Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði á upplýsingafundi Almannavarna skömmu fyrir hádegið í dag að ekki sé mikið svigrúm til að slaka á núverandi sóttvarnareglum. Af þessu orðum má ráða að ósennilegt er að heimilt verði að hefja íþróttaæfingar á...
Í erfiðleikum síðustu mánaða í rekstri handknattleiksdeilda, sem þyngdist verulega þegar kórónuveiran stakk sér niður hér á landi snemma árs og hætta varð keppni á Íslandsmótinu, var strax hafist handa við að skera niður. Ekki bara í kostnaði við...
Handknattleiksfólk hér á landi hefur orðið á vegi kórónuveirunnar síðustu daga eins og margir aðrir. Að minnsta kosti eru leikmenn þriggja liða í einangrun um þessar mundir eftir að hafa smitast, samkvæmt því sem handbolti.is kemst næst.Fimm leikmenn...
Líklegt má telja að núverandi aðgerðir í sóttvörnum á höfuðborgarsvæðinu verði framlengdar eftir 19. október þegar núverandi reglur renna út. Þetta kom fram í samtali við Þórólf Guðnason, sóttvarnalækni, á vísi.is í dag.Af þessu leiðir að vikur geta liðið...
Nær allir formenn þeirra handknattleiksdeilda sem handbolti.is hefur heyrt í síðustu daga vegna þeirrar stöðu sem komin er upp í rekstri deildanna í kjölfar innrásar kórónuveirunnar hafa skorið hressilega niður kostnað í rekstrinum frá síðasta tímabili. Eins...
Áhrif kórónuveurunnar hefur haft gríðarleg áhrif á rekstur handknattleiksdeilda félaga á landinu. Hafa tekjur sumra þeirra fallið um allt að 60-70% frá því mars. Þetta kom fram í samtölum sem handbolti.is átti við formenn nokkurra handknattleikleiksdeilda sem eiga...
Jón Gunnlaugur Viggósson tók við þjálfun meistraraflokksliðs Víkings í karlaflokki í sumar. Liðið hefur farið ágætlega af stað í Grill 66-deildinni, unnið tvo leiki en tapað einum. Hann segir í samtali við handbolta.is að menn verði að vera raunhæfir þegar...
Vegna hertra aðgerða til að sporna við útbreiðslu Covid-19 og tilmæla sóttvarnarlæknis og Almannavarna um að gert verði hlé á íþróttastarfi ákvað stjórn HSÍ á fundi sínum í dag að fresta mótahaldi í öllum aldursflokkum til og með 19....
Vegna hertra sóttvarnarreglna heilbrigðisráðherra hefur leikjum Þórs og KA annarsvegar og ÍBV 2 og Vængja Júpiters hins vegar í fyrstu umferð Coca-Cola bikars karla í handknattleik, sem til stóð að færu fram í kvöld á Akureyri og í...
Æfingar fullorðinna og keppni í handknattleik verður óheimil á höfuðborgarsvæðinu frá og með miðnætti til og með 19. október. Fimmtán og ára og yngri mega stunda æfingar. Þetta er meðal þess sem kemur fram í reglugerð sem Svandís Svavarsdóttir...
„Við fórum bara vítt og breitt yfir sviðið og fórum yfir þá stöðu sem upp er komin. Hinsvegar voru engar ákvarðanir teknar á fundinum. Okkur þótti best að bíða og sjá hvað stendur í reglugerð heilbrigðisráðherra sem verður væntanlega...
Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir, hefur mælt með í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra að íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu geri hlé á æfingum og keppni næstu tvær vikur. Þórólfur greindi frá þessu á fundi Almannavarna sem stendur yfir.Sennilegt má telja að reglugerð...
Framhald Íslandsmótsins í handknattleik verður ákveðið á formannafundi Handknattleikssambands Íslands sem hefst klukkan 17 í dag. Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, staðfesti þetta í samtali við handbolta.is.Til stóð að formannafundur yrði haldinn í hádeginu í dag en í...
Handknattleikslið Kríu hefur sent frá sér yfirlýsingu um að liðið hafi ákveðið að gera hlé á æfingum frá og með deginum í dag í ljósi vaxandi útbreiðslu kórónuveirunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þráðurinn verður tekinn upp þegar ástandið batnar.Forráðamenn Kríu...
Flest bendir til þess að æfingar og keppni í handknattleik falli niður næstu tvær vikur hið minnsta, ef marka má viðtal við Víði Reynisson yfirlögregluþjón í hádegisfréttum Bylgjunnar fyrir stundu.Þar sagði Víðir að í undirbúningi væru tillögur...