Efsta lið þýsku 1. deildarinnar handknattleik karla, MT Melsungen, var sterkara á endasprettinum en leikmenn Gummersbach í kvöld og fór heim með stigin tvö sem leikið var um. Átta mínútum fyrir leikslok var staðan jöfn í Schwalbe-Arena í Gummerbach,...
Einar Bragi Aðalsteinsson og félagar í IFK Kristianstad gerðu sér lítið fyrir og lögðu efsta lið sænsku úrvalsdeildarinnar, Ystads IF, 30:28, í 15. umferð deildarinnar í kvöld en leikið var í Ystad. Var þetta aðeins annað tap Ystads-liðsins á...
Óðinn Þór Ríkharðsson átti stórleik í gær þegar Kadetten Schaffhausen vann HSC Suhr Aarau, 31:29, á útivelli í svissnesku A-deildinni í gær. Óðinn Þór skoraði níu mörk í 10 skotum. Eitt markanna skoraði hann úr vítakasti. Kadetten Schaffhausen er...
Jesper Jensen landsliðsþjálfari Danmerkur sýndi einstakt drenglyndi þegar hann þakkaði Þóri Hergeirssyni landsliðsþjálfara Noregs fyrir 15 ára starf eftir að Noregur vann Danmörku í úrslitaleik EM kvenna í kvöld. Jensen færði Þóri gjöf að skilnaði og sagði hann hafa...
Þórir Hergeirsson kvaddi starf sitt sem landsliðsþjálfari Noregs á viðeigandi hátt í kvöld með því að leiða Noreg í sjötta sinn til sigurs á Evrópumeistaramóti undir sinni stjórn. Um leið fagnaði hann sigri á ellefta stórmóti sínu. Norðmenn kjöldrógu...
Aldís Ásta Heimidóttir og samherjar hennar í Skara HF unnu í dag VästeråsIrsta HF, 31:25, á heimavelli þegar keppni hófst aftur í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik eftir hlé vegna Evrópumótsins. Skara lyfti sér upp í sjötta sæti deildarinnar með...
Eins og áður hefur komið fram verður úrslitaleikurinn á Evrópumóti kvenna í handknattleik sá síðasti hjá norska landsliðinu undir stjórn Þóris Hergeirssonar. Hann hefur tekið þátt í öllum stórmótum norska landsliðsins frá 2001 þegar Þórir var ráðinn aðstoðarþjálfari. Hann...
Birta Rún Grétarsdóttir skoraði ekki fyrir Fjellhammer þegar liðið tapaði sínu fyrsta stigi í næst efstu deild í norska handknattleiknum í gær. Fjellhammer, sem vann fyrstu 10 leiki sínar í deildinni, sættist á skiptan hlut á heimavelli gegn Aker...
Kapphlaup Noregsmeistara Kolstad og Elverum um efsta sæti deildarinnar hélt áfram í dag. Íslendingarnir voru atkvæðamiklir hjá Kolstad í fimm marka sigri liðsins, 36:31, á Bergen á heimavelli. Arnór Snær Óskarsson skoraði fjögur mörk og bróðir hans Benedikt Gunnar...
Tvö efstu lið dönsku úrvalsdeildarinnar í karlaflokki, GOG og Aalborg Håndbold, juku forskot sitt á næstu lið á eftir í dag. Aalborg lagði liðsmenn Guðmundar Þórðar Guðmundssonar í Fredericia HK, 32:30, í Álaborg og GOG lagði Kristján Örn Kristjánsson,...
„Mánudagurinn verður væntanlega tilfinningaríkur. Þá horfir til þess að kafla í lífi mínu verður lokið. Þá tekur eitthvað nýtt við. Ég hlakka til þess en svo sannarlega mun ég sakna landsliðsins og hópsins í kringum hann,“ sagði Þórir Hergeirsson...
Haukur Þrastarson og liðsfélagar í rúmenska meistaraliðinu Dinamo Búkarest töpuðu í dag sínum fyrstu stigum í rúmensku úrvalsdeildinni. Þeir misstu niðu fimm marka forskot á síðustu mínútunum gegn SCM Politehnica Timișoara á útivelli og máttu sætta sig við skiptan...
Einar Bragi Aðalsteinsson skoraði tvö mörk þegar IFK Kristianstad vann Alingsås HK, 34:28, á heimavelli í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gærkvöld. Kristianstad færðist upp að hlið Karlskrona og IK Sävehof í annað til fjórða sæti deildarinnar. Hvert lið...
Norska úrvalsdeildarliðið Drammen hefur selt norsk/íslenska handknattleiksmanninn Viktor Petersen Norberg til þýska liðsins HSG Wetzlar. Gengið var frá sölunni í fyrradag og mætti Viktor galvaskur til æfingar hjá Wetzlar í gær. Samningur Viktors við Wetzlar er til loka leiktíðar...
Janus Daði Smárason og félagar í Pick Szeged unnu Carbonex-Komló, 33:28, í 13. umferð ungversku 1. deildinni í handknattleik í gær. Janus Daði skoraði þrjú mörk í leiknum. Pick Szeged stendur þar með jafnt Veszprém í öðru af tveimur...