Elín Klara Þorkelsdóttir og nýir liðsfélagar hennar í IK Sävehöf unnu BK Heid í fyrstu umferð 2. riðils sænsku bikarkeppninnar í kvöld, 41:27, þegar leikið var á heimavelli Heid. Að vanda hefja Svíar keppnistímabilið snemma með riðlakeppni bikarkeppninnar.Elín Klara...
Alexander Peterson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari karlalandsliðs Lettlands í handknattleik. Tilkynnt var um ráðningu Alexanders í morgun samhliða því að Margot Valkovskis tók að sér að vera aðalþjálfari landsliðsins. Andris Molotanovs verður þriðja hjólið í þjálfarateyminu sem markvarðaþjálfari.Þetta verður...
Andri Már Rúnarsson skoraði átta mörk fyrir HC Erlangen þegar liðið vann Eisenach í úrslitaleik Silberregion Karwendel Cups í Schwaz í Austurríki í gær, 30:28. Andri Már skoraði 8 mörk en hann skoraði 11 mörk í sigurleik á Ludwigsburg...
Aldís Ásta Heimisdóttir og Lena Margrét Valdimarsdóttir skoruðu þrjú mörk hvor þegar Skara HF vann Skövde, 28:23, á æfingamóti, Annliz cup, í Skövde á föstudagskvöld. Skara skoraði fimm af síðustu sex mörkum leiksins og innsiglaði þar með sigur.Áður hafði...
Einn leikmanna 19 ára landsliðs Noregs sem tekur þátt í heimsmeistaramótinu sem stendur yfir í Egyptalandi, Hlini Snær Birgisson, er sonur Birgis Más Guðbrandssonar og Ásu Einarsdóttur. Hlini Snær hefur gert það gott með landsliðinu á HM til...
Andri Már Rúnarsson fór á kostum með HC Erlangen í sigri liðsins á Ludwigsburg, 37:32, á æfingamóti fjögurra liða í Tirol í gær. Andri Már, sem kom til Erlangen í síðasta mánuði frá Leipzig eftir nokkurn aðdraganda, skoraði 11...
Einar Þorsteinn Ólafsson skoraði þrjú mörk fyrir HSV Hamburg í sjö marka sigri liðsins á norska liðinu Kolstad, 40:33, á æfingamóti (Heidi-Cup) í Þýskalandi í gær.Bræðurnir Arnór Snær Óskarsson og Benedikt Gunnar Óskarsson léku með Kolstad og Sigvaldi Björn...
Ágúst Elí Björgvinsson markvörður hefur verið lánaður frá Ribe-Esbjerg til dönsku meistaranna Alaborg Håndbold. Hann hleypur í skarðið fyrir Niklas Landin, fyrrverandi landsliðsmarkvarðar Dana, sem er meiddur á hné og verður frá keppni a.m.k. í sex til átta vikur,...
Eyjamaðurinn Arnór Viðarsson er á leiðinni frá danska úrvalsdeildarliðinu Fredercia HK sem Guðmundur Þórður Guðmundsson þjálfar. Þetta hefur handbolti.is samkvæmt heimildum og einnig að flest bendi til þess að Arnór færi sig yfir sundið gangi til liðs við sænskt...
Óðinn Þór Ríkharðsson landsliðsmaður í handknattleik skoraði þrisvar sinnum þegar svissnesku meistararnir Kadetten Schaffhausen unnu þýska 2. deildarliðið HSG Konstanz, 36:28, í æfingaleik í gær. Um var að ræða fyrsta æfingaleik svissneska meistaraliðsins sem verið hefur við æfingar síðan...
Guðmundur Bragi Ástþórsson og Ísak Gústafsson fögnuðu sigri að loknum fyrsta æfingaleiknum með TMS Ringsted í fyrradag. Ringsted lagði Team Sydhavsøerne, 32:27. Þrátt fyrir almenna ánægju með sigurinn á samfélagsmiðlum TMS Ringsted er ekkert minnst á tölfræði úr leiknum...
Áfram er haldið að orða Guðjón Val Sigurðsson þjálfara Gummersbach við stól þjálfara þýska handknattleiksliðsins THW Kiel. SportBild í Þýskalandi gerir því skóna í dag að Guðjón Valur sé efstur á óskalista forráðamanna THW Kiel næsta sumar þegar samningur...
Evrópumeistarar SC Magdeburg unnu danska úrvalsdeildarliðið Fredericia HK, 44:32, í æfingaleik í Þýskalandi í gær. Danska liðið sem er undir stjórn Guðmundar Þórðar Guðmundssonar er í æfingabúðum þessa dagana í Goslar í Þýskalandi.Lítið er vitað um tölfræði leiksins. Gísli...
Landsliðskonan Elín Rósa Magnúsdóttir lék sinn fyrsta leik með þýska liðinu Bomberg-Lippe í dag í jafnteflisleik við danska úrvalsdeildarliðið SønderjyskE í æfingaleik í Danmörku, 32:32. Elín Rósa gekk til liðs við Blomberg-Lippe í sumar frá Evrópubikarmeisturum Vals. Hún skoraði...
Pascal Hens fyrrverandi landsliðsmaður Þýskalands og núverandi álitsgjafi þýsku sjónvarpsstöðvarinnar Dyn segir að af öllum félagaskiptum sem áttu sér stað í þýsku 1. deildinni í sumar standi koma Elvars Arnar Jónssonar til Evrópumeistara SC Magdeburg frá MT Melsungen upp...