Næstu leikir íslenska kvennalandsliðsins í handknattleik í undankeppni Evrópumótsins fara ekki fram fyrr en í byrjun mars á næsta ári. Þá mætir íslenska landsliðið tyrkneska liðinu í tvígang, ytra 2. mars og hér heima fjórum dögum síðar. Lokasprettur undankeppninnar...
„Stelpurnar voru mjög flottar í dag. Einhverjar hefðu komið litlar í sér í næsta leik eftir tapið fyrir Svíum en þær gerðu það ekki heldur léku frábærlega,“ sagði Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari kvenna eftir frábæran sigur á Serbum, 23:21, í...
Annarri umferð af sex í undankeppni Evrópumóts kvenna í handknattleik lauk í kvöld, m.a. með glæsilegum sigri íslenska landsliðsins á Serbum á Ásvöllum, 23:21. Hér fyrir neðan eru úrslit allra leikjanna í annarri umferð ásamt stöðunni.Þriðja og fjórða umferð...
„Þetta gekk svo vel alveg frá byrjun. Tilfinningin núna eftir svona frábæran leik er alveg æðisleg,“ sagði Rut Arnfjörð Jónsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins og leikstjórnandi, í samtali við handbolta.is eftir sigurleikinn á Serbum, 23:21, í undankeppni EM kvenna í...
„Þetta er geggjað, alveg frábært,“ sagði Elín Jóna Þorsteinsdóttir, markvörður íslenska landsliðsins og brosti út að eyrum eftir frábæran sigur íslenska liðsins á Serbum í undankeppni EM í handknattleik í Schenkerhöllinni á Ásvöllum í dag, 23:21. Elín Jóna átti...
Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik vann Serbíu í undankeppni EM í handknattleik kvenna, 23:21, eftir frábæran leik í Schenkerhöllinni á Ásvöllum í kvöld. Þetta er fyrsti sigur Íslands á Serbíu í mótsleik frá upphafi. Hann opnar liðinu möguleika á að...
„Við erum afar spenntar fyrir að takast á við Serba og höfum fulla trú á að geta átt hörkuleik,“ sagði Sunna Jónsdóttir, landsliðskona í handknattleik, í samtali við handbolta.is um væntanlega viðureign Íslands og Serbíu í undankeppni EM sem...
Hafdís Renötudóttir markvörður úr Fram kemur inn í íslenska landsliðið sem mætir Serbum í dag í Schenkerhöllinni á Ásvöllum klukkan 16. Hún leysir af Sögu Sif Gísladóttur, markvörð Vals, sem hljóp í skarðið á elleftu stundu fyrir Hafdísi áður...
Af þeim sextán leikmönnum sem eru í serbneska landsliðshópnum sem mætir íslenska landsliðinu í undankeppni EM kvenna í Schenkerhöllinni á Ásvöllum kl. 16 í dag leikur einn hér á landi, Marija Jovanovic. Hún er liðsmaður ÍBV og leikur væntanlega...
„Serbar leika öðruvísi handbolta en Svíar en er kannski nær því sem við erum vanar. Serbar leika mjög fasta vörn, en fara ekki eins framarlega og Svíarnir,“ sagði Hildigunnur Einarsdóttir, hin reynslumikla landsliðskona í handknattleik, við handbolta.is í gær...
Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari kvenna í handknattleik, segist hafa farið vel yfir leik Serba gegn Tyrkjum í undankeppni Evrópumótsins sem fram fór í Serbíu á miðvikudaginn í aðdraganda undirbúnings íslenska landsliðsins vegna leiksins við Serbíu í dag klukkan 16 í...
Arnar Pétursson landsliðsþjálfari handknattleik kvenna hefur gert eina breytingu á landsliðshópnum sem mætir Serbum í undankeppni Evrópumótsins á morgun frá viðureigninni við Svía ytra á miðvikudagskvöld. Aldís Ásta Heimisdóttir, KA/Þór var kölluð inn í hópinn í stað Lovísu Thompson...
Danir höfðu betur í síðari vináttuleiknum við Íslendinga hjá liðum skipuð stúlkum 18 ára og yngri í Kolding í dag, 26:19, eftir að fjögurra marka munur var í hálfleik, 10:6.„Heilt yfir fínn leikur hjá okkur þrátt fyrir tap. Okkur...
Danir eru yfir, 10:6, gegn Íslendingum að loknum fyrri hálfleik í síðari vináttulandsleik þjóðanna skipað leikmönnum 18 ára yngri í kvennaflokki. Eins og í gærkvöld, þegar jafntefli varð, 25:25, er leikið í Kolding á Jótlandi.Í leiknum í dag er...
Framkvæmdir eru langt komnar við nýju íþróttahöllina í Búdapest í Ungverjalandi sem íslenska landsliðið mun leika í á Evrópumeistaramóti karla í byrjun næsta árs. Rúmir tveir mánuðir eru þangað til verktakinn á að skila af sér mannvirkinu fullbúnu. Keppnishöllin...