- Auglýsing -
- Auglýsing -

Okkar fólk úti

- Auglýsing -

Íslendingarnir raða sér í þrjú efstu sætin í Portúgal

Liðin þrjú sem íslenskir handknattleiksmenn leika með í portúgölsku 1. deildinni raða sér áfram í þrjú efstu sæti deildarinnar eftir leiki 16. umferðar sem fram fór í gærkvöld. Meistarar Sporting og liðsmenn Porto eru jöfn í efstu tveimur sætunum...

Molakaffi: Aron, Bjarki, Óðinn, Haukar, Daníel

Bjarki Már Elísson skoraði fjögur mörk og Aron Pálmarsson tvö mörk í 17 marka sigri Veszprém í heimsókn til Tatabánya, 38:21, í 13. umferð ungversku 1. deildarinnar í handknattleik í gær. Frakkinn Nedim Remili var markahæstur með sjö mörk....

Melsungen eitt á toppnum – áfram lengist meiðslalisti Magdeburg

MT Melsungen, sem Arnar Freyr Arnarsson og Elvar Örn Jónsson landsliðsmenn leika með, situr eitt í efsta sæti þýsku 1. deildarinnar í handknattleik karla eftir leiki kvöldsins. Melsungen vann HSV Hamburg á heimavelli, 35:28. Á sama tíma tapaði Hannover-Burgdorf...
- Auglýsing -

Nýr markvörður brást ekki – loksins sigur og stórleikur hjá Donna

Nýr markvörður danska úrvalsdeildarliðsins Fredericia HK og fyrrverandi markvörður Vals, Ungverjinn Martin Nagy, fór vel af stað með liðinu í kvöld þegar lærisveinar Guðmundar Þórðar Guðmundssonar lögðu Skjern, 31:27, í 15. umferð dönsku úrvalsdeildarinnar. Nagy kom til félagsins í...

Dagur fór mikinn í öruggum sigri – Íslendingar atkvæðamiklir

Dagur Gautason fór á kostum með ØIF Arendal í norsku úrvalsdeildinni í kvöld þegar liðið vann Haslum, 38:29. Dagur var markahæstur á vellinum með níu mörk í ellefu skotum. Ekkert markanna skoraði Akureyringurinn úr vítakasti. Arendal færðist upp í...

Tumi Steinn og Hannes Jón í 16-liða úrslit

Tumi Steinn Rúnarsson og liðsfélagar í Alpla Hard komust áfram í átta liða úrslitum austurrísku bikarkeppninnar í gærkvöld. Alpla Hard vann þá grannliðið Bregenz, 37:24, eftir að hafa verið níu mörkum yfir í hálfleik, 21:12. Alla jafna eru viðureignir...
- Auglýsing -

Svikahrappur fer um netið í nafni Guðjóns Vals

Svikahrappur fer ljósum logum um netheima undir nafni Guðjóns Vals Sigurðssonar fyrrverandi fyrirliða íslenska landsliðsins og núverandi þjálfara þýska liðsins Gummersbach. Reynt hefur verið árangurslaust að kveða svikahrappinn í kútinn, eftir því sem Guðjón Valur segir í samtali við...

Guðmundur hefur náð í fyrrverandi markvörð Vals

Guðmundur Þórður Guðmundsson þjálfari danska úrvalsdeildarliðsins Fredericia HK hefur fengið ungverska markvörðurinn Martin Nagy til liðs við félagið í skamman tíma til að brúa bil vegna meiðsla markvarðanna Sebastian Frandsen og Thorsten Fries. Nagy lék með Val í Olísdeildinni...

Stiven Tobar fagnaði sigri í í uppgjöri í höfuðborginni

Stiven Tobar Valencia og félagar í Benfica höfðu betur í uppgjöri Lissabon-liðanna þegar þeir unnu meistara Sporting, 38:34, í portúgölsku 1. deildinni í handknattleik í gær. Varnarleikur Sporting hrundi í síðari hálfleik með þeim afleiðingum að liðið fékk á...
- Auglýsing -

Molakaffi: Óðinn, Haukur, Dagur, bræðurnir, Sveinn, Janus, Arnór, Tjörvi

Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði fjögur mörk, öll úr vítaköstum, þegar Kadetten Schaffhausen vann HSC Kreuzlingen, 35:25, í A-deildinni í Sviss í gær. Kadetten Schaffhausen er í efsta sæti deildarinnar með 29 stig eftir 16 leiki. HSC Kreuzlingen situr í...

Frábær varnarleikur í síðari hálfleik skilaði Magdeburg öðru stiginu

Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði fimm mörk og gaf sex stoðsendingar þegar lið hans, SC Magdeburg náði öðru stiginu eftir mikla baráttu í heimsókn til Füchse Berlin í kvöld í síðasta leik dagsins í þýsku 1. deildinni í handknattleik, 31:31....

Fögnuður í Gummersbach og hjá Göppingen

Gummersbach og Göppingen unnu leiki sína í þýsku 1. deildinni í handknattleik en bæði lið hafa Íslendinga innan sinna vébanda. Þriðja liðið sem lék í dag í þýsku 1. deildinni og hefur tengsl við Íslendinga, Leipzig, tapaði hinsvegar á...
- Auglýsing -

Elvar Örn var allt í öllu þegar Melsungen endurheimti efsta sætið

Landsliðsmaðurinn í handknattleik frá Selfossi, Elvar Örn Jónsson, var allt í öllu hjá MT Melsungen í gær þegar liðið endurheimti efsta sæti þýsku 1. deildarinnar með sigri á grannliðinu, Wetzlar, 29:27, í Buderus Arena í Wetzlar. Elvar Örn var...

Þorsteinn Leó markahæstur á vellinum í stórsigri Porto

Mosfellingurinn og landsliðsmaðurinn í handknattleik, Þorsteinn Leó Gunnarsson, átti stórleik með Porto í gærkvöld þegar liðið vann Póvoa AC Bodegão með 20 marka mun á heimavelli, 42:22, í portúgölsku 1. deildinni í handknattleik. Þorsteinn Leó skoraði níu mörk í...

Molakaffi: Harpa, Daníel, Aron Bjarki, Janus, Viktor

Harpa María Friðgeirsdóttir skoraði eitt mark þegar lið hennar TMS Ringsted gerði jafntefli við Søndermarkens IK, 29:29, í næst efstu deild danska handknattleiksins í gær. TMS Ringsted  er í 10. sæti af 12 liðum deildarinnar með sjö stig eftir...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -