Arnar Freyr Arnarsson og Elvar Örn Jónsson og samherjar í MT Melsungen leika um bronsverðlaun í Evrópudeildinni í handknattleik á morgun. Þeir töpuðu fyrir Flensburg í framlengdum háspennuleik í undanúrslitum í Hamborg í dag, 35:34.THW Kiel og Montpellier mætast...
Daníel Berg Grétarsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við handknattleiksdeild Aftureldingar. Hann mun vera aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla ásamt því að sjá um U-Lið og þriðja flokk félagsins. Daníel Berg mun þar með vinna þétt með Stefáni Árnasyni sem...
Grétar Áki Andersen hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks kvenna til næstu þriggja ára. Hann tekur við af Sólveigu Láru Kjærnested sem lét af störfum á dögunum eftir þriggja ára frábært starf hjá ÍR.Grétar Áki þekkir vel til hjá ÍR....
Mariam Eradze tók þátt í sínum fyrsta kappaleik með Val í gærkvöldi síðan hún sleit krossband á æfingamóti á Selfossi í ágúst 2023. Mariam lék síðustu mínúturnar í annarri viðureign Hauka og Vals í úrslitakeppninni um Íslandsmeistaratitilinn á Ásvöllum.Eftir...
Hákon Daði Styrmisson og félagar í Eintracht Hagen unnu Ferndorf í þýsku 2. deildinni í handknattleik í gærkvöld, 32:27. Leikið var á heimavelli Ferndorf. Hagen lyfti sér a.m.k. upp í sjöunda sæti deildarinnar með sigrinum.Hákon Daði skoraði fimm mörk...
Ystads IF varð sænskur meistari í handknattleik karla í gærkvöld. Ystads IF vann Hammarby, 32:29, í fjórða leik liðanna í úrslitum. Ystads IF var afgerandi besta liðið í sænska karlahandboltanum á leiktíðinni og varð deildarmeistari með nokkrum yfirburðum. Ystads...
„Við ákváðum að peppa okkur í gang. Það vantaði alla stemningu í okkur í fyrri hálfleik,“ sagði Hildur Björnsdóttir fyrirliði Vals eftir sigur liðsins á Haukum í annarri viðureign liðanna á Ásvöllum í kvöld, 29:22. Haukar áttu í fullu...
„Eftir góðan fyrri hálfleik þá lentum við 6:1 undir á fyrstu fimm mínútum síðari hálfleiks. Það fór með leikinn. Þá fór sjálftraustið niður hjá okkur, bæði varnarlega og sóknarlega. Þá tapar maður fyrir eins góðu lið og Val,“ sagði...
Íslandsmeistaratitillinn blasir við Val þriðja ári í röð eftir sjö marka sigur á Haukum í annarri viðureign liðanna í úrslitum Olísdeildar kvenna í handknattleik á Ásvöllum í kvöld, 29:22. Valur hefur þar með tvo vinninga en Haukar engan. Liðin...
Nú eru 75 ár liðin síðan Fram varð í fyrsta sinn Íslandsmeistari í handknattleik karla. Þá eins og nú hafði Fram betur í keppni við Val á endasprettinum en Valur varð fimm sinnum Íslandsmeistari á árunum 1940 til 1950.Átta...
Fram varð í gærkvöld Íslandsmeistari í 11. sinn í karlaflokki og í þriðja skiptið á öldinni. Fyrri tvö skiptin voru 2006 og 2013.Fram hefur aldrei áður orðið Íslandsmeistari og bikarmeistari í karlaflokki á sama tímabili. Fram vann Stjörnuna í...
Haukar og Valur mætast öðru sinni í kapphlaupi liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik kvenna á Ásvöllum í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19.30.Valur hafði betur í fyrstu viðureign liðanna sem fram fór á Hlíðarenda á þriðjudagskvöld, 30:28, eftir hafa verið...
Ómar Ingi Magnússon skoraði sigurmark SC Magdeburg þegar liðið vann Eisenach á heimavelli í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gærkvöld, 33:32. Markið var eitt af tíu sem Ómar Ingi skoraði í leiknum sem var sá annar hjá liðinu...
„Þetta er frábær árangur. Við vinnum þrjá hörkuleiki sem er ógeðslega vel gert,“ sagði Einar Jónsson þjálfari Íslandsmeistara Fram í heldur endasleppu viðtali við handbolt.is eftir að hann hafði stýrt liði sínu til sigurs á Val og þar með...
„Það er geggjað að hafa landað þessu. Við höfðum allir trú á því að við myndum vinna í dag og ná titlinum,“ sagði Þorsteinn Gauti Hjálmarsson Íslandsmeistari með Fram í samtali við handbolta.is í sigurgleðinni eftir að Gauti og...