Sara Dögg Hjaltadóttir og samherjar hennar í Gjerpen HK Skien halda efsta sæti norsku 1. deildarinnar í handknattleik eftir sigur á Levanger í Trønderhallen í Þrándheimi í dag, 20:14. Sara Dögg skoraði fjögur mörk í leiknum, þar af eitt...
Leikmenn ÍBV fóru hressilega af stað í fyrsta leik sínum í Olísdeild karla í handknattleik á þessu ári er þeir tóku á móti Íslands- og bikarmeisturum Vals í Vestmannaeyjum. Valsmenn hefðu með sigri komist upp að hlið FH og...
FH heldur sínu striki í Grill66-deild kvenna í handknattleik. Í dag lentu FH-ingar í kröppum dans gegn ungmennaliði HK í Kórnum en tókst að vinna með minnsta mun, 29:28, eftir að hafa verið fjórum mörkum yfir í hálfleik, 17:13.FH...
Ekkert fararsnið er á Roland Eradze frá Úkraínu en hann er einn nokkurra Íslendinga sem býr í Úkraínu um þessar mundir. Roland er í borginni Zaporizhia í suðurhluta landsins. Þar vinnur hann sem þjálfari hjá handknattleiksliðinu Motor sem er...
Fjórir leikir verða á dagskrá í Olísdeild karla í dag og annar eins fjöldi leikja er áformaður í Grill66-deild kvenna. Til viðbótar leikur ÍBV öðru sinni gegn Costa del Sol Málaga í átta liða úrslitum Evrópubikarkeppni kvenna í handknattleik.ÍBV,...
Díana Dögg Magnúsdóttir, landsliðskona í handknattleik og stöllur hennar í þýska 1. deildarliðinu BSV Sachsen Zwickau mættu til leiks í gær á nýjan leik eftir þriggja vikna fjarveru frá kappleikjum eftir að kórónuveiran stakk sér niður í herbúðir liðsins...
Handknattleiksmaðurinn Örn Vésteinsson Östenberg samdi á föstudaginn við þýska 2. deildarliðið TV Emsdetten og lék sinn fyrsta leik með liðinu á heimavelli í gærkvöld þegar það gerði jafntefli við Elbflorenz, 28:28. Örn er annar Íslendingurinn í herbúðum liðsins á...
Grétar Ari Guðjónsson og samherjar í franska liðinu Nice komust upp í sjötta sæti 2. deildar í gærkvöld með naumum og sætum sigri á Strasbourg, 24:23, á útivelli. Grétar Ari varði níu skot í marki Nice, 30%, þann tíma...
Stutt er oft á milli hláturs og gráts í spennadi íþróttakappleikjum og það fengu Anton Rúnarsson og félagar í TV Emsdetten að reyna í kvöld er þeir mættu Elbflorenz á heimavelli.Sex sekúndum fyrir leikslok skoraði Anton Rúnarsson 28. mark...
Fjórir leikir fóru fram í þýsku 1. deildinni í handknattleik í kvöld og komu íslenskir handknattleiksmenn við sögu í þeim öllum. Úrslit leikjanna voru sem hér segir:Flensburg - Hannover-Burgdorf 30:20.Teitur Örn Einarsson kom lítið við sögu að þessu sinni...
Íslendingaliðið Neistin komst í kvöld í úrslit í færeysku bikarkeppninni í handknattleik karla annað ári í röð. Neistin vann þá dramatískan sigur, 27:26, í KÍF í síðari leik liðanna sem fram fór í íþróttahúsinu í Kollafirði. Ágúst Ingi Óskarsson...
Fram heldur sínu striki í efsta sæti í Olísdeild kvenna en í kvöld vann liðið Hauka á Ásvöllum, 24:23, í hörkuleik. Haukar voru tveimur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 15:13. Lið Hauka situr þar með í fjórða sæti...
Hörður á Ísafirði hleypti aukinni spennu í toppbaráttu Grill66-deildar karla í handknattleik er þeir unnu efsta lið deildarinnar, ÍR, með þriggja marka mun, 30:27, í íþróttahúsinu Torfnesi við Ísafjörð. Hörður var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 17:15. Þetta er...
Íslands- og bikarmeistarar KA/Þórs sóttu tvö stig með kærkomnum sigri á Stjörnunni í TM-höllinni í Garðabæ í dag í Olísdeild kvenna í handknattleik, 27:25. Staðan var jöfn, 14:14, eftir fyrri hálfleik en meistararnir voru öflugri þegar á leikinn leið....
ÍBV tapaði með 11 marka mun í fyrri leiknum við spænska liðið Costa del Sol Málaga, 34:23, á Spáni í kvöld en um var að ræða fyrri viðureignina í átta liða úrslitum Evrópubikarkeppninnar í handknattleik kvenna. Heimaliðið var sjö...