„Á köflum voru of margir tæknifeilar of mörg slök skot. Það er bara ekki í boði gegn jafn sterku liði,“ sagði Perla Ruth Albertsdóttir markahæsti leikmaður Íslands á EM með 21 mark þegar handbolti.is náði af henni tali eftir...
„Við áttum í mestu erfiðleikum með að skora í síðari hálfleik og einnig á kafla í fyrri hálfleik,“ sagði Arnar Pétursson landsliðsþjálfari í samtali við handbolta.is í Innsbruck í kvöld eftir að íslenska landsliðið tapði með 11 marka mun...
„Sérstaklega þótti mér sóknarleikurinn bregðast hjá okkur í kvöld. Þær leika hörku vörn og ég vissi alveg hvað við vorum að fara út í. Mér fannst við alls ekki ná að leysa það nógu vel,“ sagði Díana Dögg Magnúsdóttir...
Hér fyrir neðan er leikjadagskrá riðlakeppni Evrópumóts kvenna í handknattleik 2024 sem stendur yfir í Austurríki, Sviss og Ungverjalandi frá 28. nóvember til 15. desember. Dagskráin verður birt daglega og úrslit leikja uppfærð. Stöðunni í riðlunum verður bætt við eftir...
Íslenska landsliðið í handknattleik kvenna stígur ekki Vínarvalsa í milliriðlakeppni Evrópumótsins næstu daga. Það féll úr leik í kvöld með 11 marka tapi fyrir Þýskalandi í úrslitaleik um hvort liðið fylgdi Hollendingum eftir úr F-riðli mótsins, 30:19, voru lokatölurnar...
„Ég vona að allt sé klárt. Við höfum haft fínan tíma til að undirbúa okkur. Stelpurnar eru ferskar,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson aðstoðarþjálfari kvennalandsliðsins í handknattleik í eldsnöggu viðtali við handbolta.is einum og hálfum tíma áður en flautað verður...
Kvennalandslið Ísland og Þýskalands hafa einu sinni mæst á stórmóti í handknattleik. Viðureignin fór fram í Santos í Brasilíu fyrir 13 árum á heimsmeistaramóti sem haldið var í landinu. Ísland fór með sigur úr býtum, 26:20, eftir að hafa...
„Það er frábært að fá úrslitaleik þar sem allt er undir. Slíkt hjálpar okkur,“ segir Arnar Pétursson landsliðsþjálfari í handknattleik karla um viðureignina við Þýskaland í lokaumferð F-riðils Evrópumóts kvenna í Innsbruck í kvöld klukkan 19.30. Sigurliðið heldur áfram...
Arnar Pétursson landsliðsþjálfari í handknattleik kvenna hefur kosið að gera tvær breytingar á leikmannahópnum sem mætir Þýskalandi í kvöld í lokaleik F-riðils Evrópumóts kvenna í Innsbruck.Jóhanna Margrét Sigurðardóttir og Katrín Tinna Jensdóttir koma inn í hópinn. Í staðinn verða...
Fullveldisdagurinn, 1. desember, er dagur íslensku landsliðanna í handknattleik. Á sunnudaginn voru 28 ár liðin síðan karlalandsliðið vann Dani í eftirminnilegum úrslitaleik í Álaborg um sæti á HM 1997. Danir sátu þá eftir með sárt ennið og komust ekki...
Fáir þekkja betur til þýsks kvennahandknattleiks en Díana Dögg Magnúsdóttir landsliðskona sem er að leika sitt fimmta keppnistímabil í þýsku 1. deildarkeppninni. Díana Dögg segir í samtali við handbolta.is að aðal þýska landsliðsins sé varnarleikur. Leikmenn er líkamlega sterkir...
Íþróttaárið hefur verið viðburðaríkt hjá Katrínu Önnu Ásmundsdóttur hægri hornamanni íslenska landsliðsins og Gróttu. Hún var valin í æfingahóp landsliðsins í fyrsta sinn í vor, lék sinn fyrsta A-landsleik í Tékklandi í lok september, tekur nú þátt í sínu...
„Þetta er að minnsta kost nærri toppnum á landsliðsferlinum. Maður getur ekki beðið um meira en að vera þátttakandi í fyrsta sigurleiknum á EM,“ segir Andrea Jacobsen landsliðskona í handknattleik í samtali við handbolta.is eftir sigurinn sæta á landsliði...
Það var kátt á hjalla meðal stuðningsfólks íslenska landsliðsins í handknattleik meðan á leiknum við Úkraínu stóð í Ólympíuhöllinni í Innsbruck í gærkvöld. Enn meiri var kátínan í leikslok þegar sigur var í höfn. Að vanda sló Sérsveitin ekki...
„Þetta er ótrúlegt og magnað. Maður svífur bara um á bleiku skýi,“ segir Sunna Jónsdóttir landsliðskona í handknattleik í samtali við handbolta.is í dag. Eftir að hafa gengið í gegnum súrt og sætt með landsliðinu í 15 ár þá...