Arnór Atlason og Jóhannes Berg Andrason fögnuðu sigri í kvöld þegar lið þeirra TTH Holstebro vann Nordsjælland, 34:31, á heimavelli í fyrstu umferð dönsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik. Ekki gekk eins vel hjá Guðmundi Þórði Guðmundssyni og lærisveinum hans í...
Haukur Þrastarson byrjaði af krafti í þýsku deildinni og skoraði m.a. þrjú fyrstu mörk Rhein Neckar Löwen í sigri liðsins á MT Melsungen, 29:27. Leikið var í Rothenbach-Halle, heimavelli MT Melsungen. Haukur var besti maður vallarins og stimplaði sig...
Elmar Erlingsson og liðsfélagar í Nordhorn-Lingen hófu keppni í 2. deild þýska handknattleiksins í kvöld með góðum heimasigri á gamla veldinu í þýskum handknattleik, TV Großwallstadt, 31:29. Elmar skoraði sex mörk í leiknum, gaf eina stoðsendingu auk þess að...
Andri Már Rúnarsson og Viggó Kristjánsson skoruðu fjögur mörk hvor fyrir HC Erlangen í kvöld þegar liðið tapaði naumlega fyrir THW Kiel í öðrum leik nýs keppnistímabils í þýsku 1. deildinni í handknattleik, 31:29. Erlangen var marki yfir í...
„Þegar annar eins leikmaður og Aron Pálmarsson ákveður að binda enda á feril sinn þá verðskuldar hann sannarlega að við mætum og tökum þátt í að hylla og hann gleðja,“ segir Xavier Pascual Fuertes þjálfari ungverska meistaraliðsins One Veszprém...
Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði ekki fyrir Kadetten Schaffhausen þegar meistararnir unnu BSV Bern, 31:27, í fyrsta leik svissnesku A-deildarinnar í handknattleik í gærkvöld. Óðinn Þór átti þrjú markskot sem öll geiguðu. Leikið var í Bern. Dagur Gautason skoraði fjögur mörk...
Amo HK og IFK Kristianstad hafa tryggt sér sæti í 16-liða úrslitum sæsku bikarkeppninnar í handknattleik karla. Amo vann allar þrjár viðureignir sínar í fjórða riðli fyrsta stigs keppninnar. Síðasti sigurinn var innsiglaður í kvöld í heimsókn til Drott,...
Ágúst Elí Björgvinsson, markvörður, fagnaði sigri með meisturum Aalborg Håndbold í kvöld þegar liðið hóf titilvörnina í dönsku úrvalsdeildinni með sjö marka sigri á Skanderborg AGF, 37:30, á heimavelli. Ágúst Elí var í marki Aalborg nærri því hálfan leikinn...
Þýska liðið Gummersbach, undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar, vann Hannover-Burgdorf, 29:26, á útivelli í fyrsta leik keppnistímabilsins í þýsku 1. deildinni í kvöld. Sigurinn var sannfærandi og var ekki síst að þakka mjög öflugum varnarleik Gummersbach þar sem Elliði...
Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari Þýskalands í handknattleik karla segist hafa hafnað ýmsum tilboðum um þjálfun á ferlinum. M.a. afþakkaði hann að ræða við stjórnendur Barcelona á sínum tíma þegar hann var þjálfari SC Magdeburg á fyrstu árum aldarinnar. Forráðamenn Barcelona...
Viktor Gísli Hallgrímsson og liðsfélagar í Barcelona unnu fyrsta bikarinn á leiktíðinni í gær þegar þeir báru sigur úr býtum í úrslitaleik meistarakeppninnar í Katalóníu. Barcelona lagði Fraikin Granollers, 38:25, í úrslitaleik. Viktor Gísli var í marki Barcelona í...
Sænsku úrvalsdeildarliðin IK Sävehof og HF Karlskrona, sem íslenskir handknattleiksmenn leika með, tryggðu sér í kvöld sæti í 16-liða úrslit bikarkeppninnar í karlaflokki. Bæði lið eiga víst annað af tveimur efstu sætunum í sínum riðlum á fyrsta stigi keppninnar.Sannfærandi...
Þorsteinn Gauti Hjálmarsson og Phil Döhler eru komnir áfram í norsku bikarkeppninni með Sandefjord eftir stórsigur á Kragerø, 40:25, í Kragerøhallen í kvöld.Þorsteinn Gauti, sem gekk til liðs við Sandefjord í sumar eftir að hafa orðið Íslands- og bikarmeistari...
Landsliðskonan Díana Dögg Magnúsdóttir er óðum að jafna sig eftir að hafa fengið högg á vinstra hné skömmu fyrir lok síðasta leiks æfingamóts fyrir 10 dögum. Hún reiknar með að vera klár í slaginn þegar flautað verður til leiks...
Ágúst Elí Björgvinsson var í sigurliði danska meistaraliðsins Aalborg Håndbold í dag þegar það vann meistarakeppnina í Danmörku. Aalborg lagði Skjern, 36:29, í Arena Randers á Jótlandi. Þótt Álaborgarliðið hafi ekki verið með sitt allra sterkasta lið þá voru...