A-landslið karla

- Auglýsing -

Þrír leikir gegn Bosníu – einn sigur árið 2009

Ísland og Bosnía hafa mæst þrisvar áður. Íslenska landsliðið hefur unnið einn leik, einu sinni hefur orðið jafntefli og í eitt skiptið vann Bosnía. Fyrsti leikurinn var vináttuleikur í Randers í Danmörku á æfingamóti snemma árs 2009Randers, Danmörku 11....

Fyrsti landsleikur Sveins í hálft fjórða ár – spenntur fyrir að láta ljós sitt skína

Sveinn Jóhannsson leikmaður Noregsmeistara Kolstad er í íslenska landsliðinu sem mætir Bosníu í kvöld. Hann hefur ekki leikið landsleik síðan 2. maí 2021 þegar íslenska landsliðið vann Litáen á Ásvöllum í lokaumferð undankeppni EM 2022. Leikurinn sá var leikinn...

Snorri Steinn hefur valið þá sem mæta Bosníu

Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari hefur valið þá 16 leikmenn sem hann ætlar að tefla fram í Laugardalshöll í kvöld gegn Bosníu í fyrstu umferð undankeppni EM 2026. Flautað verður til leiks klukkan 19.30.Utan hóps verða Benedikt Gunnar Óskarsson, Kolstad,...
- Auglýsing -

Leikir í undankeppni stórmóta eru alltaf mjög mikilvægir

„Við sitjum við sama  borð og önnur landslið fyrir leikina í undankeppni EM. Æfingarnar eru fáar og við verðum að vinna hratt og halda góðri einbeitingu,“ sagði Elvar Örn Jónsson landsliðsmaður í handknatleik þegar handbolti.is hitti hann að máli...

Er með mjög gott lið og er bjartsýnn á leikinn gegn Bosníu

„Þetta er fylgifiskur þess að vera landsliðsþjálfari og vera með leikmenn sem eru undir miklu álagi hjá félagsliðum sem keppa á mörgum vígstöðvum. Því miður má alltaf búast við að menn meiðist og séu ekki reiðubúnir þegar landsliðið kemur...

Rífandi góð miðasala – innan við 200 miðar eftir

Rífandi gangur er í sölu aðgöngumiða á viðureign landsliða Íslands og Bosníu í undankeppni EM karla 2026 sem fram fer í Laugardalshöll annað kvöld, miðvikudag, og hefst klukkan 19.30. Kjartan Vídó Ólafsson markaðsstjóri HSÍ sagði fyrir stundu að rétt...
- Auglýsing -

„Var skemmtilega óvænt að fá símtalið“

„Það var skemmtilega óvænt að fá símtalið,“ sagði FH-ingurinn Birgir Már Birgisson sem skyndilega var kallaður inn í íslenska landsliðið í handknattleik í dag þegar Sigvaldi Björn Guðjónsson heltist úr lestinni vegna meiðsla. Birgir Már, sem aldrei hefur leikið...

Snorri Steinn kallar inn þrjá leikmenn vegna meiðsla – einn nýliði

Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari karla í handknattleik hefur orðið að gera þrjár breytingar á leikmannahópi Íslands sem mætir Bosníu í Laugardalshöll á miðvikudaginn kl. 19.30. Arnar Freyr Arnarsson, MT Melsungen, Benedikt Gunnar Óskarsson, Kolstad, og Birgir Már Birgisson FH...

Miðasala er hafin á fyrsta heimaleik í undankeppni EM 2026

Miðasala er hafin á fyrsta leik karlalandsliðsins í handknattleik í undankeppni EM 2026 sem fram fer í Laugardalshöll í næstu viku, miðvikudaginn 6. nóvember gegn Bosníu. Viðureignin hefst kl. 19.30. Miðasalan er er tix:https://tix.is/event/18554/island-bosnia-undankeppni-em-2026Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari valdi landsliðshópinn...
- Auglýsing -

Vil einfaldlega prófa eitthvað nýtt

0https://www.youtube.com/watch?v=Tl2d-jEXgPU„Ég vil einfaldlega prófa eitthvað nýtt,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari í handknattleik þegar hann var spurður út val sitt á Sveini Jóhannssyni í landsliðshópinn fyrir viðureignirnar gegn Bosníu og Georgíu í fyrri hluta næsta mánaðar. Leikirnir verða þeir...

Sveinn er eitt af nýjum andlitum í landsliðshópi Snorra Steins

Snorri Steinn Guðjónsson tilkynnti fyrir stundu hvaða leikmenn hann kallar saman til æfinga og þátttöku í tveimur fyrstu leikjum íslenska landsliðsins í undankeppni EM 2026. Leikið verður til Bosníu í Laugardalshöll miðvikudaginn 6. nóvember kl. 19.30 og fjórum dögum...

Er Kempa á útleið hjá HSÍ eftir tveggja áratuga samstarf?

Svo kann að að fara að HSÍ semji við annan íþróttavöruframleiðanda en þýska fyrirtækið Kempa varðandi keppnis- og æfingabúninga fyrir landsliðin og að nýr samningur hafi tekið gildi þegar kvennalandsliðið tekur þátt í Evrópumótinu í Austurríki, Sviss og Ungverjalandi...
- Auglýsing -

Íslenska landsliðið verður í Kristianstad á EM karla 2026

Íslenska landsliðið leikur í Kristianstad í Svíþjóð ef því tekst að tryggja sér sæti í lokakeppni Evrópumóts karlalandsliða í Svíþjóð, Noregi og í Danmörku í janúar 2026. Landsliðið lék einnig í Kristianstad í riðlakeppni HM 2023 og fékk frábæran...

Miðasala er hafin á HM karla

Hafin er miðasala á leiki íslenska landsliðsins í riðlakeppninni heimsmeistaramótsins í handknattleik karla sem fram fer í Zagreb í janúar á næsta ári. Miðasalan er alfarið í höndum mótshaldurum.Miðasala á HM karla.Íslandi hefur verið úthlutað svæðum í keppnishöllinni, Arena...

Vonandi verðum við sem lengst í Króatíu

„Ég velti því ekkert fyrir mér hvort við vorum heppnir að óheppnir. Eins og á EM þá er þetta bara riðilinn og andstæðingarnir sem bíða okkar. Ég er sáttur og er ánægður með að leika í Króatíu. Innst inni...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -