- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fréttir

- Auglýsing -

Grill 66kvenna: Þriðji sigur FH í röð – Afturelding og Valur unnu örugglega

Þrettánda umferð Grill 66-deildar kvenna í handknattleik hófst í kvöld með þremur leikjum. Afturelding, sem er í öðru sæti, vann stórsigur á neðsta liði deildarinnar, Berserkir, 36:9, í Víkinni. Valur2 lagði Fjölni með átta marka mun í Fjölnishöllinni, 34:26,...

Dagur fer með Króata í úrslitaleikinn í Noregi

Dagur Sigurðsson er kominn með króatíska landsliðið í úrslitaleik heimsmeistaramótsins í handknattleik eftir sigur á Evrópumeisturum Frakklands, 31:28, í fyrri undanúrslitaleik mótsins í Zagreb Arena í kvöld. Úrslitaleikurinn fer fram á sunnudaginn klukkan 17 í Unity Arena-keppnishöllinni í Bærum...

Ekkert verður af leik Fram og Selfoss í kvöld

Leik Fram og Selfoss í Olísdeild kvenna sem fram átti að fara í kvöld í Lambhagahöllinni hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Fram. Ekkert hefur verið sent út frá mótanefnd HSÍ síðan tilkynning barst kl.18.23...
- Auglýsing -

Þórsarar tóku upp þráðinn þar sem frá var horfið

Efsta lið Grill 66-deildar karla, Þór Akureyri, hóf keppni í deildinni á nýju almanaksári eins og liðið lauk síðasta ári, þ.e. á sigri. Þórsarar voru ekki í vandræðum með Fram2 í fyrsta leik ársins í Grill 66-deildinni í Íþróttahöllinni...

Aldís Ásta og félagar unnu meistarana á útivelli

Aldís Ásta Heimisdóttir og liðsfélagar í Skara HF gerðu gerðu sér lítið fyrir í kvöld og unnu meistaraliðið IK Sävehof, 31:25, í upphafsleik 15. umferðar sænsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik. Leikið var á heimavelli IK Sävehof í Partille. Staðan var 15:12...

Ófærð seinkar leik Fram og Selfoss

Leikur sem fram á að fara í kvöld milli Fram og Selfoss Olísdeild kvenna í handknattleik í Lambhagahöllinni hefur verið seinkað til klukkan 20.30 vegna þess að ekki er fært milli Selfoss og Reykjavíkur. Vonir standa til að vegurinn...
- Auglýsing -

Anna Katrín hjá Aftureldingu fram til ársins 2027

Anna Katrín Bjarkadóttir hefur framlengt samning sinn við Aftureldingu til ársins 2027 eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Aftureldingu.Anna Katrín er uppalinn hjá Aftureldingu og er ein af lykilmönnum meistaraflokks kvenna. Hún hefur ekki langt að sækja...

Þorgils Jón klár í slaginn með Val frá 1. febrúar

Handknattleiksmaðurinn Þorgils Jón Svölu Baldursson gengur á ný til liðs við Val og verður gjaldgengur með liðinu frá og með 1. febrúar eftir því sem fram kemur í tilkynningu handknattleiksdeildar Vals í dag. Þorgils Jón gekk til liðs við...

Pólverjinn hefur kvatt KA og haldið heim

Pólverjinn Kamil Pedryc sem kom til KA fyrir keppnistímabilið hefur yfirgefið Akureyrarliðið. Á félagaskiptasíðu HSÍ kemur fram að Pedryc hafi fengið félagaskipti til heimalandsins. Samkvæmt upplýsingum frá lesanda tekur Pedryc upp þráðinn á ný með Zagłębie Lubin. Pedryc tók þátt...
- Auglýsing -

Meiðslin voru alvarlegri en í fyrstu var talið

Andrea Jacobsen landsliðskona í handknattleik hefur ekki leikið með þýska liðinu Blomberg-Lippe í rúmlega mánuð vegna meiðsla í ökkla. Í fyrstu var talið að meiðslin væru ekki alvarleg og Andrea yrði frá keppni í skamman tíma. Annað kom á...

Dagskráin: Selfoss sækir Fram heim – keppni hefst aftur eftir hlé

Fjórtánda umferð Olísdeildar kvenna hefst í kvöld með viðureign Fram og Selfoss í Lambhagahöllinni í Úlfarsárdal. Flautað verður til leiks klukkan 20.30. Fram er í öðru sæti deildarinnar með 20 stig en Selfoss er í fjórða sæti sjö...

Molakaffi: Jacobsen, Silva, Hee, Nusser, Arcos

Hinn sigursæli Nikolaj Jacobsen stýrði danska landsliðinu til í 150. skipti í gær þegar liðið vann Brasilíu, 33:21, í átta liða úrslitum heimsmeistaramótsins. Jacobsen tók við þjálfun danska landsliðsins 2017 þegar Guðmundur Þórður Guðmundsson lét af störfum. Síðan hefur...
- Auglýsing -

Anton verður eftirmaður Ágústs Þórs

Anton Rúnarsson tekur við þjálfun Íslands- og bikarmeistara Vals í handknattleik kvenna í sumar þegar hinn sigursæli Ágúst Þór Jóhannsson færir sig um set úr þjálfun kvennaliðs Vals yfir í þjálfun karlaliðs félagsins. Forráðamenn Vals hafa um nokkurt skeið...

Costa skaut Portúgal í undanúrslit í fyrsta sinn

Portúgal er komið í undanúrslit á HM í handknattleik karla í fyrsta sinn eftir sigur á Þýskalandi, 31:30, í framlengdum leik í Unity Arena-keppnishöllinni í Bærum í Noregi. Matim Costa skoraði sigurmark Portúgal þegar fjórar sekúndur voru eftir af...

Pajovic sterklega orðaður við stól þjálfara Flensburg

Slóveninn Ales Pajovic er sagður verða næsti þjálfari þýska handknattleiksliðsins Flensburg-Handewitt. Pajovic er landsliðsþjálfari Austurríkis en samningur hans um þjálfun landsliðsins rennur út um mitt þetta ár. Sport-Bild segir frá þessu tíðindum í dag samkvæmt heimildum en hvorki félagið né...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -