Nokkrir tugir Íslendinga með Sérsveitina, stuðningsmannasveit landsliðanna í handknattleik, studdu dyggilega við bakið á landsliðinu í leikjum þess í riðlakeppni heimsmeistaramótsins kvenna í Porsche Arena síðustu daga.
Stuðningurinn var íslensku leikmönnunum afar mikilvægur auk þess sem víst er að mörgum...
Íslenska landsliðið í handknattleik kvenna komst í gær í milliriðlakeppni heimsmeistaramótsins í handknattleik. Sigur á Úrúgvæ, 33:19, í Porsche Arena í Stuttgart fleytti íslenska landsliðinu áfram á vit frekari ævintýra á næstu dögum í Westfalenhallen í Dortmund. Framundan þar...
Leiktímar íslenska landsliðsins í milliriðlakeppni heimsmeistaramóts kvenna hafa verið staðfestir. Fyrsti leikurinn gegn Svartfellingum hefst klukkan 17 á þriðjudaginn. Hinar tvær viðureignirnar, á móti Spánverjum og Færeyingum hefjast klukkan 19.30 á fimmtudag og laugardag.
Leikjadagskrá:Þriðjudagur 2. des.: Ísland - Svartfjallaland,...
„Við höfum stefnt að þessu lengi. Markmiðið náðist með mjög góðum leik í dag,“ sagði Arnar Pétursson landsliðsþjálfari í handknattleik kvenna í viðtali við handbolta.is að loknum sigurleiknum á Úrúgvæ, 33:19. Með sigrinum tryggði íslenska liðið sér sæti í...
Hér fyrir neðan er leikjadagskrá riðlakeppni heimsmeistaramóts kvenna í handknattleik 2025 sem stendur yfir í Hollandi og Þýskalandi frá 26. nóvember til 14. desember. Dagskráin verður birt daglega og úrslit leikja uppfærð.
Stöðunni í riðlunum verður bætt við eftir að...
Þórey Anna Ásgeirsdóttir var að vonum glöð þegar handbolti.is hitti hana að máli í dag eftir sigur á Úrúgvæ, 33:19, sem tryggði íslenska landsliðinu sæti í milliriðlakeppni HM eftir að skiplagi heimsmeistaramótsins var breytt árið 2021. Ísland er reyndar...
Íslenska landsliðið mætir Svartfjallalandi í fyrstu umferð milliriðlakeppni heimsmeistaramóts kvenna í handknattleik í Westfalenhallen í Dortmund á þriðjudaginn. Eftir fimm marka tap fyrir Spáni í dag hafnaði Svartfjallalandi í þriðja sæti D-riðils með slökustu markatöluna í innbyrðis leikjum Spánverja,...
„Við vorum grimmar frá fyrstu mínútu eins og nauðsynlegt er í svona leikjum,“ sagði Elín Rósa Magnúsdóttir landsliðskona í handknattleik eftir sigurinn á Úrúgvæ í dag, 33:19. Sigurinn innsiglaði íslenska landsliðinu sæti í milliriðlakeppni HM sem hefst á þriðjudaginn...
„Við höfum náð stóru markmiði með þessum sigri. Við vorum einu marki frá milliriðli á HM fyrir tveimur árum en nú er þetta komið,“ sagði glaðbeitt Katrín Tinna Jensdóttir landsliðskona í viðtali við handbolta.is eftir sigurinn á Úrúgvæ á...
Íslenska landsliðið sigldi örugglega áfram í milliriðlakeppni heimsmeistaramótsins í Þýskalandi með öruggum sigri, 33:19, á landsliði Úrúgvæ í síðustu umferð C-riðils í Porsche Arena í Stuttgart í dag. Íslenska liðið gerði út um leikinn þegar í fyrri hálfleik. Þegar...
Sigurinn á Úrúgvæ á heimsmeistaramóti kvenna í handknattleik í dag, 33:19, er sá fyrsti hjá íslensku landsliði í boltaíþrótt í lokakeppni stórmóts síðan karlalandsliðið í handbolta vann Argentínu í síðasta leik sínum á HM í Króatíu 26. janúar...
Engin breyting verður á leikmannahópi Íslands sem mætir Úrúgvæ í dag frá viðureigninni við Serba í fyrrakvöld á heimsmeistaramóti kvenna í handknattleik. Alexandra Líf Arnarsdóttir og Andrea Jacobsen verða utan hópsins. Andrea var kölluð inn í 18 kvenna hópinn...
Andrea Jacobsen hefur verið skráð til leiks á heimsmeistaramóti kvenna í handknattleik og verður þar af leiðandi gjaldgeng í leikinn við Úrúgvæ í dag. HSÍ tilkynnti þetta fyrir stundu en Andrea meiddist á ökkla fyrir þremur vikum og hefur...
„Þótt Úrúgvæar hafi tapað stórt fyrir Þýskalandi þá er nú margt í lið þeirra spunnið og ljóst að við verðum að koma vel undirbúnar í viðureignina gegn þeim,“ segir Arnar Pétursson landsliðsþjálfari í handknattleik kvenna um andstæðing íslenska landsliðsins...
Úrúgvæ, andstæðingur íslenska landsliðsins í lokaumferð riðlakeppni heimsmeistaramóts kvenna í handknattleik, er að taka þátt í þriðja sinn í lokakeppni HM, alveg eins og Ísland. Úrúgvæ vann sér fyrst þátttöku á HM 1997 sem einnig fór fram í Þýskalandi....