Okkar fólk úti

- Auglýsing -

Kristján hverfur frá störfum hjá Guif

Kristján Andrésson fyrrverandi landsliðsmaður í handknattleik og eitt sinn landsliðsþjálfari Svía í handknattleik karla lætur af starfi íþróttastjóra hjá sænska handknattleiksliðinu Guif í Eskilstuna þegar keppnistímabilinu lýkur í vor. Eftir því sem fram kemur í tilkynningu félagsins þarf félagið...

Molakaffi: Óðinn, Viggó, Rúnar, Ólafur, Ýmir, Arnór, Bjarni, Tryggvi

Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði níu mörk, þar af fimm úr vítaköstum, í sigri Kadetten Schaffhausen á HSC Suhr Aarau, 28:27, í svissnesku A-deildinni í handknattleik karla í gærkvöld.Aðeins liðu tveir sólarhringar á milli leikja hjá Kadetten en liðið...

Díana Dögg bætir einu ári við í Zwickau

„Ég er ánægð með þessa ákvörðun eftir að hafa velt henni fyrir mér fram og til baka um tíma. Sem sagt hvort ég ætti að vera eða að taka öðrum tilboðum í Þýskaland og breyta til,“ sagði Díana Dögg...
- Auglýsing -

Molakaffi: Aldís, Jóhanna, Sunna, Harpa, Elín, Steinunn

Aldís Ásta Heimisdóttir skoraði sjö mörk og átti þrjár stoðsendingar og Jóhanna Margrét Sigurðardóttir skoraði þrjú mörk og gaf eina stoðsendingu þegar lið þeirra Skara HF tapaði fyrir ríkjandi meisturum Sävehof, 37:27, í 22. og síðustu umferð sænsku úrvalsdeildarinnar...

Bjarki Már og félagar í góðri stöðu – Viktor Gísli varði vítakast – myndskeið

Bjarki Már Elísson og samherjar i Veszprém stigu stórt skref í áttina að átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í handknattleik í kvöld með stórsigri á erkifjendunum í Ungverjalandi, Pick Szeged, í fyrri viðureign liðanna í 1. umferð útsláttarkeppninnar, 36:23....

Daníel Þór fór á kostum í átta marka sigri

Daníel Þór Ingason fór mikinn í kvöld með Balingen-Weilstetten í öruggum sigri liðsins á heimavelli á Empor Rostock, 31:23, í 2. deild þýska handknattleiksins. Daníel Þór skoraði sjö mörk í sjö skotum, átti þrjár stoðsendingar og var einu sinni...
- Auglýsing -

Óvænt tap meistaranna á heimavelli

Eftir 19 sigurleiki í röð þá biðu Noregsmeistarar Kolstad óvænt lægri hlut á heimavelli í kvöld fyrir liðsmönnum Fjellhammer, 33:32. Eftir fyrri hálfleik stefndi í öruggan sigur Kolstad. Liðið var sex mörkum yfir, 20:14. Vopnin snerust í höndum þeirra...

Molakaffi: Guðmundur, Einar, Ágúst, Elvar, Guardiola, Brack, Witte, Rej

Lærisveinar Guðmundar Þórðar Guðmundssonar í Fredericia Håndboldklub unnu Ribe-Esbjerg með fjögurra marka mun, 33:29, á heimavelli í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gær. Einar Þorsteinn Ólafsson átti eitt markskot sem geigaði og var einu sinni vísað af leikvelli en...

Elín Jóna verður liðsfélagi Andreu í Álaborg

Elín Jóna Þorsteinsdóttir landsliðsmarkvörður gengur til liðs við EH Aalborg í sumar. Rétt eftir að Ringkøbing Håndbold hafði tilkynnt í morgun að hún ætlaði að söðla um í sumar sagði Álaborgarliðið frá því að Elín Jóna hafi skrifað undir...
- Auglýsing -

Elín Jóna kveður Ringkøbing í sumar

Elín Jóna Þorsteinsdóttir markvörður íslenska landsliðsins og danska úrvalsdeildarliðsins Ringkøbing Håndbold hefur ákveðið að breyta til í sumar og leika með öðru liði á næsta keppnistímabili. Þetta kemur fram í tilkynningu félagsins í morgun. Í henni segir að félagið...

Molakaffi: Anton, Jónas, Özdeniz, Erdogan, Gísli, Oddur, Jónína,

Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson dæma viðureign ungversku liðanna Pick Szeged og Telekom Veszprém í fyrstu umferð Meistaradeildar Evrópu í handknattleik karla. Leikurinn fer fram í Szeged á morgun og er fyrri leikur liðanna. Þau mætast aftur á...

Ásgeir Snær sagður flytja frá Svíþjóð til Noregs

Handknattleiksmaðurinn Ásgeir Snær Vignisson gengur að öllum líkindum til liðs við norska úrvalsdeildarliðið Fjellhammer í sumar. Samningur milli hans og félagsins eru svo gott sem í höfn, eftir því sem norski fjölmiðlamaðurinn Thomas Karlsen segir frá á Twitter.🚨 Fjellhammer...
- Auglýsing -

Aron fór meiddur af leikvelli

Aron Pálmarsson fór meiddur af leikvelli í síðari hálfleik í viðureign Aalborg Håndbold og Mors-Thy í dönsku úrvalsdeildinni. Á vef Nordjyske segir að svo virðist sem hann hafi meiðst á læri. Alltént kom Aron ekkert meira við sögu en...

Molakaffi: Jakob, Egill, Sveinn, Katrín, Rakel, Dana, Halldór, Landin

Kyndill undir stjórn Jakobs Lárussonar vann VÍF í keppnishöllinni í Vestmanna í gær, 26:21, í úrvalsdeild kvenna í Færeyjum, 26:21. Kyndill heldur þar með öðru sæti deildarinnar níu stigum á eftir H71 sem hefur sem fyrr talsverða yfirburði í...

Gísli Þorgeir atkvæðamikill að vanda – úrslit dagsins í Þýskalandi

Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði sex mörk og var næst markahæstur hjá SC Magdeburg í dag þegar liðið vann neðsta lið þýsku 1. deildarinnar, Hamm-Westfalen, 36:27, á útivelli. Sigurinn var öruggur og m.a. munaði átta mörkum að loknum fyrri hálfleik,...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -