Eins og áður hefur komið fram verður úrslitaleikurinn á Evrópumóti kvenna í handknattleik sá síðasti hjá norska landsliðinu undir stjórn Þóris Hergeirssonar. Hann hefur tekið þátt í öllum stórmótum norska landsliðsins frá 2001 þegar Þórir var ráðinn aðstoðarþjálfari. Hann...
Birta Rún Grétarsdóttir skoraði ekki fyrir Fjellhammer þegar liðið tapaði sínu fyrsta stigi í næst efstu deild í norska handknattleiknum í gær. Fjellhammer, sem vann fyrstu 10 leiki sínar í deildinni, sættist á skiptan hlut á heimavelli gegn Aker...
Kapphlaup Noregsmeistara Kolstad og Elverum um efsta sæti deildarinnar hélt áfram í dag. Íslendingarnir voru atkvæðamiklir hjá Kolstad í fimm marka sigri liðsins, 36:31, á Bergen á heimavelli. Arnór Snær Óskarsson skoraði fjögur mörk og bróðir hans Benedikt Gunnar...
Tvö efstu lið dönsku úrvalsdeildarinnar í karlaflokki, GOG og Aalborg Håndbold, juku forskot sitt á næstu lið á eftir í dag. Aalborg lagði liðsmenn Guðmundar Þórðar Guðmundssonar í Fredericia HK, 32:30, í Álaborg og GOG lagði Kristján Örn Kristjánsson,...
„Mánudagurinn verður væntanlega tilfinningaríkur. Þá horfir til þess að kafla í lífi mínu verður lokið. Þá tekur eitthvað nýtt við. Ég hlakka til þess en svo sannarlega mun ég sakna landsliðsins og hópsins í kringum hann,“ sagði Þórir Hergeirsson...
Haukur Þrastarson og liðsfélagar í rúmenska meistaraliðinu Dinamo Búkarest töpuðu í dag sínum fyrstu stigum í rúmensku úrvalsdeildinni. Þeir misstu niðu fimm marka forskot á síðustu mínútunum gegn SCM Politehnica Timișoara á útivelli og máttu sætta sig við skiptan...
Einar Bragi Aðalsteinsson skoraði tvö mörk þegar IFK Kristianstad vann Alingsås HK, 34:28, á heimavelli í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gærkvöld. Kristianstad færðist upp að hlið Karlskrona og IK Sävehof í annað til fjórða sæti deildarinnar. Hvert lið...
Norska úrvalsdeildarliðið Drammen hefur selt norsk/íslenska handknattleiksmanninn Viktor Petersen Norberg til þýska liðsins HSG Wetzlar. Gengið var frá sölunni í fyrradag og mætti Viktor galvaskur til æfingar hjá Wetzlar í gær. Samningur Viktors við Wetzlar er til loka leiktíðar...
Janus Daði Smárason og félagar í Pick Szeged unnu Carbonex-Komló, 33:28, í 13. umferð ungversku 1. deildinni í handknattleik í gær. Janus Daði skoraði þrjú mörk í leiknum. Pick Szeged stendur þar með jafnt Veszprém í öðru af tveimur...
Liðin þrjú sem íslenskir handknattleiksmenn leika með í portúgölsku 1. deildinni raða sér áfram í þrjú efstu sæti deildarinnar eftir leiki 16. umferðar sem fram fór í gærkvöld. Meistarar Sporting og liðsmenn Porto eru jöfn í efstu tveimur sætunum...
Bjarki Már Elísson skoraði fjögur mörk og Aron Pálmarsson tvö mörk í 17 marka sigri Veszprém í heimsókn til Tatabánya, 38:21, í 13. umferð ungversku 1. deildarinnar í handknattleik í gær. Frakkinn Nedim Remili var markahæstur með sjö mörk....
MT Melsungen, sem Arnar Freyr Arnarsson og Elvar Örn Jónsson landsliðsmenn leika með, situr eitt í efsta sæti þýsku 1. deildarinnar í handknattleik karla eftir leiki kvöldsins. Melsungen vann HSV Hamburg á heimavelli, 35:28. Á sama tíma tapaði Hannover-Burgdorf...
Nýr markvörður danska úrvalsdeildarliðsins Fredericia HK og fyrrverandi markvörður Vals, Ungverjinn Martin Nagy, fór vel af stað með liðinu í kvöld þegar lærisveinar Guðmundar Þórðar Guðmundssonar lögðu Skjern, 31:27, í 15. umferð dönsku úrvalsdeildarinnar. Nagy kom til félagsins í...
Dagur Gautason fór á kostum með ØIF Arendal í norsku úrvalsdeildinni í kvöld þegar liðið vann Haslum, 38:29. Dagur var markahæstur á vellinum með níu mörk í ellefu skotum. Ekkert markanna skoraði Akureyringurinn úr vítakasti. Arendal færðist upp í...
Tumi Steinn Rúnarsson og liðsfélagar í Alpla Hard komust áfram í átta liða úrslitum austurrísku bikarkeppninnar í gærkvöld. Alpla Hard vann þá grannliðið Bregenz, 37:24, eftir að hafa verið níu mörkum yfir í hálfleik, 21:12. Alla jafna eru viðureignir...