- Auglýsing -
- Auglýsing -

A-landslið karla

- Auglýsing -

Portúgalskir bræður dæma leikinn mikilvæga

Portúgalskir bræður, Daniel Accoto Martins og Roberto Accoto Martins, dæma viðureign Íslands og Slóveníu í síðustu umferð milliriðlakeppni Evrópumóts karla í handknattleik í Malmö Arena í dag. Þeir eiga að flauta til leiks hvorki fyrr né síðar en klukkan...

EM karla 2026 – milliriðlar – leikir, úrslit, staðan, leiktímar

Hér fyrir neðan er leikjadagskrá milliriðlakeppni EM karla í handknattleik 2026. Tólf landslið standa eftir þegar milliriðlakeppnin hefst 22. janúar og skiptast þau í tvo riðla. Úrslit leikjanna verða skráð inn jafnóðum og þeim lýkur, staðan uppfærð, auk þess...

Myndasyrpa: Ísland – Sviss, 38:38

Eins og kom fram fyrr í dag gerði íslenska landsliðið jafntefli við Sviss, 38:38, í þriðja og næstsíðasta leik sínum á Evrópumóti karla í Malmö Arena í dag. Hafliði Breiðfjörð ljósmyndari var að vanda á leik Íslands í dag. Hér...
- Auglýsing -

Mjög svekkjandi allt saman

„Þetta er bara mjög svekkjandi allt saman,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari eftir jafntefli, 38:38, gegn Sviss á Evrópumótinu í handknattleik karla í Malmö Arena í dag. Jafntefli dró verulega úr möguleikum íslenska landsliðsins, alltént í bili, á sæti...

Langt frá því sem við eigum að sætta okkur við

„Það er mjög svekkjandi að ná aldrei varnarleiknum upp. Svo einhvern veginn á þeim augnablikum sem við náum honum upp erum við svolítið fljótir á okkur og töpum boltanum. Þetta liggur klárlega varnarlega í dag,“ sagði Elliði Snær Viðarsson...

„Gríðarlega svekkjandi og algjör óþarfi“

„Við vorum búnir að vinna okkur til baka og eigum yfirtölu í síðustu sókninni, sem við leysum ekki nógu vel,“ sagði Viggó Kristjánsson í samtali við handbolta.is eftir svekkjandi jafntefli Íslands við Sviss í milliriðli 2 á Evrópumótinu í...
- Auglýsing -

„Við vorum ógeðslega lélegir“

„Þetta eru gífurleg vonbrigði frá A til Ö. Varnar- og sóknarlega var þetta ekki nógu gott,“ sagði Ýmir Örn Gíslason í samtali við handbolta.is eftir jafntefli Íslands gegn Sviss í milliriðli 2 á Evrópumótinu í Malmö í Svíþjóð í...

Varnarlaust íslenskt landslið – möguleikinn á undanúrslitum fjarlægist

Íslenska landsliðið í handknattleik var nánast varnarlaust í dag þegar það tókst með erfiðismunum að ná jafntefli við Sviss, 38:38, í þriðja og næstsíðasta leiknum í milliriðlakeppni Evrópumótsins í handknattleik í Malmö Arena. Varnarleikurinn var lengst af enginn frá...

Óbreytt lið þriðja leikinn í röð

Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari í handknattleik heldur sig við óbreytt lið í dag gegn Sviss frá tveimur síðustu viðureignum íslenska landsliðsins á Evrópumótinu. Andri Már Rúnarsson er áfram utan hóps og Elvar Ásgeirsson hefur ekki verið skráður til leiks. Hópur...
- Auglýsing -

„Mér finnst landslið Sviss vera frábært“

„Mér finnst landslið Sviss vera frábært,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari í handknattleik um andstæðing íslenska landsliðsins í handknattleik í leik dagsins. „Þeir hafa sýnt á sér tvær hliðar á þessu móti en þegar þeir hafa náð sínum leik...

Erum komnir í forréttindastöðu á mótinu

„Fram undan er næsti úrslitaleikur hjá okkur. Við erum komnir í þá forréttindastöðu að komast í úrslitaleik og erum mjög peppaðir og spenntir fyrir leiknum við Sviss,“ sagði Elliði Snær Viðarsson landsliðsmaður í handknattleik fyrir viðureign dagsins við Sviss...

Óvissa ríkir um fjölda Íslendinga í dag

Óvissa ríkir um hversu margir íslenskir stuðningsmenn verða á viðureign Íslands og Sviss á Evrópumótinu í handknattleik karla í Malmö Arena. Talið er víst að þeir verði færri en í viðureigninni við Svía á sunnudagskvöld en þá var talið...
- Auglýsing -

Hugurinn var strax kominn á næsta leik

„Við vorum fljótir að ná okkur niður eftir sigurleikinn á Svíum. Þegar lagst var út af var hugurinn strax kominn á næsta leik,“ sagði Arnar Freyr Arnarsson landsliðsmaður í handknattleik í gær. Arnar Freyr verður í eldlínunni með félögum...

Spánverjarnir dæma aftur hjá íslenska landsliðinu

Spánverjarnir Andreu Marín og Ignacio Garcia dæma viðureign Íslands og Sviss á Evrópumótinu í handknattleik í dag. Þetta verður annar leikur þeirra með íslenska landsliðinu á mótinu. Þeir dæmdu einnig viðureign Íslands og Ítalíu í fyrstu umferð riðlakeppni EM...

Verður mjög óþægilegur andstæðingur

„Ég hlakka til að takast á við næsta andstæðing, Sviss, sem hefur leikið vel á mótinu og haft yfirhöndina í flestum viðureignum sínum en átt það til að missa forskotið niður undir lok leikja,“ segir Janus Daði Smárason sem...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -