Sænska landsliðið í handknattleik kvenna fór heim af heimsmeistaramótinu í Þýskalandi í morgun. Liðið tapaði þremur af sex viðureignum sínum á mótinu og átti engan möguleika lengur á sæti í átta liða úrslitum þegar það tapaði viðureigninni við Angóla...
Hörður frá Ísafirði fór upp í fimmta sæti Grill 66-deildar karla í handknattleik í gær eftir sigur á Fram 2, 37:28, í íþróttahúsinu Torfnesi á Ísafirði. Hörður hefur þar með 15 stig og á leik inni gegn liðunum sem...
Elverum er áfram í efsta sæti norsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik karla, stigi á undan Kolstad, eftir leikina sem fram fóru í gær. Elverum, með Tryggva Þórisson innanborðs, vann Kristiansand TH með 10 marka mun á heimavelli, 43:33. Selfyssingurinn skoraði...
Bjarki Már Elísson landsliðsmaður í handknattleik er kominn á fulla ferð á nýjan leik eftir skamma fjarveru vegna meiðsla. Hann var í leikmannahópi One Veszprém í síðustu viku þegar liðið vann Sporting í Meistaradeild Evrópu. Í gær lék Bjarki...
Orri Freyr Þorkelsson var markahæstur hjá Sporting með átta mörk þegar liðið vann ABC de Braga, 43:28, á heimavelli í 13. umferð portúgölsku 1. deildarinnar í gær. Sporting hefur unnið alla leiki sína í deildinni til þessa.
Stiven Tobar Valencia...
Norska landsliðið heldur áfram að hafa yfirburði í leikjum sínum á heimsmeistaramóti kvenna í handknattleik í Hollandi og Þýskalandi. Norska liðið rúllaði yfir brasilíska landsliðið í kvöld, 33:14, í síðasta leik sínum í milliriðli þrjú. Norska landsliðið hefur unnið...
Magdeburg virðist jafnt og þétt vera að stinga önnur lið af í þýsku 1. deildinni í handknattleik karla. Liðið hefur aðeins tapað einu stigi í fyrstu 14 leikjunum meðan þau sem eru næst á eftir hafa tapað sjö og...
Íslenska landsliðið lauk keppni á heimsmeistaramótinu í handknattleik kvenna í gærkvöld með góðum sigri á Færeyingum, 33:30, í hörkuleik í Westfalenhalle í Dortmund. Þetta var annar sigur landsliðsins í sex viðureignum á mótinu og allt stefnir í að sæti...
Þorbjörg Jóhanna Gunnarsdóttir, liðsstjóri kvennalandsliðsins í handknattleik hefur ákveðið að hætta eftir tveggja áratuga starf með landsliðinu. Á vef RÚV er greint frá að Obba, eins og hún er alltaf kölluð, hafi tilkynnti leikmönnum íslenska landsliðsins ákvörðun sína eftir...
Elín Klara Þorkelsdóttir var markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins á heimsmeistaramótinu í handknattleik. Þátttöku íslenska landsliðsins á mótinu lauk í gærkvöld með þriggja marka sigri á færeyska landsliðinu, 33:30. Elín Klara skoraði 8 mörk í leiknum og fór þar með...
Hér fyrir neðan er myndskeið með samantekt úr viðureign Íslands og Færeyjar á heimsmeistaramóti kvenna í handknattleik í Westfalenhalle í Þýskalandi. Íslenska landsliðið vann leikinn, 33:30, sem var í síðustu umferð milliriðlakeppni tvö á heimsmeistaramótinu.
Íslenska landsliðið er væntanlega...
Landsliðsmennirnir Haukur Þrastarson og Andri Már Rúnarsson fóru svo sannarlega á kostum hvor með sínu liðinu þegar Rhein-Neckar Löwen vann HC Erlangen, 36:27, í SAP Arena í Mannheim í gær, 36:27. Leikurinn var liður í þýsku 1. deildinni í...
Óðinn Þór Ríkharðsson heldur áfram að fara á kostum með Kadetten Schaffhausen í A-deildinni í Sviss. Hann skoraði níu mörk í 10 skotum þegar liðið vann BSV Bern í hörkuleik á heimavelli í gær, 31:30. Fjögur markanna skoraði Óðinn...
„Þetta var hörkuleikur og ég er ánægð með að hafa klárað þetta,“ sagði Katrín Tinna Jensdóttir landsliðskona í samtali við handbolta.is í Westfalenhalle í kvöld eftir sigur á færeyska landsliðinu, 33:30, í síðasta leik beggja liða á HM 2025.
„Þær...
„Það var yndislegt að ljúka HM með sigri. Ég er hrikalega stolt af liðinu og hvernig við mættum til leiks og héldum alltaf áfram þótt það kæmu slæmir kaflar með áhlaupum frá Færeyingum. Við höfðum allan tímann trú á...