Áfram verður haldið á Ragnarsmóti kvenna í handknattleik í Iðu á Selfossi í kvöld. Leikir annarrar umferðar fara þá fram.
Kl. 18.30 Selfoss - HK.Kl. 20.15 Grótta - Afturelding.
Úrslit fyrstu umferðar á mánudaginn:Selfoss - Afturelding 26:25.HK - Grótta 28:20.
Hér er...
Örn Þrastarson hefur verið ráðinn íþróttastjóri handknattleiksdeildar Umf. Selfoss. Staða íþróttastjóra er ný innan deildarinnar og tekur yfir allt faglegt starf hennar ásamt yfirumsjón með þjálfun yngri flokka félagsins og stjórn handknattleiksakademíu deildarinnar. Starfið var auglýst í vor og bárust...
Teitur Örn Einarsson skoraði eitt mark þegar IFK Kristianstad vann Hammarby, 27:22 í riðli sex í 32 liða úrslitum sænsku bikarkeppninnar í handknattleik í gærkvöld. Hammarby var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 17:15. IFK Kristianstad hefur unnið einn leik...
HK og Selfoss fögnuðu sigri í fyrstu umferð Ragnarsmótsins í handknattleik kvenna í Iðu á Selfossi í kvöld. HK vann öruggan sigur á Gróttu, 28:20, eftir að hafa gert út um leikinn í fyrri hálfleik. Þá hafði Kópavogsliðið mikla...
Ragnarsmótinu í handknattleik karla á Selfossi lauk á laugardaginn og í kvöld hefst keppni í kvennaflokki á mótinu. Fjögur lið taka þátt að þessu sinni, Olísdeildarliðin Afturelding og HK og Grótta og Selfoss sem eiga sæti í Grill66-deildinni á...
Drengirnir í hlaðvarpsþættinum Handboltinn okkar gáfu út nýjan þátt í dag en umsjónarmenn þáttarins að þessu sinni voru þeir Gestur, Arnar og Kristinn. Umræðuefni þáttarins var meðal annars 8 liða úrvalsdeild en þeir félagar eru á sama máli að...
Kórdrengir fá ósk sína uppfyllta um að leika í Grill66-deild karla í handknattleik á komandi keppnistímabili. Stjórn Handknattleikssambands Íslands hefur samþykkt tillögu mótanefndar um breytingu á Grill 66 deild karla þess efnis að lið Kórdrengja og Berserkja taki sæti...
Að sögn Arnórs Ásgeirssonar er enginn fótur fyrir orðrómi um að handknattleiksliðið Vængir Júpíters hætti við þátttöku í Grill66-deild karla á komandi keppnistímabili. Engan bilbug er að finna á Vængjunum að sögn Arnórs sem hefur ekki hugmynd af hvaða...
Íþróttafélagið Kórdrengir sækir fast að fá að taka sæti í Grill66-deild karla í handknattleik á komandi leiktíð. Hinrik Geir forsvarsmaður handknattleiksliðs Kórdrengja staðfestir þá ætlan við handbolta.is í dag. Segist hann vænta svars frá Handknattleikssambandi Íslands fljótlega.
Fordæmi fyrir að...
Hreiðar Levý Guðmundsson fyrrverandi landsliðsmarkvörður og atvinnumaður í handknattleik um árabil hefur verið ráðinn sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna hjá ÍR ásamt því að verða markmannsþjálfari ÍR. Mun Hreiðar þar með koma í þjálfarateymi bæði meistaraflokks karla og kvenna. Þetta...
Norður Makedóníumaðurinn Stevce Alusovski er mættur til starfa hjá Þór Akureyri. Í gær hitti hann leikmenn karlaliðsins, stjórn deildarinnar og unglingaráð, eftir því sem fram kemur á heimsíðu Þórs. Alusovski tekur til óspilltra málanna í dag og stýrir sinni...
Árni Rúnar Jóhannesson var í gær kjörinn formaður handknattleiksdeildar Þórs á Akureyri á framhaldsaðalfundi deildarinnar sem efnt var til í þeim eina tilgangi að kjósa nýja stjórn. Aðalfundur deildarinnar var annars í mars en kjöri til stjórnar þá slegið...
Nokkuð hefur verið um félagaskipti í handknattleik hér á landi síðustu vikur. Eins hefur verið greint frá skiptum leikmanna á milli landa. Nú þegar íslensk félagslið hafa hafið æfingar eitt af öðru til undirbúnings er ekki úr vegi að...
Leikhléið, nýr hlaðvarpsþáttur um handknattleik hóf göngu sína á dögunum. Umsjónarmenn eru Gunnar Valur Arason, Andri Heimir Friðriksson og Sigurjón Friðbjörn Björnsson. Um verslunarmannahelgina fór fyrsti þátturinn í loftið þar sem fjalla var um Olísdeild karla og Grill66-deild karla.
Nú...
Strákarnir í hlaðvarpsþættinum Handboltinn okkar skelltu sér í stúdíóið sitt og tóku upp sinn fyrsta þátt á nýju tímabili. Að þessu sinni kynntu þeir félagar nýjan félaga í hópinn en Kristinn Guðmundsson nú þjálfari í Færeyjum verður með þeim...