Stórskyttan Teitur Örn Einarsson heldur áfram að þenja út netsmöskvana á handknattleiksvöllum Evrópu. Hann skoraði til að mynda þrjú mörk fyrir Flensburg þegar liðið tapaði fyrir Barcelona í síðari viðureign liðanna í Meistaradeild Evrópu á fimmtudagskvöld. Flensburg tapaði leiknum...
Önnur úrslitaviðureign ÍBV og Vals um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik karla verður í Vestmannaeyjum í dag. Flautað verður til leiks í íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum klukkan 16.
Reikna má með fjölmenni á leiknum og hörkustemningu. Eyjamenn láta sig aldrei vanta þegar úrslitaleikir...
Viktor Gísli Hallgrímsson var valinn í úrvalslið fimmtu og næst síðustu umferðar átta liða úrslita dönsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik. Viktor Gísli fór á kostum í marki GOG á dögunum þegar liðið vann Ribe-Esbjerg, 33:29, á heimavelli. Lokaumferð átta liða úrslita...
Bjarni Ófeigur Valdimarsson og samherjar hans í IFK Skövde náðu í dag að jafna metin við Ystad í rimmu liðanna um sænska meistaratitilinn í handknattleik. Skövde vann eftir framlengdan leik sem fram fór í Ystad, 34:29. Jafnt var eftir...
Valur varð í kvöld Íslandsmeistari í 3. flokki karla í handknattleik. Valur vann Hauka í hörku úrslitaleik að Varmá í Mosfellsbæ, 34:32, eftir að hafa verið marki yfir að loknum fyrri hálfleik.
Valsmenn voru lengst af með frumkvæðið í viðureigninni....
Díana Dögg Magnúsdóttir og samherjar hennar í BSV Sachsen Zwickau tryggðu sér í dag sæti í umspili um keppnisrétt í 1. deildinni í lokaumferð deildarinnar í dag. BSV Sachsen Zwickau vann Oldenburg á útivelli með sjö marka mun, 29:22,...
HK hrósaði sigri í 3. flokki kvenna eftir sigur á Haukum í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik að Varmá í Mosfellsbæ í dag, 31:25. Haukar, sem eru bikarmeistarar í þessum aldursflokki, voru með tveggja marka forskot, 14:12, að loknum...
KA er Íslandsmeistari í handknattleik karla í 4. flokki, eldra ár. KA vann Aftureldingu, 24:21, í úrslitaleik að Varmá í Mosfellsbæ í dag eftir að hafa verið þremur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik.
Norðanpiltar voru með yfirhöndina í leiknum...
Fram vann örugglega úrslitaleikinn við Val um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik kvenna í í 4. aldursflokki í dag þegar leikið var að Varmá í Mosfellsbæ. Framliðið skoraði 20 mörk en Valur 13. Staðan að loknum fyrri hálfleik var 8:3, Fram...
ÍR varð í dag Íslandsmeistari í 4. flokki karla, yngra ári, þegar leikið var til úrslita við KA í íþróttahúsinu að Varmá í Mosfellsbæ. Sigur ÍR-inga var nokkuð öruggur. Sjö mörk skildi liðin að þegar upp var staðið, 26:19....
„Ég hef tekið þá ákvörðun að hætta með liðið og tilkynnti stjórninni það á fimmtudaginn,“ segir Kristinn Björgúlfsson í samtali við handbolta.is. Kristinn hefur þjálfað karlalið ÍR síðustu tvö ár. Það kemur í hlut annars að stýra ÍR-liðinu í...
„Mjög ánægður með sigur í fyrst leik enda er alltaf betra að vinna leiki en tapa,“ sagði Stefán Arnarson þjálfari deildarmeistara Fram í handknattleik kvenna eftir nauman sigur á Val í fyrsta úrslitaleik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik í...
„Að þessu sinni féll sigurinn Fram meginn í frábærum handboltaleik tveggja frábærra liða,“ sagði Sara Sif Helgadóttir, markvörður Vals, sem átti stórleik í fyrsta úrslitaleik Fram og Vals um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik kvenna í Framhúsinu í gærkvöld. Sara Sif...
Úrslitaleikir Íslandsmótsins í handknattleik í þriðja og fjórða aldursflokki kvenna og karla fara fram í dag í íþróttahúsinu að Varmá í Mosfellsbæ. Flautað verður til leiks klukkan 11. Ráðgert er að síðasti leikurinn hefjist klukkan 17.15.
Stuðningsmenn liðanna og aðrir...
Kristján Örn Kristjánsson, Donni, skoraði fjögur mörk fyrir PAUC þegar liðið vann Istres, 39:29, á heimavelli í frönsku 1. deildinni í handknattleik í gærkvöld. PAUC er áfram í þriðja sæti þegar fjórar umferðir eru eftir, stigi á eftir Nantes....