Afturelding endurheimti sæti sitt í Olísdeild kvenna í handknattleik í dag eftir eins árs veru í Grill 66-deildinni. Afturelding lagði Fjölni-Fylkir, 23:21, í Fylkishöllinni í næst síðustu umferð deildarkeppninnar. Afturelding er í þriðja sæti deildarinnar en fyrir ofan eru...
Íslenska landsliðið í handknattleik leikur lokaleik sinn í 4. riðli undankeppni Evrópumótsins í handknattleik karla í dag þegar það mætir ísraelska landsliðinu í Schenkerhöllinni á Ásvöllum í Hafnarfirði. Flautað verður til leiks klukkan 16. Íslenska landsliðið er með öruggt...
Ungmennalið Selfoss hefur ekki lagt árar í bát í Grill 66-deild karla. Síður en svo. Það undirstrikuðu leikmenn liðsins í dag þegar þeir unnu liðsmenn Kríu örugglega í Hleðsluhöllinni á Selfossi með sex marka mun, 34:28, eftir að hafa...
Venslaliðin Fjölnir og Vængir Júpiters áttust við í Grill 66-deild karla á heimavelli sínum í dag og fóru Fjölnismenn með auðveldan sigur í viðureigninni, 37:26, og treystu þar með stöðu sína í fjórða sæti deildarinnar með 17 stig. Fjölnir...
Símon Michael Guðjónsson fór á kostum og skoraði 10 mörk fyrir HK í kvöld þegar liðið vann Hörð frá Ísafirði með 24 marka mun, 38:14, í Grill 66-deildinni í handknattleik karla í Kórnum í Kópavogi í lokaleik 15. umferðar....
Leikmenn ungmennaliða Hauka og Vals voru ekki að hlífa netmöskvunum í dag þegar þeir mættust í leik í Schenkerhöllinni á Ásvöllum í Hafnarfirði í Grill 66-deild karla. Alls voru gerð 73 mörk, þar af skoruðu leikmenn ungmennaliðs Hauka 39....
Botnlið Grill 66-deildar karla í handknattleik, ungmennaliði Fram, tókst að velgja öðru af tveimur efstu liðum deildarinnar, Víkingi, undir uggum í Víkinni í dag. Þó ekki nægilega mikið til að krækja í stig. Víkingar hrósuðu happi og þriggja marka...
Næst síðasta umferð Olísdeildar kvenna í handknattleik fer fram í dag með fjórum leikjum sem hefjast allir á sama tíma. KA/Þór og Fram eru efst með 18 stig hvort lið fyrir leiki dagsins. KA/Þór leikur síðasta heimaleik sinn í...
„Við verðum að læra að þessu en því miður er þetta í fjórða eða fimmta skiptið á keppnistímabilinu sem við töpum niður góðri forystu í síðari hálfleik eftir að hafa verið yfir í hálfleik,“ sagði Guðmundur Rúnar Guðmundsson, þjálfari...
„Við vorum að spila langt undir pari í fyrri hálfleik og Fjölnir með verðskuldaða forystu. Það var eins og við værum ekki mættir til leiks,“ sagði Jón Gunnlaugur Viggósson, þjálfari Víkings, eftir nauman sigur á Fjölni, 25:24, í Grill...
Ungmennalið Vals vann öruggan sigur á ungmennaliði Fram í Safamýrinni í kvöld í viðureign liðanna í Grill 66-deild karla. 26:19 eftir að hafa verið með tveggja marka forskot í hálfleik, 14:12.Á sama tíma gerði ungmennalið Hauka góða ferð...
Leikmenn Kríu voru toppliði HK ekki mikil fyrirstaða í kvöld er liðin leiddu saman hesta sína í Hertzhöllinni í 14. umferð Grill 66-deildar. Eftir jafnan fyrri hálfleik voru HK-ingar talsvert sterkari í síðari hálfleik og unnu með níu marka...
Víkingum tókst á ótrúlegan hátt að knýja fram sigur í viðureign sinni við Fjölni í Grill 66-deild karla í handknattleik í Víkinni í kvöld. Þeir voru fimm mörkum undir í hálfleik, 14:9, og tveimur mönnum færri síðustu mínútuna og...
Grótta treysti stöðu sína í fjórða sæti Grill 66-deildar kvenna með öruggum sigri á Fylki/Fjölni, 30:19, í Hertzhöllinni á Seltjarnarnesi. Heimaliðið var fjórum mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 14:10.Grótta hóf leikinn af krafti og náði yfirhöndinni snemma leiks...
Leikmenn Grill 66-deildar karla í handknattleik verða í eldlínunni í kvöld þegar fjórir síðustu leikir 14. umferðar fara fram. Umferðin hófst í gær með heimsókn ungmennaliðs Selfoss í Dalshús þar sem leikmenn Vængja Júpiters reyndu að verja vígi sitt...