- Auglýsing -
- Auglýsing -

Okkar fólk úti

- Auglýsing -

Draumabyrjun þrátt fyrir tap

Þrátt fyrir tap í sínum fyrsta leik sem atvinnumaður í frönsku úrvalsdeildinni í handknattleik getur Kristján Örn Kristjánsson vel við unað með eigin frammistöðu þegar lið hans PAUC, eða Aix, tapaði fyrir stórliði PSG, 34:31, í París. Kristján Örn...

„Þetta er alveg geggjað“

„Ég er í sjöunda himni. Þetta er alveg geggjað enda um að ræða minn fyrsta stóra bikar í meistaraflokki,“ sagði Viktor Gísli Hallgrímsson, landsliðsmarkvörður í handknattleik og nýkrýndur danskur bikarmeistari þegar handbolti.is náði tali af honum áðan skömmu eftir...

Viktor Gísli bikarmeistari

Viktor Gísli Hallgrímsson, landsliðsmarkvörður, varð í dag danskur bikarmeistari í handknattleik með liði sínu, GOG frá Fjóni. GOG vann Team Tvis Holstebro, TTH, 30:28, í úrslitaleik bikarkeppninnar eftir að hafa verið undir í hálfleik 16:15. Leikurinn var hnífjafn og...
- Auglýsing -

Molakaffi: Bjarki með 11, tap, sigur og tap

Bjarki Már Elísson, markakóngur þýsku 1. deildarinnar á síðasta keppnistímabili, skoraði 11 mörk, þar af fjögur úr vítaköstum, þegar lið hans Lemgo vann Nettelsted í æfingaleik í fyrradag, 31:18. Bjarki og félagar taka á móti nýliðum Coburg í fyrstu...

Hvorki gengur né rekur

Íslendingaliðið Ribe-Esbjerg tapaði í dag sínum fjórða leik í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik þegar það heimsótti Mors-Thy, 22:21. Ribe-Esbjerg er þar með enn á meðal neðstu liða deildarinnar, hefur tvö stig að loknum fimm leikjum sem er sennilega fyrir...

Thea kom öflug til leiks

Thea Imani Sturludóttir nýtti tækifærið sem hún fékk í dag með liði sínu Århus United í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik þegar það lék gegn Vendsyssel sem þær Steinunn Hansdóttir og Elín Jóna Þorsteinsdóttir leika með. Thea skoraði fjögur mörk...
- Auglýsing -

Þriðjungur markanna íslenskur

Íslendingar komu mikið við sögu þegar IFK Kristianstad vann öruggan sigur á Redbergslid, 31:25, í 3. umferð sænsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik í dag en leikið var í Stokkhólmi. Ólafur Andrés Guðmundsson skoraði sex mörk fyrir IFK og Teitur...

Viktor Gísli greiddi leiðina í úrslit

Viktor Gísli Hallgrímsson og samherjar í GOG komust í dag í úrslit dönsku bikarkeppninnar í handknattleik er þeir lögðu Bjerringbro/Silkborg, 28:26, í undanúrslitum. Það var ekki síst Viktori Gísla að þakka að GOG komst í úrslitin því hann varði...

Fimmti sigurinn í höfn

Dönsku meistararnir í Aalborg Håndbold, þar sem Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari, unnu í dag fimmta leik sinn í dönsku úrvalsdeildinni og hafa örugga forystu í efsta sæti deildarinnar með 10 stig. Aalborg vann þá Svein Jóhannsson og samherja í...
- Auglýsing -

Óðinn Þór í úrslit

Team Tvis Holstebro er komið í undanúrslit dönsku bikarkeppninnar í handknattleik karla eftir eins marks sigur á Skanderborg, 29:28, í dag en um er að ræða bikarkeppni sem átti að ljúka í vor en tókst ekki vegna kórónuveirunnar. Óðinn Þór...

Í sóttkví í Zwickau

Einn samherji Díönu Daggar Magnúsdóttur hjá þýska handknattleiksliðinu BSV Sachsen Zwickau greindist í gær með kórónuveiruna. Af þeim sökum hefur leikmönnum og starfsmönnum liðsins verið skipað að fara í sóttkví. Leik BSV Sachsen Zwickau sem fram átti að fara...

Molakaffi: Elliði, Guðmundur og Baena

Elliði Snær Viðarsson skoraði eitt mark fyrir Gummersbach þegar liðið tapaði, 28:25, fyrir efstu deildarliði Bergsicher HC í æfingaleik í fyrradag. Þetta var síðasti æfingleikur Gummersbach, sem nú leikur undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssson, áður en deildarkeppnin hefst í...
- Auglýsing -

Best í tvíframlengdum bikarleik

Sandra Erlingsdóttir og samherjar hennar í danska B-deildarliðinu EH Aalborg féllu úr keppni í 16-liða úrslitum bikarkeppninnar í kvöld eftir tvíframlengdan maraþonleik við úrvalsdeildarliðið Silkeborg-Voel á heimavelli, 40:33. Sandra átti stórleik, skoraði átta mörk og átti níu stoðsendingar. Að...

Aron Dagur í sigurliði

Aron Dagur Pálsson og samherjar hans í Alingsås unnu í dag sinn annan leik í röð í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik þegar þeir sóttu liðsmenn Ystads IF heim. Lokatölur 31:26, en það munaði tveimur mörkum á liðunum að loknum...

„Er ennþá að koma mér inn í liðið“

Landsliðskonan í handknattleik, Thea Imani Sturludóttir, flutti sig um set í sumar. Hún fór frá norska úrvalsdeildarliðinu Oppsal yfir til Danmerkur og samdi við Århus United á Jótlandi. Eftir kröftuga byrjun í upphafsleik liðsins í dönsku úrvalsdeildinni hefur Thea...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -