- Auglýsing -
- Auglýsing -

Okkar fólk úti

- Auglýsing -

Góður heimasigur hjá lærisveinum Arnórs Þórs

Arnór Þór Gunnarsson stýrði sínum mönnum í Bergischer HC til þriðja sigursins í þýsku 1. deildinni í handknattleik í dag. Nýliðarnir lögðu HSV Hamburg, 35:32, á heimavelli og færðust upp úr fallsæti og í 15. sæti deildarinnar af 18...

Molakaffi: Ísak, Tryggvi, Janus, Arnar, Einar, Hákon, Tumi, Grétar, Dagur, Óðinn

Ísak Steinsson markvörður kom lítið við sögu þegar Drammen HK vann Follo, 34:27, í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gær. Ísak spreytti sig á einu vítakasti en hafði ekki erindi sem erfiði. Oscar Larsen Syvertsen, hinn markvörður Drammen, varði...

Gummersbach náði jafntefli á elleftu stundu í Flensburg

Tilen Kodrin tryggði Gummersbach annað stigið gegn Flensburg á útivelli í gríðarlegum baráttuleik í þýsku 1. deildinni í handknattleik í kvöld. Kodrin skoraði jöfnunarmarkið á síðustu sekúndu, 37:37. Nokkrum sekúndum áður var Marko Grgic nærri búinn að innsigla sigur...
- Auglýsing -

Danmörk: Donni og félagar saumuðu að meisturunum

Kristján Örn Kristjánsson, Donni, og liðsfélagar í Skanderborg voru nærri því að verða fyrstir til þess að vinna stig af Danmerkurmeisturum Aalborg Håndbold á leiktíðinni er þeir töpuðu með eins marks mun, 27:26, á heimavelli í dag í hörkuleik...

Molakaffi: Andri, Viggó, Eisenach, Birgir, Arnór, Viktor, Jón

Andri Már Rúnarsson fór fyrir liði Erlangen í gær hann tryggði liðinu jafntefli á heimavelli gegn Stuttgart, 24:24, í hörkuleik þar sem Erlangen átti lengi vel undir högg að sækja. Andri Már skoraði sjö mörk og gaf tvær stoðsendingar....

Molakaffi: Haukur, Þorsteinn, Ísak, Dagur

Haukur Þrastarson skoraði sex mörk og gaf þrjár stoðsendingar þegar Rhein-Neckar Löwen lagði Wetzlar í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gærkvöld. Leikið var á heimavelli Wetzlar. Rhein-Neckar Löwen er í 9. sæti af 18 liðum deildarinnar með 14...
- Auglýsing -

Orri markahæstur í 13 marka sigri í Lissabon

Orri Freyr Þorkelsson var markahæstur hjá Sporting í kvöld þegar liðið vann Kolstad, 44:31, á heimavelli í 9. umferð A-riðils Meistaradeildar Evrópu í handknattleik. Sporting færðist upp í fjórða sæti riðilsins með öruggum sigri á norska liðinu sem skrapar...

Áfram heldur sigurganga Evrópumeistaranna

Evrópumeistarar SC Magdeburg unnu níunda leikinn í Meistaradeild Evrópu í kvöld er þeir lögðu Eurofarm Pelister, 31:26, í Bitola í Norður Makedóníu. Magdeburg er þar með áfram efst með fullt hús stiga í B-riðli keppninnar. Þýska liðið var þremur...

Reynir Þór mætti til leiks eftir 5 mánaða fjarveru

Reynir Þór Stefánsson tók þátt í sínum fyrsta handboltaleik í kvöld frá 22. maí er hann lék með MT Melsungen í sigurleik á HF Karlskrona í 5. umferð Evrópudeildar karla í handknattleik. Reynir Þór skoraði fimm mörk í frumraun...
- Auglýsing -

„Hér er gott að vera“

„Ég er mjög ánægð með nýja samninginn og að stjórnendur félagsins komu snemma að máli við mig og buðu mér nýjan samning,“ segir landsliðskonan Díana Dögg Magnúsdóttir en í gær var tilkynnt um að hún hafi skrifað undir nýjan...

Díana Dögg hefur skrifað undir nýjan samning rétt fyrir HM

Landsliðskonan í handknattleik, Díana Dögg Magnúsdóttir, hefur skrifað undir nýjan samning við þýska liðið Blomberg-Lippe. Nýi samningurinn gildir til loka leiktíðarinnar vorið 2028. Félagið segir frá þessu í dag. Díana Dögg kom til félagsins sumarið 2024 eftir fjögurra ára veru...

Gleðitíðindi berast af Janusi Daða

Þau gleðitíðindi berast frá Szeged í Ungverjalandi að landsliðsmaðurinn Janus Daði Smárason hefur tekið upp þráðinn á ný með Pick Szeged eftir að hafa verið frá keppni síðan í lok september. Hann meiddist þá illa á hné í leik...
- Auglýsing -

Molakaffi: Orri, Þorsteinn, Benedikt, Sigvaldi, Sigurjón, Sveinn

Orri Freyr Þorkelsson skoraði sex mörk í sex skotum þegar Sporting Lissabon vann Marítimo Madeira Andebol, 41:31, í portúgölsku 1. deildinni í handknattleik í gær. Leikið var í Lissabon. Sporting er þar með eitt í efsta sæti deildarinnar...

Góð frammistaða Hauks nægði ekki gegn meisturunum

Haukur Þrastarson og liðsfélagar í Rhein-Neckar Löwen töpuðu naumlega fyrir Füchse Berlin, 33:30, í hörkuleik á heimavelli í dag í 13. umferð þýsku 1. deildarinnar í handknattleik. Haukur skoraði fimm mörk og gaf fimm stoðsendingar. Línumaðurinn Jannik Kohlbacher naut...

Molakaffi: Stiven, Óðinn, Elmar, Tjörvi, Monsi, Ísak, Guðmundur, Grétar, Dagur

Stiven Tobar Valencia skoraði fjögur mörk í naumum sigri Benfica á CF Os Belenense, 30:29, á útivelli í upphafsleik 12. umferðar portúgölsku 1. deildarinnar í handknattleik í gær. Benfica skaust upp í efsta sæti deildarinnar en óvíst er að...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -