Einar Þorsteinn Ólafsson verður vegna veikinda utan leikmannahóps landsliðsins þegar íslenska landsliðið mætir Ítalíu í fyrstu umferð riðlakeppni Evrópumótsins í handknattleik í Kristianstad Arena klukkan 17.
Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari var að tilkynna hvaða 16 leikmenn hann teflir fram...
Íslenska landsliðið hefur ekki tapað upphafsleik sínum á Evrópumóti karla í 14 ár, eða frá tapinu fyrir Króatíu, 31:29, í Vrasc í Serbíu 2012. Síðast vann íslenska landsliðið fyrsta leik sinn á EM 2022 gegn Portúgal, 28:24. Jafntefli varð...
Björgvin Páll Gústavsson er sá leikmaður íslenska landsliðsins á EM 2026 sem oftast hefur verið með Evrópumóti. Hann hefur leikið 45 sinnum og verið með á átta mótum í röð. Björgvin Páll er að hefja sitt níunda Evrópumót með...
„Ítalir eru þolinmóðir og góðir í sínum leik, heilt yfir öruggir og góðir í sínum leik,“ segir Ýmir Örn Gíslason landsliðsmaður í handknattleik um andstæðing íslenska landsliðsins í upphafsleik Evrópumótsins í handknattleik karla í dag, Ítalíu. Viðureignin hefst klukkan...
Alls hafa 67 leikmenn skorað mörkin 2.217 sem íslenska karlalandsliðið hefur skorað frá því að það tók fyrst þátt í lokakeppni EM árið 2000. Til dagsins í dags hafa 84 handknattleikmenn leikið fyrir Ísland í lokakeppni EM frá 2000...
„Ítalir hafa sýnt það í síðustu leikjum sínum að þeir eru færir um að leika á annan hátt en margir aðrir,“ segir Arnór Atlason aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins í handknattleik spurður út í andstæðinga íslenska landsliðsins í upphafsleik Evrópumótsins í handknattleik...
Íslenska karlalandsliðið í handknattleik hefur ekki mætt ítalska landsliðinu í 22 ár, eða frá því að liðin áttust við í undankeppni heimsmeistaramótsins í byrjun júní 2004. Ísland vann báða leikina í undankeppninni, 37:31 í Terano á Ítalíu, og...
Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari, hefur valið 17 leikmenn sem munu taka þátt í fyrstu leikjum íslenska landsliðsins á Evrópumótinu í handknattleik en fyrsti leikur íslenska liðsins verður við Ítalíu klukkan 17 í dag í Kristianstad Arena í Svíþjóð.
Þorsteinn...
Upp er runninn fyrsti leikdagur í Kristianstad á Skáni á Evrópumóti karla í handknattleik. Karlalandslið Íslands stígur fram á sviðið í Kristianstad Arena í dag og leikur við ítalska landsliðið. Flautað verður til leiks klukkan 17.
Leikurinn verður sá fyrsti...
Frú Halla Tómasdóttir forseti Íslands er væntanleg til Kristianstad til þess að standa á bak við íslenska landsliðið þegar það mætir ítalska landsliðinu í upphafsleik EM karla í handknattleik á morgun. Halla verður á meðal 3.000 Íslendinga á leiknum....
„Við erum í fínu standi fyrir fyrsta leik,“ segir markvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson sem farið er að klægja í fingurnar eftir að flautað verður til fyrsta leiks íslenska landsliðsins í handknattleik á Evrópumótinu í handknattleik í Kristianstad í Svíþjóð....
„Ég er bara fáránlega spenntur fyrir að byrja loksins mótið,“ segir Óðinn Þór Ríkharðsson vinstri hornamaður landsliðsins þegar handbolti.is hitti hann að máli á hóteli landsliðsins í aðdraganda fyrsta leiks íslenska landsliðsins á Evrópumótinu í handknattleik í Kristianstad í...
Betur fór en á horfðist í upphitunarfótbolta karlalandsliðsins í handknattleik eftir hádegið í dag þegar Einar Þorsteinn Ólafsson stöðvaði Viggó Kristjánsson þegar sá síðarnefndi hugði að stórsókn í átt að markinu. Einar Þorsteinn var aðeins of seinn að ná...
„Staðan á okkur er góð eftir undirbúning síðustu daga,“ segir Viggó Kristjánsson, landsliðsmaður í handknattleik, í samtali við handbolta.is en Viggó er mættur er á sitt sjöunda stórmót með íslenska landsliðinu. Fram undan er fyrsti leikur við Ítalíu á...
„Ítalir eru mjög snúinn andstæðingur. Þeir eru mikil ólíkindatól og með skemmtilegt lið sem gaman er að horfa á,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari í handknattleik spurður um fyrsta andstæðing íslenska landsliðsins í riðlakeppni EM, Ítalíu. Leikið verður gegn...