Hornamaðurinn Jakob Martin Ásgeirsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild FH. Jakob Martin hefur verið í stóru hlutverki, jafnt í vörn í sókn hjá FH-liðinu auk þess að vera frár á fæti og fyrir vikið góður...
Víkingur hefur samið við fjóra nýja leikmenn til að styrkja lið sitt fyrir átökin í Grill 66-deild karla á næstu leiktíð eftir því sem fram kemur í tilkynningu handknattleiksdeildar félagsins í dag. Ásgeir Snær Vignisson, Egill Már Hjartarson, Kristján...
Íslenska landsliðið í handknattleik gerði jafntefli við Egypta, 20:20, á heimsmeistaramóti 18 ára landsliða kvenna Chuzhou í Kína í dag. Staðan var jöfn, 11:11, eftir fyrri hálfleik. Um var að ræða fyrri viðureign íslenska liðsins í milliriðlakeppninni. Sú síðari...
Hér fyrir neðan er beint streymi frá viðureign Íslands og Egyptalands í fyrri umferð milliriðlakeppni heimsmeistaramóts 18 ára landsliða kvenna í handknattleik í Chuzhou í Kína. Leikurinn hefst klukkan 10.
https://www.youtube.com/watch?v=ae-3Xqr45aE
Ragnarsmótið í handknattleik hefst í Sethöllinni á Selfossi í kvöld og verður þetta í 36. árið í röð sem félagið stendur fyrir mótinu. Í kvöld hefst keppni í karlaflokki en á þriðjudaginn í næstu viku verður blásið til leiks...
Kristján Örn Kristjánsson, Donni, skoraði fimm mörk fyrir Skanderborg AGF þegar liðið gerði sér lítið fyrir og vann þýsku meistarana SC Magdeburg í þriðju og síðustu umferð æfingamóts í Eisenach í Þýskalandi í gær, 37:33. Áður hafði Skanderborg tapað...
Svíar eru Evrópumeistarar í handknattleik karla, skipað leikmönnum 18 ára og yngri. Þeir unnu Dani, 37:36, eftir framlengdan úrslitaleik í Bemax Arena í Podgorica í Svartfjallalandi í kvöld. Staðan var jöfn að loknum hefðbundnum leiktíma, 29:29. Sænska liðið var...
Dagur Árni Heimisson, handknattleiksmaður úr KA, er í úrvalsliði Evrópumóts 18 ára landsliða karla í handknattleik sem lauk í Podgorica í Svartfjallalandi í kvöld með sigri Svía á Dönum í framlengdum úrslitaleik, 37:36. Í mótslok var úrvalslið mótsins tilkynnt...
„Íþróttir eru ekki alltaf sanngjarnar, þetta er gremjuleg niðurstaða,“ sagði Heimir Ríkarðsson annar þjálfari 18 ára landsliðsins í handknattleik karla þegar handbolti.is sló á þráðinn til hans eftir að íslenska liðið tapað fyrir Ungverjum eftir framlengdan leik um bronsið...
Milliriðlakeppni Evrópumóts 18 ára landsliða karla í handknattleik í Podgorica í Svartfjallalandi stendur yfir frá mánudeginum 12. til og með fimmtudeginum 15. ágúst. Eftir það tekur við krossspil, föstudaginn 16. ágúst og loks leikir um sæti 17. og 18....
Bronsverðlaunin á Evrópumótinu í handknattleik gengu piltunum í 18 ára landsliði Íslands úr greipum í úrslitaleiknum við Ungverja í dag. Eftir framlengdan leik voru það ungversku piltarnir sem hrósuðu sigri, 36:34, eftir að hafa verið undir nær allan leikinn....
„Undirbúningur fyrir næsta leik hófst fljótlega eftir viðureignina við Gambíu. Við mætum Egyptum og Rúmenum í milliriðli og búum okkur undir hörkuleiki,“ sagði Rakel Dögg Bragadóttir þjálfari 18 ára landsliðs kvenna sem tekur þátt í HM í Kína. Frídagur...
„Auðvitað var markmiðið að ná sem lengst í mótinu en þetta er draumur að eiga möguleika á að vinna verðlaun á EM,“ segir Antoine Óskar Pantano fyrirliði 18 ára landsliðsins í handknattleik karla í samtali við handbolta.is. Landsliðið leikur...
Jóhanna Margrét Sigurðardóttir skoraði fimm mörk fyrir Kristianstad HK í gær þegar liðið vann HF Karlskrona, 35:27, á heimavelli í fyrstu umferð riðlakeppni sænsku bikarkeppninnar í handknattleik. Svíar hefja bikarkeppnina snemma á tímabilinu og grisja þar með talsvert út...
„Ungverjar eru með massíft lið, ekki síst varnarlega,“ segir Heimir Ríkarðsson annar þjálfara 18 ára landsliðs karla í handknattleik sem mætir Ungverjum í leiknum um bronsverðlaun á Evrópumeistaramótinu í Podgorica í Svartfjallalandi klukkan 15 í dag.
„Við verðum að eiga...