Elísa Elíasdóttir verður utan keppnishópsins í dag þegar íslenska landsliðið hefur þátttöku á heimsmeistaramótinu í handknattleik með viðureign við Þýskaland í Porsche Arena í Stuttgart klukkan 17.
Elísa er meidd í öxl en er sögð á batavegi.
Alls hafa 17 leikmenn...
Fáar þekkja betur til þýska handknattleiksins en Díana Dögg Magnúsdóttir landsliðskona og leikmaður HSG Blomberg-Lippe. Hún hefur leikið í fimm ár í þýsku deildinni og mætt flestum leikmönnum þýska landsliðsins á þeim tíma auk þess sem tveir samherjar hennar...
„Ég er sjúklega spennt fyrir að vera komin hingað til Stuttgart,“ segir leikstjórnandinn Elín Klara Þorkelsdóttir, landsliðskona í handknattleik, sem tekur þátt í heimsmeistaramóti í fyrsta sinn. Hún þreytti frumraun sína á stórmóti á EM í fyrra sem hún...
Arnar Pétursson segir þýska liðið í dag vera nánast skipað sömu leikmönnum og íslenska landsliðið mætti á Evrópumótinu í Innsbruck í Austurríki fyrir ári síðan. „Þetta er öflugt lið með fjölbreytt og mikið vopnabúr,“ segir Arnar andstæðinginn en bætir...
Fáir íslenskir stuðningsmenn verða í Porsche Arena í kvöld þegar landsliðið leikur við þýska landsliðið í upphafsleik heimsmeistaramóts kvenna í handknattleik. Róbert Geir Gíslason framkvæmdastjóri HSÍ segir að hann viti um 25 Íslendinga sem verða á leiknum. Þeim fjölgi...
Margar staðreyndavillur eru um íslenska landsliðið í handknattleik kvenna í tímariti sem þýska handknattleikssambandið gefur út til kynningar á heimsmeistaramótinu og mbl.is segir frá. Sumar þeirra eru skrýtnar.
Villurnar eiga sér skýringar að einhverju leyti í margumræddum 35 kvenna...
Átján konur eru í íslenska landsliðinu sem tekur þátt í heimsmeistaramótinu í Þýskalandi og Hollandi 2025. Helstu upplýsingar um þær er að finna hér fyrir neðan. Fyrsti leikur íslenska landsliðsins verður við Þýskaland miðvikudaginn 26. nóvember kl. 17. Tveimur...
Hér fyrir neðan er leikjadagskrá riðlakeppni heimsmeistaramóts kvenna í handknattleik 2025 sem stendur yfir í Hollandi og Þýskalandi frá 26. nóvember til 14. desember. Dagskráin verður birt daglega og úrslit leikja uppfærð.
Stöðunni í riðlunum verður bætt við eftir að...
Íslenska landsliðið í handknattleik kvenna æfði í Porsche Arena í Stuttgart í dag, rúmum sólarhring áður en liðið mætir þýska landsliðinu í upphafsleik heimsmeistramóts kvenna í handknattleik á morgun klukkan 17.
Uppselt er á leikinn, 6 þúsund áhorfendur verða í...
„Það er gaman að koma inn í þessa flottu keppnishöll og fá aðeins tilfinninguna fyrir þessu,“ segir Lovísa Thompson landsliðskona í handknattleik sem eftir mikla þrautseigju og vinnu er mætt með íslenska landsliðinu á stórmót í fyrsta sinn á...
„Ég er ótrúlega glöð að vera mætt aftur til leiks og spennt fyrir að takast á við stórmót á nýjan leik,“ segir Sandra Erlingsdóttir fyrirliði landsliðsins í handknattleik í samtali við handbolta.is í Porsche Arena í Stuttgart.
Sandra blómstraði með...
„Þetta var langur dagur hjá okkur en aðalatriðið er það að við erum komin til Stuttgart. Vel var tekið á móti okkur og það fer vel um okkur,“ segir Arnar Pétursson landsliðsþjálfari í handknattleik kvenna í samtali við handbolta.is...
„Ég hef verið til taks á síðustu mótum landsliðsins en núna fæ ég að vera með og verð í hlutverki. Ég er bara spennt fyrir komandi dögum,“ segir Sara Sif Helgadóttir, annar markvörður íslenska landsliðsins sem tekur þátt í...
„Fyrir nokkrum dögum reiknaði ég ekki með að vera á leiðinni á HM en það var gaman að þetta þróaðist svona, það er að ég færi með á HM en ekki heim til Íslands í morgun,“ sagði Alexandra Líf...
Arnar Pétursson segist lifa áfram í voninni um að hafa úr 18 leikmönnum að ráða þegar kemur að því að velja þá sextán leikmenn sem taka þátt í fyrsta leik íslenska landsliðsins á heimsmeistaramótinu á miðvikudaginn gegn Þýskalandi. Alexandra...