Það var sannkölluð sigurstund í Zagreb Arena í gærkvöld þegar íslenska landsliðið lagði Slóvena, 23:18, í þriðju og síðustu umferð G-riðils heimsmeistaramótsins í handknattleik karla og tryggði sér fjögurra stiga nesti í milliriðlakeppnina sem hefst á miðvikudag með leik...
„Ég lagði ákveðna vinnu fyrir strákana og þeir svöruðu með þessum leik. Varnarleikurinn var stórkostlegur og Viktor Gísli alveg rúmlega það í markinu,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari í handknattleik í samtali við handbolta.is eftir sigurinn á Slóvenum, 23:18,...
„Viktor reddaði okkur í hvert skipti sem við skitum upp á bak. Frábært samstarf á milli varnar og sóknar,“ sagði Ýmir Örn Gíslason eftir frábæran leik íslenska landsliðsins á HM í kvöld þegar það vann Slóvena, 23:18, eftir frábæran...
Fyrsti leikur íslenska landsliðsins í milliriðlakeppni heimsmeistaramótsins verður við Egyptaland klukkan 19.30 á miðvikudaginn. Næst mætir íslenska liðið Króötum á föstudaginn og aftur klukkan 19.30. Síðasti leikurinn í milliriðlum verður gegn Argentínu á sunnudaginn. Þá verður flautað til leiks...
Íslenska landsliðið í handknattleik tryggði sér sæti í milliriðlakeppni heimsmeistaramótsins með frábærum sigri, 23:18, á Slóvenum í úrslitaleik G-riðils í Zagreb Arena. Varnarleikur íslenska landsliðsins var frábær frá upphafi og að baki varnarinnar var Viktor Gísli Hallgrímsson magnaður. Frammistaða...
„Eftir tap fyrir tveimur mjög sterkum liðum þá var stefnan allan tímann að vinna Kúbu og það tókst. Við vorum með leikinn í okkar höndum frá upphafi,“ sagði Hafsteinn Óli Ramos Rocha leikmaður landsliðs Grænhöfðaeyja glaður í bragði eftir...
Einar Þorsteinn Ólafsson verður í fyrsta sinn í leikmannahópi Íslands í kvöld þegar landsliðið mætir Slóvenum í þriðja og síðasta leik sínum í G-riðli heimsmeistaramótsins í handknattleik. Sveinn Jóhannsson verður þar með utan liðs í stað Einars Þorsteins. Haukur...
Snorri Steinn Guðjónsson segir hafa ásamt samstarfsmönnum sínum í þjálfarateymi landsliðsins farið yfir fjölda leikja með Slóvenum frá síðustu mánuðum til þess að búa sig og landsliðið sem best undir viðureignina í kvöld.
„Á því hefur verið full þörf vegna...
„Þeir eru gríðarlega góðir og hafa leikið mjög vel á síðustu mótum, taktískt góðir og með flottann mannskap,“ segir Elvar Örn Jónsson landsliðsmaður í handknattleik um andstæðinga íslenska landsliðsins í lokaleik riðlakeppni heimsmeistaramótsins í kvöld, landslið Slóvena.
Viðureign Íslands og...
Unglingalandsliðsmaðurinn Garðar Ingi Sindrason hefur skrifað undir nýjan samning við FH sem gildir út tímabilið sem lýkur vorið 2027. Garðar Ingi, sem er fæddur árið 2007, er uppalinn FH-ingur.Garðar Ingi er vinstri skytta. Hann hefur átt fast sæti í...
„Ég er heilt yfir ánægður. Ég hef nýtt mín tækifæri vel og hefur farið af stað af krafti,“ segir Orri Freyr Þorkelsson landsliðsmaður í handknattleik. Hann verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu í kvöld gegn Slóvenum í úrslitaleik um...
Valur og Haukar geta dregist saman á morgun þegar dregið verður í átta liða úrslit Evrópubikarkeppni kvenna í handknattleik. Sextán liða úrslitum lauk um nýliðna helgi. Auk Hauka og Vals standa eftir tvö lið frá Tékklandi, eitt spænskt, eitt...
Dagur Sigurðsson landsliðsþjálfari Króata staðfesti í samtali við Vísir í gærkvöld að Luka Cindrić taki ekki þátt í fleiri leikjum með króatíska landsliðinu á HM vegna meiðsla. Cindrić, sem er einnig samherji Arons Pálmarssonar og Bjarka Más Elíssonar hjá...
Handknattleikssamband Norður Makedóníu verður sektað vegna óspekta stuðningsmanna karlalandsliðsins á viðureign Hollands og Norður Makedóníu í annarri umferð riðlakeppni heimsmeistaramótsins í handknattleik í Varaždin í Króatíu á föstudaginn. Smáhlutum var kastað í og að leikmönnum hollenska landsliðsins auk þessm...
Valur2 lagði Víking, 28:25, í Grill 66-deild kvenna í handknattleik í N1-höllinni á Hlíðarenda í kvöld í síðasta leik 11. umferðar. Valsliðið var fimm mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik og hafði reyndar undirtökin nær allan leikinn. Í gærkvöld...