Kolstad og Elverum mætast í úrslitum norsku bikarkeppninnar í karlaflokki eftir að hafa unnið leiki sína í undanúrslitum í dag. Kolstad, sem unnið hefur bikarinn tvö undangengin tímabil, lagði Drammen, 33:29, í Drammen. Elverum var hinsvegar í krappari dansi...
Áfram lengist meiðslalistinn hjá þýska liðinu Gummersbach. Franski miðjumaðurinn Kentin Mahé leikur ekki með liðinu næstu vikur vegna meiðsla og verður þar af leiðandi m.a. ekki með gegn FH ytra í næstu viku í Evrópudeildinni í handknattleik. Julian Köster, Teitur...
Haukur Þrastarson landsliðsmaður í handknattleik segir ljóst að hann hafi stigið rétt skref í sumar þegar hann gekk til liðs við rúmenska meistaraliðið Dinamo Búkarest og kvaddi um leið pólska liðið Industria Kielce eftir fjögurra ára veru sem var...
Vilborg Pétursdóttir og samherjar hennar í Stokkhólmsliðinu AIK unnu HK Malmö, 32:24, í 8. umferð Allsvenskan, næst efstu deildar sænska handknattleiksins í gær. Vilborg skoraði fjögur mörk fyrir AIK sem komið er upp í sjötta sæti með níu stig...
Blomberg-Lippe, liðið sem Andrea Jacobsen og Díana Dögg Magnúsdóttir leika með, stendur afar vel að vígi eftir níu marka sigur á TuS Metzingen, 30:21, í fyrri viðureign liðanna í síðari umferð forkeppni Evrópudeildar kvenna í handknattleik sem fram fór...
Tite Kalandadze fyrrverandi leikmaður Stjörnunnar og ÍBV er landsliðsþjálfari Georgíu í handknattleik og hefur verið landsliðsþjálfari karla frá 2021. Undir stjórn Kalandadze tryggðu Georgíumenn sér sæti í lokakeppni stórmóts í fyrsta skipti þegar þegar þeir voru með á EM...
Belgar vöfðust ekkert sérstaklega fyrir króatíska landsliðinu, undir stjórn Dags Sigurðssonar, þegar liðin mættust í 5. riðli undankeppni EM 2026 í handknattleik í Varazdin í kvöld. Króatar voru með leikinn í hendi sér frá byrjun til enda og unnu...
Alfreð Gíslason og liðsmenn hans í þýska landsliðinu hófu undankeppi EM 2026 í kvöld með öruggum sigri á nágrönnum sínum frá Sviss, 35:26, í SAP-Arena í Mannheim. Þýska liðið lék lengst af vel í fyrri hálfleik og var með...
Blomberg-Lippe, með landsliðskonurnar Andreu Jacobsen og Díönu Dögg Magnúsdóttur innan sinna raða, komst í gærkvöld í undanúrslit, final4-helgina, í þýsku bikarkeppninni í handknattleik eftir sannfærandi sigur, 35:31, á Oldenburg á heimavelli.
Bikarmeistarar síðasta tímabils, TuS Metzingen með Söndru Erlingsdóttur,...
Elín Jóna Þorsteinsdóttir landsliðsmarkvörður og félagar hennar í Aarhus Håndbold töpuðu í gær fyrir Silkeborg-Voel, 32:25, á heimavelli í 7. umferð dönsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik. Elín Jóna stóð í marki Aarhus Håndbold um það bil hálfan leikinn og varði...
Guðmundur Bragi Ástþórsson skoraði fimm mörk, öll úr vítaköstum, þegar Bjerringbro/Silkeborg og TMS Ringsted skildu jöfn, 28:28, í Silkeborg í gær en leikurinn var liður í 10. umferð dönsku úrvalsdeildarinnar. Leikurinn var afar jafn og spennandi. Ringsted var marki...
Dana Björg Guðmundsdóttir landsliðskona í handknattleik skoraði sex mörk fyrir Volda þegar liðið tapaði fyrir Pors, 27:26, í næst efstu deild norska handknattleiksins í gær. Volda var með tveggja marka forskot þegar fyrri hálfleikur var að baki, 19:17. Liðunum...
Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon léku báðir með SC Magdeburg í kvöld á heimavelli þegar liðið vann Lemgo, 30:27, í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Báðir urðu þeir fyrir hnjaski í viðureign Magdeburg og RK Zagreb í...
Norsku meistararnir Kolstad unnu Drammen, 31:26, í norsku úrvalsdeildinni í karlaflokki í Kolstad Arena í Þrándheimi í gær og halda þar með öðru sæti deildarinnar. Kolstad er með 16 stig að loknum níu leikjum. Drammen situr áfram í fjórða...
Harpa María Friðgeirsdóttir skoraði þrjú mörk í fjögurra marka tapi TMS Ringsted til Randers á Jótlandi í gær í næst efstu deild danska handknattleiksins, 26:22. Randers-liðið var tveimur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 15:13. TMS Ringsted er í...