 10 stig eins og Önnereds sem vann Skövde,...
Carlos Ortega þjálfari handknattleiksliðs Barcelona, sem landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímssonar leikur með, hefur verið úrskurðaður í eins leiks keppnisbann á vegum EHF og til greiðslu sektar vegna óíþróttamannslegrar framkomu eftir viðureign Barcelona og Wisla Plock í Meistaradeild Evrópu sem...
Í síðasta þætti Handboltahallarinnar voru skoðuð tvö keimlik leikbrot og velt upp hvort of vægt væri tekið á þeim. Fyrir bæði var refsað með tveggja mínútna brottvísun varnarmanna. Báðir sóknarmenn, sem brotið er á, skella harkalega í gólfið.Hörður Magnússon...
Dregið var í morgun í aðra umferð forkeppni heimsmeistaramóts karla í handknattleik. Fyrstu umferð lauk á sunnudaginn og komust Kósovó, Lettland og Tyrkland áfram í aðra umferð og voru þar með í skálunum sem dregið var úr í morgun...
Arnar Daði Arnarsson mun starfa með Hönnu Guðrúnu Stefánsdóttur við þjálfun kvennaliðs Stjörnunnar út þetta keppnistímabil. Þetta hefur Handkastið samkvæmt heimildum í frétt í gærkvöld. Fullvíst er að þær heimildir séu bærilega öruggar enda er Arnar Daði annar ritstjóra...
Handknattleiksdómararnir Árni Snær Magnússon og Þorvar Bjarmi Harðarson hafa nóg að gera um næstu helgi þegar þeir dæma tvo leiki á einum sólarhring í Evrópubikarkeppni kvenna í handknattleik. Þeir dæma fyrri viðureign austurríska liðsins MADx WAT Atzgersdorf og A.C....
Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði sex mörk í sjö skotum þegar lið hans Kadetten Schaffhausen vann HC Kriens-Luzern á heimavelli í A-deildinni í handknattleik í Sviss í gærkvöld. Óðinn Þór og félagar hafa yfirburði í deildinni, 24 stig eftir 12...