Danmörk og Ísland mætast í undanúrslitaleik Evrópumóts karla í handknattleik í Jyske Bank Boxen í Herning í Danmörku klukkan 19.30.
Handbolti.is fylgist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.
Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari, hefur valið þá 16 leikmenn sem munu taka þátt í undanúrslitaleiknum við Dani á Evrópumótinu í handknattleik karla í Jyske Bank Boxen í Herning í klukkan 19.30. Hann hefur ákveðið að tefla fram sömu leikmönnum...
Leikið verður til undanúrslita og úrslita á Evrópumóti karla í handknattleik í Jyske Bank Boxen í Herning á föstudag og sunnudag. Einnig verður leikið um fimmta sæti mótsins sem þjónar e.t.v. ekki miklum tilgangi þótt það sé gert þar...
„Það eru forréttindi og gaman að vera komnir í þessa stöðu og við verðum að njóta þess,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari í handknattleik spurður út í undanúrslitaleikinn við fjórfalda heimsmeistara Danmerkur í undanúrslitum Evrópumóts karla á þeirra heimavelli...
Íslenska landsliðið í handknattleik náði einni léttri æfingu í Jyske Bank Boxen í Herning síðdegis í gær fyrir stórleikinn við Dani í undanúrslitum Evrópumótsins í kvöld.
Hafliði Breiðfjörð ljósmyndari fékk að líta inn á fyrstu mínútur æfingarinnar og náði m.a....
Íslenska landsliðið í handknattleik karla leikur í kvöld í þriðja sinn í undanúrslitum Evrópumóts karla í handknattleik. Að þessu sinni verður leikið við Dani í Herning en fyrri undanúrslitaleikir voru við Svía og Frakka. Hrein tilviljun ræður því...
Norðmennirnir Lars Jørum og Håvard Kleven fá það vandasama hlutverk að dæma viðureign Danmerkur og Íslands í undanúrslitum Evrópumóts karla í handknattleik í kvöld. Verður þetta annar Norðurlandaslagurinn á mótinu sem Jørum og Kleven dæma. Þeir dæmdu einnig viðureign...
Eftir þrotlausa vinnu stjórnar og starfsfólks skrifstofu HSÍ hefur Sérsveitinni, stuðningsmannasveit íslensku landsliðanna í handbolta, verið tryggðir miðar á úrslitahelgi Evrópumóts karla í handknattleik. HSÍ segir frá þessu í kvöld.
Í tilkynningu frá HSÍ fyrr í dag kom fram að...
Sigvaldi Björn Guðjónsson, fyrirliði Kolstad í Noregi, hefur verið kallaður inn í íslenska landsliðshópinn sem ferðaðist í dag til Herning. Sigvaldi er þegar kominn til móts við hópinn og því klár ef á þarf að halda á morgun í...
Inga Sæland íþróttamálaráðherra verður í stuðningsmannasveit íslenska landsliðsins í handknattleik karla í undanúrslitaleiknum við Dani á Evrópumótinu í handknattleik karla í Jyske Bank Boxen annað kvöld. Samkvæmt upplýsingum handbolta.is er Inga væntanlega til Jótlands á morgun.
Þetta verður annar leikur...
Hörmulega var staðið að flutningi íslenska landsliðsins frá Malmö í Svíþjóð til Herning í Danmörku í morgun. Alltof lítil rúta var send til þess að flytja leikmenn, þjálfara, starfsmenn og farangur sem er gríðarlega mikill. Fór svo að ekki...
„Við erum alveg á fleygiferð í því að reyna að redda Sérsveitinni miðum og það lítur allt út fyrir að það sé að fara að reddast. Það kemur allt í ljós fljótlega. Við erum á fleygiferð og okkur sýnist...
Alls eru fimm leikmenn íslenska karlalandsliðsins á lista Handknattleikssambands Evrópu, EHF, yfir tilnefnda leikmenn sem hægt er að kjósa í úrvalslið Evrópumótsins í Danmörku, Svíþjóð og Noregi.
Hver sem er getur kosið leikmenn í úrvalslið mótsins en þarf að gera...
Meðlimir Sérsveitarinnar, stuðningsmannasveit íslensku landsliðanna í handknattleik, hafa líkt og aðrir íslenskir stuðningsmenn ekki fengið neina miða á leiki karlalandsliðsins fyrir úrslitahelgina á Evrópumótinu í Herning í Danmörku. Handknattleikssamband Íslands reynir nú hvað það getur að útvega Sérsveitinni að...
Ekkert verður hægt að bjóða upp á hópferðir á undanúrslita- og úrslitaleiki Evrópumóts karla í handknattleik í Herning í Danmörku um helgina vegna skorts á miðum á leikina. Uppselt er fyrir nokkru síðan, eftir því sem fram kemur í...