Flautað verður til leiks í Grill66-deildum karla og kvenna föstudaginn 17. og sunnudaginn 19. september samkvæmt drögum að leikjadagskrá sem Handknattleikssambands Íslands sendi út til aðildarfélaga sinna í dag.Tíu lið leika í Grill66-deild karla á næsta keppnistímabili eins og...
Elvar Otri Hjálmarsson hefur framlengt samning sinn við handknattleiksdeild Fjölnis til næstu tveggja ára.Elvar Otri sem fæddur er árið 2000 er uppalinn Fjölnismaður og spilar sem leikstjórnandi. Hann var meðal annars markahæsti leikmaður liðsins á síðasta tímabili með 86...
Alls er skráð til leiks 32 karlalið og 20 kvennalið frá 18 félögum í Íslandsmótinu í handknattleik keppnistímabilið 2021/2022 en lokað hefur verið fyrir skráningu eftir því sem Handknattleikssamband Íslands greinir frá.Í karlaflokki verður því leikið í þrem deildum....
Fannar Þór Friðgeirsson lék sinn síðasta leik fyrir ÍBV á föstudaginn þegar liðið vann Val í undanúrslitum Íslandsmótsins í handknattleik karla í Origohöllinni. Sigurinn nægði ekki til þess að fleyta ÍBV í úrslit Íslandsmótsins. Fannar kom til ÍBV fyrir...
Markvörðurinn Axel Hreinn Hilmisson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Fjölni. Axel er tvítugur markmaður sem hefur leikið upp alla yngri flokka félagsins og var meðal annars lykilmaður í 3. flokki sem varð Íslands- og bikarmeistari fyrir...
Skyttan og leikstjórnandinn Björgvin Páll Rúnarsson hefur ákveðið að snúa til baka í Fjölni eftir að hafa leikið með ÍR í Olísdeildinni á síðasta ári.Björgvin Páll þekkir vel til hjá Fjölni. Hann lék upp yngri flokka liðsins og...
Meistaraflokkar karla og kvenna hjá ÍR héldu lokahóf sitt í gærkvöldi. Þar voru veittar viðurkenningar til leikmanna beggja flokka eftir tímabilið auk þess sem leikmenn, þjálfarar, makar og velunnarar gerðu sér glaðan dag eftir langt og strangt keppnistímabil.Í meistaraflokki...
Daði Laxdal Gautason, leikmaður Kríu og einn forsvarsmanna félagsins, segir í samtali við RÚV í dag að óvíst sé hvort Kría taki sæti í Olísdeild á næstu leiktíð, eða úrvalsdeild eins og segir í fréttinni. Kría vann sér í...
„Mér er hreinlega orðavant. Ég veit ekki hvað ég að segja eftir allt saman,“ sagði Lárus Gunnarsson, þjálfari Kríu, við handbolta.is í gærkvöld eftir að liðið tryggði sér sæti í Olísdeild karla á næstu leiktíð. Kría vann þá Víking...
Hlaðvarpsþátturinn Handboltinn okkar var á ferðinni í gærkvöld þar sem að umsjónarmenn þáttarins fjölluðu um leikina tvo í 8-liða úrslitum Olísdeildar karla sem fram fóru auk þess að taka fyrir leik Kríu og Víkinga í leik um sæti í...
Kría leikur í Olísdeild karla í handknattleik karla á næstu leiktíð. Kría vann Víking öðru sinni í úrslitum umspilsins um sæti í Olísdeildinni í Hertzhöllinni á Seltjarnarnesi í kvöld, 20:17, og fylgir þar með HK eftir upp í deild...
Síðari leikir átta liða úrslita Olísdeildar karla fara fram í kvöld þegar Valur sækir KA-menn heim í KA-heimilið og Stjarnan tekur á móti liði Selfoss í TM-höllinni í Garðabæ. Liðin mætast öðru sinni á föstudaginn.Í kvöld leiða einnig saman...
Strákarnir í hlaðvarpsþættinum Handboltinn okkar gáfu út sinn 62. þátt í dag og umsjónarmenn þáttarins að þessu sinni voru þeir Jói Lange, Gestur Guðrúnarson og Arnar Gunnarsson. Þeir byrjuðu á því í þessum þætti að fara yfir oddaleik KA/Þórs...
„Því miður þá voru þetta einstaklingar í Víkingi sem mættu liðsmönnum Kríu. Við vorum undir í öllum þáttum leiksins og verðum virkilega að skoða hvernig við undirbúum okkur og mætum til leiks því þetta var engan veginn ásættanlegt,“ sagði...
Sigurður Ingiberg Ólafsson, markvörður Kríu, fór á kostum þegar Kría vann Víking, 32:25, fyrsta leik liðanna í umspili um sæti í Olísdeild karla í handknattleik í Víkinni í dag. Hann varði 22 skot, þar af þrjú vítaköst, og lagði...