A-landslið karla

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Mæta Sviss á miðvikudagskvöld

Eftir að ljóst varð að íslenska landsliðið tryggði sér í kvöld sæti í milliriðlakeppni heimsmeistaramótsins með því að hafna í öðru sæti í F-riðli þá er ljóst að liðið mætir Sviss í fyrstu umferð. Liðin úr F-riðli krossa við...

Stimpluðu sig af öryggi inn í milliriðla

Íslenska landsliðið í handknattleik tryggði sér sæti í milliriðlakeppni HM í handknattleik í kvöld með sigri á landsliði Marokkó, 31:23, í New Capital Sports Hall í Kaíró. Fyrir utan upphafs mínúturnar var íslenska landsliðið með tögl og hagldir í...

Ísland – Marokkó, kl. 19.30 – tölfræðiuppfærsla

Ísland og Marokkó mætast í þriðju umferð F-riðils á heimsmeistaramótinu í handknattleik karla í New Capital Sports Hall í Kaíró klukkan 19.30. Hér fyrir neðan er hægt að fylgjast með tölfræði uppfærslu HB Statz frá leiknum.https://hbstatz.is/LandslidKarlaLiveReport.php?ID=10777
- Auglýsing -

Donni inn – Ómar Ingi út

Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik karla hefur gert eina breytingu á íslenska landsliðinu sem mætir Marokkó í dag á heimsmeistaramótinu frá leiknum við Alsír á laugardaginn. Kristján Örn Kristjánsson, Donni, kemur inn í liðið í stað Ómars Inga...

HM: Aðeins einn leikur við Marokkó

Landslið Íslands og Marokkó hafa aðeins einu sinni áður leitt saman hesta sína á handknattleiksvellinum í keppni A-landsliða karla. Eina viðureignin var 25. janúar 2001 á heimsmeistaramótinu sem þá stóð yfir í Frakklandi. Íslenska landsliðið vann leikinn örugglega, 31:23,...

HSÍ harmar ummæli Svensson og segir þau röng

Handknattleikssamband Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fréttar á visir.is í morgun þar sem vitnað er í viðtal við Tomas Svensson, markvarðaþjálfara íslenska landsliðsins, í Aftonbladet í Svíþjóð í morgun. Þar er haft eftir Svensson að læknir HSÍ...
- Auglýsing -

Óbreytt ástand á íslenska hópnum á HM

Enn einn daginn fá forráðamenn íslenska landsliðsins í handknattleik þær jákvæðu fréttir frá forráðamönnum heimsmeistaramótsins í handknattleik að engin smit kórónuveiru finnist innnan íslenska hópsins sem tekur þátt í mótinu. Á það jafnt við um keppendur sem starfsmenn.Róbert Geir...

Mjög mikið að gerast hjá þeim

Arnar Freyr Arnarsson og Ýmir Örn Gíslason hafa náð afar vel saman í hjarta íslensku varnarinnar í tveimur fyrstu leikjum landsliðsins á heimsmeistaramótinu og telja má víst að ef framhald verður á þá sé þar á ferð tvíeyki í...

Eru kannski ýktara á sumum sviðum

„Lið Marokkó er svipað og lið Alsír en er kannski ýktara á sumum sviðum leiksins. Þeir fara enn framar á leikvöllinn, alveg fram að miðju sem þýðir að við verðum mjög langt frá markinu,“ sagði Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari...
- Auglýsing -

HM: Góð uppskriftabók nægir ekki ein og sér

Margt hefur verið rætt og ritað um heimsmeistaramótið sem stendur yfir í Egyptalandi. Umræðan um áhrif kórónuveirunnar hefur verið mikil og nánast yfirþyrmandi enda hefur fátt komist annað að í fréttum síðasta árið eða svo. Veiran hefur slegið daglegt...

Grunaði þetta ekki fyrir hálfu ári

„Það var frábært að fá tækifæri þótt stemningin í salnum hafi verið sérstök þar sem engir áhorfendur voru á leiknum. En það var engu að síður gaman að koma inn á. Ég reyndi bara að gera mitt besta þann...

Janus Daði á leið heim af HM

Janus Daði Smárason leikur ekki fleiri leiki með íslenska landsliðinu í handknattleik á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi sem Handknattleikssamband Íslands hélt nú síðdegis í Kaíró. Janus Daði kveður íslenska hópinn væntanlega á morgun. Janus Daði...
- Auglýsing -

Skoraði fyrsta HM-markið áratug eftir fyrsta leikinn

Landsliðsmaðurinn Oddur Gretarsson skoraði í gær sitt fyrsta mark á heimsmeistaramóti fyrir íslenska landsliðið þótt hann sé alls ekki nýliði í landsliðinu þegar kemur að þátttöku á heimsmeistaramóti.Þrítugasta mark Íslands á 44. mínútu sigurleiksins á Alsír í gær var...

„Skiptir miklu máli fyrir framhaldið“

„Það var mjög gott fyrir okkur að stimpla okkur inn í mótið, vinna leikinn og fá fyrstu stigin. Það skiptir miklu máli fyrir framhaldið,“ sagði Bjarki Már Elísson landsliðsmaður í handknattleik sem skoraði 12 mörk í 13 skotum þegar...

„Unnum okkar orrustur“

„Við vorum ákveðnir og unnum okkar orrustur í vörn sem sókn og vorum skynsamir frá upphafi til enda,“ sagði Ólafur Andrés Guðmundsson, landsliðsmaður í handknattleik, við handbolta.is í Kaíró í kvöld eftir stórsigur, 39:24, á landsliði Alsír.„Við misstum aldrei...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -