Allir Íslendingarnir sem leika með liðum í efstu deild portúgalska handknattleiksins fögnuðu stórum sigrum með liðum sínum í kvöld þegar blásið var til fimmtu umferðar.Orri Freyr Þorkelsson og liðsmenn meistaraliðsins Sporting unnu Belenenses, 43:26, á útivelli. Porto, sem...
Íslenskar handknattleikskonur voru á sigurbraut í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Elín Klara Þorkelsdóttir og liðsfélagar í IK Sävehof lögðu grannliðið Önnereds, 27:22, í Gautaborg og Svíþjóðarmeistarar Skara HF sóttu tvö stig í greipar leikmanna HK Aranäs, 31:25.Aldís Ásta Heimisdóttir...
ÍBV vann öruggan sigur á Selfossi, 31:22, í upphafsleik 4. umferðar Olísdeildar kvenna í handknattleik í Vestmannaeyjum í kvöld. Staðan var 16:12 fyrir ÍBV þegar fyrri hálfleik var lokið. Þetta var þriðji sigur Eyjaliðsins í fjórum viðureignum og situr...
Ágúst Elí Björgvinsson stóð í marki Aalborg Håndbold nærri hálfan leikinn þegar liðið vann KIF Kolding, 39:30, á útivelli í 16-liða úrslitum dönsku bikarkeppninnar í kvöld. Ágúst Elí varði fimm skot, 29,4%, og átti eitt markskot sem geigaði.Í...
Drammen, Elverum og Kolstad, sem öll hafa Íslendinga innan sinna raða, komust í undanúrslit norsku bikarkeppninnar í handknattleik karla í dag.Kolstad var ekki í teljandi vandræðum með Nærbø á heimavelli, 25:19, eftir að hafa verið þremur mörkum yfir í...
Athygli vakti í viðureign Fram og Hauka í 4. umferð Olísdeildar karla að stjórnleysi virtist ríkja í skiptingum manna inn og út af leikvellinum. „Hvað var í gangi?“ spurði Hörður Magnússon umsjónarmaður Handboltahallarinnar sérfræðingana Einar Inga Hrafnsson og Vignir...
Janus Daði Smárason landsliðsmaður í handknattleik og leikmaður ungversku bikarmeistarana Pick Szeged er ekki með slitið krossband í hné eins og grunur lék á. Hann staðfestir tíðindin í samtali við RÚV í dag.Liðband í vinstra hné rifnaði og reiknar...
Síðari hálfleikur í viðureign Selfoss og KA/Þórs í þriðju umferð Olísdeildar kvenna í handknattleik var hreint ótrúlegur. Sveiflur voru miklar. Selfoss vann upp fimm marka forskot KA/Þórs og náði þriggja marka forskoti áður en allt fór í skrúfuna á...
Andrea Lekić fyrrverandi fyrirliði serbneska landsliðsins hefur verið ráðinn íþróttastjóri serbneska kvennalandsliðsins. Hennar fyrsta verk verður að hafa umsjón með undirbúningi kvennalandsliðsins fyrir heimsmeistaramótið sem hefst í lok nóvember. Lekić mun starfa þétt með Norðmanninum Bent Dahl sem tók...
„Þetta er sturlað mark,“ sagði Einar Ingi Hrafnsson einn sérfræðinga Handboltahallarinnar, vikulegs þáttar í sjónvarpi Símans, þegar hann lýsti bylmingsskoti Huldu Dagsdóttur leikmanns Fram er hún kom liðinu yfir, 9:8, gegn Haukum í Olísdeild kvenna.https://www.youtube.com/watch?v=tEyf_N01fo8„Eitt fallegast mark sem maður...
Kátt var á hjalla í Ringsted-höllinni á Sjálandi í kvöld þegar heimaliðið TMS Ringsted vann sér sæti í átta liða úrslitum dönsku bikarkeppninnar í handknattleik. TMS Ringsted, með Guðmund Braga Ástþórsson og Ísak Gústafsson í burðarhlutverkum, lagði Skjern, 32:27,...
Elmar Erlingsson og liðsfélagar í 2. deildarliðinu Nordhorn-Lingen gerðu sér lítið fyrir og lögðu 1. deildarliðið HC Erlangen, 35:32, á heimavelli í 16-liða úrslitum þýsku bikarkeppninnar í handknattleik í kvöld.Elmar skoraði sex mörk fyrir Nordhorn-Lingen og var næst markahæstur...
Það verður Viktor Gísli Hallgrímsson og liðsfélagar hans í Barcelona sem mæta ungverska liðinu One Veszprém í úrslitaleik heimsmeistaramóts félagsliða í handknattleik karla í Kaíró í Egyptaland á fimmtudaginn. Barcelona vann sannfærandi sigur á Afríku- og Egyptalandsmeisturum Al Ahly,...
Bjarki Már Elísson og liðsfélagar í One Veszprém leika annað árið í röð til úrslita á heimsmeistaramóti félagsliða í Kaíró í Egyptalandi. Þeir lögðu Evrópumeistara SC Magdeburg í bragðdaufum undanúrslitaleik í dag, 23:20, eftir að hafa verið tveimur mörkum...
Þrjár úr Íslandsmeistaraliði Vals eiga sæti í úrvalsliði 3. umferðar Olísdeildar kvenna sem valið var af Handboltahöllinni í þætti gærkvöldsins. Auk þess er þjálfari Vals, Anton Rúnarsson, þjálfari umferðarinnar. Konurnar þrjár eru Ágústa Þóra Ágústsdóttir, Hafdís Renötudóttir og Lovísa...