- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fréttir

- Auglýsing -

Arnar Freyr verður vikum saman frá keppni

Arnar Freyr Arnarsson verður ekki með íslenska landsliðinu í handknattleik á heimsmeistaramótinu sem hefst í næstu viku vegna tognunar í aftanverðu vinstra læri. Útlit er fyrir að hann verði því miður vikum saman frá keppni með félagsliði sínu MT...

Hver er Sveinn Jóhannsson?

Sveinn Jóhannsson er 25 ára gamall línu- og varnarmaður hjá norska meistaraliðinu Kolstad í Þrándheimi. Hann var kallaður inn í íslenska landsliðið í gærkvöld vegna meiðsla Arnars Freys Arnarsson og kemur til móts við liðið í Kristiansand í Svíþjóð...

Gömlu treyjurnar munu koma sér vel í Zagreb

Útlit er fyrir að stuðningsmenn íslenska landsliðsins í handknattleik karla geti ekki klæðst nýjum keppnistreyjum landsliðsins þegar heimsmeistaramótið hefst í næst viku. Þá kemur sér vel að eiga eldri treyjur þótt þær beri merki annars íþróttavöruframleiðanda. Treyjurnar hafa selst...
- Auglýsing -

Molakaffi: Sigurður, Svavar, Andrea, Díana, Egill

Sigurður Hjörtur Þrastarson og Svavar Ólafur Pétursson dæma leik HSG Blomberg-Lippe og JDA Bourgogne Dijon Handball í 1. umferð riðlakeppni Evrópudeildar kvenna sem fram fer í Phoenix Contact Arena í Lemgo á laugardaginn. Með Blomberg-Lippe leika landsliðskonurnar Andrea Jacobsen...

Alfreð vann í Flensburg – Bareinar Arons töpuðu í Köben – úrslit kvöldsins

Þýska landsliðið undir stjórn Alfreðs Gíslasonar vann brasilíska landsliðið, 32:25, í fyrri vináttuleik þjóðanna að viðstöddum 5.600 áhorfendum í Flensburg í kvöld. Staðan var jöfn í hálfleik, 13:13. Leikmenn þýska landsliðsins hertu upp hugann í síðari hálfleik og sýndu...

Sænska landsliðið varð einnig fyrir áfalli í kvöld – Apelgren kallar á „stycket“

Sænska landsliðið í handknattleik karla varð, eins og það íslenska, fyrir áfalli í viðureign liðanna í Kristianstad Arena í kvöld. Línumaðurinn Max Darj meiddist á hné og eru horfur fyrir þátttöku hans á heimsmeistaramótinu í næstu viku ekki góðar....
- Auglýsing -

Fyrirliði í fyrsta sinn í 51. landsleiknum

Eyjamaðurinn Elliði Snær Viðarsson var fyrirliði íslenska landsliðsins í fyrsta sinn á ferlinum í kvöld í sínum 51. landsleik þegar íslenska landsliðið mætti Svíum í vináttuleik í Kristianstad. Elliði Snær bar þó ekki fyrirliðabandið nema í um 20 mínútur...

Margir fínir kaflar en eitt og annað sem þarf að laga

„Ef við horfum aðeins á úrslitin þá getum við verið sáttir við jafntefli við Svía á útivelli. Ég hefði samt viljað vinna leikinn eins og staðan var rétt fyrir leikslok en vissulega sveiflaðist leikurinn til og frá hjá okkur,“...

Lítur ekki vel út – Sveinn kallaður til Svíþjóðar

„Sveinn kemur til móts við okkur á morgun,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari í handknattleik í samtali við handbolta.is rétt eftir leikinn við Svía í kvöld í Kristianstad spurður út í meiðsli Arnars Freys Arnarsson línumanns sem tognaði í...
- Auglýsing -

Jafntefli í Kristianstad – meiðsli Arnars áhyggjumál

Ísland og Svíþjóð skildu jöfn, 31:31, í fyrri vináttuleik þjóðanna í handknattleik karla í Kristianstad Arena í Svíþjóð í kvöld. Staðan í hálfleik var einnig jöfn, 16:16. Svíar skoruðu tvö síðustu mörk leiksins og íslenska liðinu tókst ekki að...

Andlát: Jan Larsen fyrrverandi þjálfari KA og Þórs

Daninn Jan Larsen, sem þjálfaði handboltalið KA snemma á níunda áratugnum og lið Þórs í upphafi þess tíunda, lést í gærmorgun í Danmörku eftir erfið veikindi. Akureyri.net greinir frá andláti Larsens í dag. Larsen var fæddur 16. apríl 1956 og...

Vals bíður erfiður leikur gegn næst efsta liði Spánar

Íslandsmeistarar Vals í handknattleik kvenna fóru til Spánar í morgun þar sem fyrir dyrum stendur fyrri viðureignin við spænska liðið Málaga Costa del Sol í 16-liða úrslitum Evrópubikarkeppninnar. Flautað verður til leiks klukkan 17. Síðari viðureignin verður á heimavelli...
- Auglýsing -

Bikarmeistararnir fara til Vestmannaeyja

Bikarmeistarar Vals mæta ÍBV í átta liða úrslitum Poweradebikarkeppni kvenna í handknattleik. Dregið var í átta liða úrslit í hádeginu í dag. Leikirnir fara fram þriðjudaginn 4. og miðvikudaginn 5. febrúar. Grill 66-deildar lið Víkings leikur við nýliða Olísdeildar, Gróttu....

Nokkur félagaskipti á fyrstu dögum ársins

Nokkur félagaskipti hafa verið staðfest hjá HSÍ undanfarna daga. Þessi eru þau helstu: Daníel Stefán Reynisson hefur verið lánaður frá Fram til ÍR út keppnistímabilið. Ólöf Ásta Arnþórsdóttir hefur fengið félagaskipti til Fjölnis frá HK og lék hún sinn fyrsta leik...

Handbolti, lamb og bearnise í föstudagsfjöri

Þá er komið að fyrsta Föstudagsfjöri vetrarins sem verður haldið 10. janúar kl.12:00 í Sjónarhól Kaplakrika. Umræðan verður HM í handbolta, Einar Jóns íþróttafréttamaður stjórnar umræðunni, Logi Geirsson og Gunnar Birgisson íþróttafréttamaður mæta sem álitsgjafar. Í boði verður lamb...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -