Andy Schmid landsliðsþjálfari Sviss í handknattleik varð fyrir áfalli í gærkvöld þegar kjölfesta landsliðsins, Manuel Zehnder leikmaður Magdeburg, meiddist á vinstra hné um miðjan síðari hálfleik í viðureign við ítalska landsliðið í fyrstu umferð fjögurra liða móts (Yellow Cup)...
Jóhanna Margrét Sigurðardóttir skoraði fimm mörk í sjö skotum og gaf þrjár stoðsendingar þegar lið hennar, Kristianstad HK, tapaði í gærkvöld á heimavelli fyrir IF Hallby HK, 36:30, í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Berta Rut Harðardóttir var ekki í...
Danir eru margir hverjir með böggum hildar um þessar mundir eftir að TV2 sagði frá því í dag samkvæmt heimildum að hinn vinsæli þjálfari kvennalandsliðsins, Jesper Jensen, hafi samið við ungverska meistaraliðið Ferencváros og taki við þjálfun í...
„Þegar undirbúninginn hefst í janúar þá er maður alltaf bjartsýnn og spenntur,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari í handknattleik karla sem er á leiðinni á sitt annað stórmót sem þjálfari íslenska landsliðsins og það sjöunda þegar tekin eru með...
Sigvaldi Björn Guðjónsson var einn fjögurra Íslendinga sem varð norskur bikarmeistari í handknattleik karla á sunnudaginn eftir sætan sigur Kolstad á Elverum í úrslitaleik í Ósló, 28:27. Sigvaldi Björn segir alltaf sætt að vinna titil og koma með byr...
Dagur Sigurðsson landsliðsþjálfari Króata í handknattleik hóf undirbúning og æfingar með liði sínu á öðru degi jóla þótt nokkra leikmenn hafi vantað vegna leikja í þýsku 1. deildinni á milli hátíðanna. Mikið er undir hjá króatíska landsliðinu sem leikur...
Viggó Kristjánssonar bíður væntanlega stærri hlutverk með íslenska landsliðinu á heimsmeistaramótinu í handknattleik sem framundan er vegna fjarveru Ómars Inga Magnússonar sem meiddist í byrjun desember og tekur ekki þátt í heimsmeistaramótinu. Viggó segist finna til aukinnar ábyrgðar í...
„Ég tognaði í vinstri rassvöðva í næst síðast leiknum á árinu. Þetta er ekkert alvarlegt og reikna með að jafna mig á tveimur til þremur vikum,“ segir Elvar Örn Jónsson landsliðsmaður í handknattleik fyrir æfingu landsliðsins í handknattleik í...
Hugsanlega hleypur hressilega á snærið hjá handknattleiksþjálfaranum Þóri Hergeirssyni á morgun. Hann er tilnefndur í kjöri á þjálfara ársins í tveimur löndum, hér á landi og í Noregi. Greint verður frá niðurstöðum í báðum löndum nánast á sama tíma...
Elín Jóna Þorsteinsdóttir handknattleikskona ársins 2024 hjá HSÍ og liðsmenn hennar í Aarhus Håndbold gerðu jafntefli við Ringkøbing Håndbold, 32:32, í fyrsta leik liðanna eftir að keppni hófst á ný í dönsku úrvalsdeildinni í gærkvöld eftir sjö vikna hlé...
Verður hætt að keppa í handknattleik á Ólympíuleikum eða verður íþróttagreinin færð af sumarleikum yfir á vetrarleika? Þessum spurningum hefur oft og tíðum verið velt upp á þeim liðlega 30 árum sem ég hef verið viðloðandi íþróttafréttmennsku.
Nánast allt frá...
Þórir Hergeirsson varð fjórði handknattleiksþjálfarinn til að vera sæmdur heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu á nýársdag. Hann hlaut riddarakross fyrir einstakan árangur sem landsliðsþjálfari norska kvennalandsliðsins á undanförnum árum, sem hefur verið nær ósigrandi.
Hinir þrír þjálfararnir eru:
Bogdan Kowalczyk, sem þjálfaði...
Íslenska landsliðið í handknattleik karla kom saman á fyrstu æfingu fyrir hádegið í dag. Að sögn Snorra Steins Guðjónssonar landsliðsþjálfara var um rúmlega tveggja tíma æfingu að ræða sem allir tóku þátt í af fullum krafti að Aroni Pálmarssyni...
Norska meistaraliðið Kolstad frá Þrándheimi staðfesti í morgun að sænski landsliðsmarkvörðurinn Andreas Palicka gangi til liðs við félagið á miðju þessu ári. Palicka, sem er 38 ára gamall, skrifaði undir tveggja ára samning við Kolstad. Nokkuð er síðan að...
Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari Þýskalands í handknattleik karla fékk slæmar fregnir áður en liðið kom saman til æfinga í upphafi ársins vegna þátttöku á heimsmeistaramótinu sem stendur fyrir dyrum. Hægri handar skyttan Sebastian Heymann og línumaðurinn Jannik Kohlbacher eru báðir...