Fréttir

- Auglýsing -

Anton Gylfi kallaður til Kölnar í fimmta sinn

Anton Gylfi Pálsson dæmir í fimmta skipti í úrslitahelgi Meistaradeildar Evrópu í Lanxess-Arena í Köln 14. júní nk. Um leið verður Jónas Elíasson, félagi Antons, dómari í fjórða sinn á úrslitahelginni. Þeir félagar dæma að þessu sinni fyrri undanúrslitaleikinn,...

EHF hefur ekki greitt úr flækjunni

Handknattleikssamband Evrópu, EHF, hefur ekki ákveðið ennþá hvað gera skal eftir að ekkert varð af síðari úrslitaleik HC Alkaloid og AEK Aþenu í Evrópubikarkeppni karla í handknattleik í Skopje á sunnudaginn. Ljóst er að EHF er nokkur vandi á...

Eftir sjö ára fjarveru mætir Hulda til leiks með Fram

Handknattleikskonan Hulda Dagsdóttir hefur gengið á ný til liðs við Fram og undirritað þriggja ára samning. Hulda er uppalin í Fram og lék upp yngri flokka með félaginu og steig sín fyrstu skref með meistaraflokki félagsins.Hulda kemur til Fram...
- Auglýsing -

Hedin tekur við af Aroni

Svíinn Robert Hedin verður eftirmaður Arons Kristjánssonar í starfi landsliðsþjálfara Barein í handknattleik karla. Aron lét af störfum eftir heimsmeistaramótið í janúar og tók við landsliðið Kúveit nokkru síðar. Frá þeim tíma hafa forráðmenn handknattleiks í Barein leitað að...

Molakaffi: Kasparek, Zein, Hansen, Mørk, Grøndahl

Talsverðar breytingar verða á leikmannahópi rúmenska meistaraliðsins Dinamo Búkarest í sumar. Auk Hauks Þrastarsonar yfirgefa Stanislav Kasparek og Ali Zein félagið. Tveir þeir síðarnefndu hafa leikið með Dinamo síðustu þrjú ár.Hinn dansk/færeyski handknattleikmaður Johan Hansen mun leika með Skanderborg...

Dramatískur sigur hjá Viktori Gísla í fyrsta úrslitaleiknum

Viktor Gísli Hallgrímsson og liðsfélagar í Wisla Plock unnu fyrsta úrslitaleikinn við Industria Kielce um pólska meistaratitilinn í kvöld á heimavelli 30:29. Michał Daszek skoraði sigurmarkið þegar tvær sekúndur voru eftir. Svo mikill vafi lék á að markið væri...
- Auglýsing -

Stórleikur Eyjamannsins nægði ekki

Elmar Erlingsson fór hamförum í kvöld með Nordhorn-Lingen gegn GWD Minden í þýsku 2. deildinni í handknattleik. Hann skoraði 11 mörk af 31 marki liðsins í naumu tapi, 34:31, á heimavelli. Eftir hnífjafnan leik reyndust leikmenn GWD Minden sterkari...

Norðmaður ráðinn þjálfari nýliða Þórs

Norðmaðurinn Daniel Birkelund hefur verið ráðinn þjálfari Þórs, nýliðanna í Olísdeild karla á næstu leiktíð. Þórsarar tilkynntu um ráðningu hans í kvöld. Birkelund tekur við af Halldóri Erni Tryggvasyni sem stýrði Þórsliðinu til sigurs í Grill 66-deildinni í byrjun...

Fyrirliðastaðan fylgir nýjum tveggja ára samningi

Landsliðskonan Dana Björg Guðmundsdóttir hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Volda Handball sem leikur í næst efstu deild norska handknattleiksins. Hún verður einnig fyrirliði liðsins á næsta keppnistímabili sem verður hennar fjórða hjá Volda.Volda var nærri sæti...
- Auglýsing -

Sissi verður í þjálfarateymi meistaranna

Sigurgeir Jónsson, eða Sissi eins og hann er oftast kallaður, hefur skrifað undir samning við handknattleiksdeild Vals. Sissi kemur inn í þjálfarateymið sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna og verður nýjum þjálfara Íslands- og Evrópubikarmeistaranna, Antoni Rúnarssyni, og Hlyni Morthens, markvarðaþjálfara...

Brynjar Vignir er kominn í raðir HK

Markvörðurinn Brynjar Vignir Sigurjónsson hefur ákveðið að ganga til liðs við HK. Hann hittir þar fyrir fyrrverandi samherja sinn hjá Aftureldingu, Jovan Kukobat, en saman eiga þeir að mynda öflugt markvarðapar í Olísdeildarliði HK á næstu leiktíð.Brynar Vignir er...

Lokahóf: Baldur Fritz og Katrín Tinna best hjá ÍR

Síðasta föstudag fór fram lokahóf meistaraflokka handknattleiksdeildar. Þar fögnuðu leikmenn og velunnarar frábærum handboltavetri, leikmenn fengu verðlaun og dýrmætir sjálfboðaliðar vetrarins heiðraðir.Meistaraflokkur karla:Efnilegasti leikmaður: Jökull Blöndal.Besti varnarmaður: Róbert Snær Örvarsson.Besti sóknarmaður: Bernard Kristján Darkoh.Besti leikmaður: Baldur Fritz Bjarnason.Meistaraflokkur kvenna:Efnilegasti...
- Auglýsing -

Elfa Björg og Auður Katrín skrifa undir nýja samninga

Elfa Björg Óskarsdóttir og Auður Katrín Jónasdóttir leikmenn HK hafa skrifað undir áframhaldandi samninga við Kópavogsliðið sem leikur í Grill 66-deild kvenna á næstu leiktíð.Auður Katrín hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við HK. Auður er fædd árið...

Hafa verið forréttindi að þjálfa frábæra leikmenn

„Okkur hefur gengið alveg ótrúlega vel, það er víst óhætt að segja það,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson þjálfari Íslandsmeistara Vals í samtali við handbolta.is eftir að lið hans tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik kvenna þriðja árið í röð og...

Tryggvi Garðar flytur á Íslendingaslóðir í sumar

Tryggvi Garðar Jónsson, nýkrýndur Íslands- og bikarmeistari með Fram, hefur samið við austurríska liðið Alpla Hard. Hann fer til félagsins í sumar og finnur þar fyrir tvo Íslendinga, Hannes Jón Jónsson þjálfara og Tuma Stein Rúnarsson leikstjórnanda og gamlan...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -