„Þetta eru gífurleg vonbrigði frá A til Ö. Varnar- og sóknarlega var þetta ekki nógu gott,“ sagði Ýmir Örn Gíslason í samtali við handbolta.is eftir jafntefli Íslands gegn Sviss í milliriðli 2 á Evrópumótinu í Malmö í Svíþjóð í...
Íslenska landsliðið í handknattleik var nánast varnarlaust í dag þegar það tókst með erfiðismunum að ná jafntefli við Sviss, 38:38, í þriðja og næstsíðasta leiknum í milliriðlakeppni Evrópumótsins í handknattleik í Malmö Arena. Varnarleikurinn var lengst af enginn frá...
Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari í handknattleik heldur sig við óbreytt lið í dag gegn Sviss frá tveimur síðustu viðureignum íslenska landsliðsins á Evrópumótinu. Andri Már Rúnarsson er áfram utan hóps og Elvar Ásgeirsson hefur ekki verið skráður til leiks.
Hópur...
„Mér finnst landslið Sviss vera frábært,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari í handknattleik um andstæðing íslenska landsliðsins í handknattleik í leik dagsins. „Þeir hafa sýnt á sér tvær hliðar á þessu móti en þegar þeir hafa náð sínum leik...
„Fram undan er næsti úrslitaleikur hjá okkur. Við erum komnir í þá forréttindastöðu að komast í úrslitaleik og erum mjög peppaðir og spenntir fyrir leiknum við Sviss,“ sagði Elliði Snær Viðarsson landsliðsmaður í handknattleik fyrir viðureign dagsins við Sviss...
Óvissa ríkir um hversu margir íslenskir stuðningsmenn verða á viðureign Íslands og Sviss á Evrópumótinu í handknattleik karla í Malmö Arena. Talið er víst að þeir verði færri en í viðureigninni við Svía á sunnudagskvöld en þá var talið...
„Við vorum fljótir að ná okkur niður eftir sigurleikinn á Svíum. Þegar lagst var út af var hugurinn strax kominn á næsta leik,“ sagði Arnar Freyr Arnarsson landsliðsmaður í handknattleik í gær. Arnar Freyr verður í eldlínunni með félögum...
Spánverjarnir Andreu Marín og Ignacio Garcia dæma viðureign Íslands og Sviss á Evrópumótinu í handknattleik í dag. Þetta verður annar leikur þeirra með íslenska landsliðinu á mótinu. Þeir dæmdu einnig viðureign Íslands og Ítalíu í fyrstu umferð riðlakeppni EM...
„Ég hlakka til að takast á við næsta andstæðing, Sviss, sem hefur leikið vel á mótinu og haft yfirhöndina í flestum viðureignum sínum en átt það til að missa forskotið niður undir lok leikja,“ segir Janus Daði Smárason sem...
Elliði Snær Viðarsson lék ekkert í síðari hluta viðureignarinnar við Svía á Evrópumótinu í handknattleik í gær eftir að hann fékk sinardrátt í hægri kálfann. Naut hann m.a. fyrst aðhlynningar frá Andreas Palicka, markverði sænska landsliðsins, sem sýndi á...
„Viggó er laskaður eftir leikinn í gær en hann verður með á morgun. Við fylgjumst bara grannt með honum og höldum honum í meðhöndlun hjá okkar sjúkraþjálfurum allan sólarhringinn ef því er að skipta,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari...
Íslendingar tóku yfir Malmö Arena í rúmlega tvær stundir í gær þegar íslenska landsliðið mætti sænska landsliðinu og vann einn eftirminnilegasta sigur sinn í seinni tíð, 35:27. Þetta var fyrsti sigurinn á sænsku landsliði á sænskri grund í lokakeppni...
Fjögur lið eru efst í milliriðli tvö á Evrópumótinu í handknattleik karla að loknum tveimur leikdögum af fjórum. Króatar, undir stjórn Dags Sigurðssonar, slökktu að mestu vonir leikmanna Sviss í gærkvöld með fjögurra marka sigri, 28:24, í síðasta leik...
„Frammistaðan hjá strákunum var hreint ótrúleg. Þeir geta svo sannarlega verið stoltir,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari í handknattleik karla í viðtali við handbolta.is eftir sigurinn magnaða á Svíum, 35:27, á Evrópumótinu í handknattleik karla í Malmö Arena í...
Sigurgleðin réði ríkjum meðal leikmanna íslenska landsliðsins og stórkostlegra stuðningsmanna sem voru um 3.000 í Malmö Arena í kvöld þegar íslenska landsliðið skellti Svíum á þeirra heimavelli, 35:27, í milliriðlakeppni Evrópumótsins í handknattleik, enda var þetta fyrsti sigur íslenska...