Alfreð Gíslason stýrði þýska karlalandsliðinu í 100. sinn í Zagreb í gærkvöld og fagnaði 65. sigrinum í leikslok gegn landsliði Króatíu, 32:29. Alfreð var ráðinn snemma árs 2020 eftir að Christian Prokop var leystur frá störfum eftir Evrópumótið sem...
Keppni hófst á ný í Grill 66-deild kvenna að loknu fríi yfir jól og áramót. Víkingur lagði Fram 2, 29:24. Í kvöld verður þráðurinn tekinn á nýjan leik með tveimur viðureignum sem fram fara í Grafarvogi og Hafnarfirði.
Leikir kvöldsins
Grill...
Í kvöld og undanfarna daga hafa farið fram nokkrir vináttuleikir í handknattleik karla auk viðureigna í undankeppni EM 2028. Hér fyrir neðan eru úrslit leikjanna:
Í kvöld:Portúgal - Egyptaland 31:31 (16:11).Noregur - Danmörk 25:34 (13:13).Sviss - Úkraína 38:27 (19:14).Spánn -...
Þýska landsliðið í handknattleik karla, undir stjórn Alfreðs Gíslasonar, gerði sér lítið fyrir og vann króatíska landsliðið sem Dagur Sigurðsson þjálfar, með þriggja marka mun, 32:29, í fyrri vináttuleik þjóðanna í kvöld. Leikurinn fór fram í Zagreb Arena í...
Víkingur vann fyrsta leik ársins í Grill 66-deild kvenna í kvöld þegar liðið lagði Fram 2, 29:24, í íþróttahúsinu í Safamýri. Leikurinn var afar kaflaskiptur en Framarar voru með tögl og hagldir í fyrri hálfleik og voru með fjögurra...
Heimsmeistarar Danmerkur unnu öruggan sigur á Noregi í vináttuleik í handknattleik karla í Almere í Hollandi í kvöld, 34:26. Eftir jafnan fyrri hálfleik, 13:13, tóku Danir öll völd á leikvellinum í síðari hálfleik að lokinni hressilegri hálfleiksræðu frá þjálfaranum...
Nokkrum af stærstu stjörnum heims í handknattleik karla bregður fyrir í tveimur nýjum myndasögum í Andrésblaði sem verður gefið út í Þýskalandi í næstu viku. Þar er búið að umbreyta þeim öllum í endur.
Blaðið, sem kennt er við Mikka...
Lasse Andersson, leikmaður danska landsliðsins og Þýskalandsmeistara Füchse Berlín, getur ekki tekið þátt í tveimur vináttuleikjum Danmerkur í undirbúningi liðsins fyrir Evrópumótið vegna meiðsla sem hann glímir nú við.
Andersson, sem er 31 árs vinstri skytta, reif magavöðva á dögunum...
Elín Klara Þorkelsdóttir, landsliðskona í handknattleik og leikstjórnandi IK Sävehof, er markahæsti leikmaður sænsku úrvalsdeildarinnar líkt og hún hefur verið undanfarnar vikur. Elín Klara er á sínu fyrsta tímabili í atvinnumennsku og er óhætt að segja að atvinnumannsferillinn fari...
Hákon Daði Styrmisson hefur gengið til liðs við uppeldisfélag sitt ÍBV frá þýska félaginu Eintracht Hagen. Skrifaði hann undir samning sem gildir út yfirstandandi keppnistímabil. Ljóst er að um sannkallaðan búhnykk er að ræða fyrir ÍBV-liðið sem situr í...
Sænski markvörðurinn Andreas Palicka varð fyrir því óláni að fá bolta í augað í vináttulandsleik Svíþjóðar gegn Brasilíu í gærkvöldi. Af þeim sökum var hann fluttur á sjúkrahús í Gautaborg.
Palicka kom inn á í upphafi síðari hálfleiks en aðeins...
Handknattleiksdeild Vals og Andri Finnsson hafa gert samkomulag um að framlengja samning hans við félagið. Samningurinn gildir nú fram í júní 2029.
Andri, sem er 23 ára gamall, er uppalinn í félaginu og er einn af lykilmönnum liðsins. Hann hefur...
Franski handknattleikssnillingurinn Dika Mem mun ganga til liðs við þýska meistaraliðið Füchse Berlín sumarið 2027 þegar samningur hans við spænsku meistarana í Barcelona rennur út.
Handball World greinir frá því að Mem hafi veitt munnlegt samþykki fyrir því að ganga...
Að vanda verður Föstudagsfjör hjá FH-ingum í samkomusalnum Sjónarhóli í Kaplakrika í tilefni stórmóts í handknattleik karla. Að þessu sinni verður fjörið í hádeginu á morgun, föstudag klukkan 12.
Helga Margrét frá RÚV stjórnar umræðunni, stórskotalið sérfræðinga; Aron Pálmars,...
Einn áhrifamesti handknattleiksþjálfari á síðari hluta 20. aldar, Anatólij Evtúsjenkó, lést 91 árs gamall 6. janúar. Evtúsjenkó var landsliðsþjálfari karlalandsliðs Sovétríkjanna frá 1969 til 1990. Á þeim tíma varð sovéska landsliðið Ólympíumeistari 1976 og 1988 auk þess að hreppa...