Ágúst Elí Björgvinsson markvörður hefur samið við KA. Frá þessu segir KA á samfélagsmiðlum í kvöld. Hann kemur til félagsins um áramótin þegar opnað verður fyrir félagaskipti. Samningur Ágústs Elís við KA er til eins og hálfs árs.
Ágúst...
Ungverski handknattleiksmaðurinn Barnabás Rea og handknattleiksdeild Stjörnunnar hafa komist að samkomulagi um slit á samningi hans við félagið, bæði sem leikmaður og aðstoðarþjálfari yngri flokka.
Rea gekk til liðs við Stjörnuna fyrir núverandi tímabil á láni frá ungverska stórliðinu Pick...
Tveir leikmenn eru jafnir í efsta sæti á lista yfir markahæstu leikmenn Olísdeildar karla þegar 15 umferðir af 22 eru að baki. Baldur Fritz Bjarnason, ÍR, sem varð markakóngur síðasta tímabils, hefur dregið KA-manninn Bjarna Ófeig Valdimarsson uppi í...
Fimmtándu og síðustu umferð ársins í Olísdeild karla í handknattleik lauk á mánudagskvöld. Hlé hefur verið gert á keppni í deildinni fram til 4. febrúar vegna undirbúnings og síðar þátttöku íslenska landsliðsins á Evrópumótinu sem stendur yfir frá 15....
Þegar 15. og síðustu umferð Olísdeildar karla lauk í gærkvöld voru leikir umferðarinnar að vanda gerðir upp í Handboltakvöldi. FH-ingurinn Garðar Ingi Sindrason var valinn leikmaður umferðarinnar. Hann dró félaga sína áfram í naumum sigri á Stjörnunni, 33:31, í...
Össur Haraldsson var úrskurðaður í eins leiks keppnisbann á fundi aganefndar HSÍ í dag og má þar af leiðandi ekki leika með þegar Haukar mæta HK í átta liða úrslitum bikarkeppni HSÍ á föstudaginn á Ásvöllum. Össur var útilokaður...
Færeyingurinn Sveinur Ólafsson var leikmaður 14. umferðar Olísdeildar karla í handknattleik að mati sérfræðinga Handboltahallarinnar. Sveinur lék á als oddi með Aftureldingarliðinu gegn KA á fimmtudagskvöld í sigri Aftureldingar. Sveinur skoraði átta mörk í tíu skotum, var með fjögur...
Neðsta lið Olísdeildar karla, ÍR, náði að velgja leikmönnum Aftureldingar undir uggum í viðureign liðanna í Olísdeild karla í handknattleik í gærkvöld. ÍR var með yfirhöndina lengi vel. Aftureldingarmenn skoruðu fjögur mörk í röð frá og með 53. mínútu...
Valur situr í efsta sæti Olísdeildar karla í handknattleik næstu vikurnar. Valur vann Selfoss í baráttuleik í Sethöllinni á Selfossi í kvöld, 43:40, þegar fimm síðustu leikir ársins í deildinni fóru fram. Selfoss veitti harða mótspyrnu en skorti herslumun...
Síðustu leikir ársins í Olísdeild karla fara fram í kvöld. Fimm viðureignir eru á dagskrá. Að leikjunum loknum verður gert hlé til 4. febrúar vegna undirbúnings og þátttöku karlalandsliðsins á Evrópumótinu í handknattleik sem hefst um miðjan janúar.
Olísdeild karla,...
Handknattleiksmaðurinn Reynir Þór Stefánsson var í dag valinn íþróttamaður Fram 2025.
Reynir Þór Stefánsson er einn af efnilegri handknattleiksmönnum landsins. Hann er aðeins tvítugur en lauk sl. vor sínu fjórða tímabili með meistaraflokki karla. Í lok tímabilsins stóð liðið uppi...
ÍBV vann Þór með fimm marka mun, 32:27, í síðasta leik liðanna á þessu ári í Olísdeild karla í handknattleik. Leikið var í Íþróttahöllinni á Akureyri. Um var að ræða upphafsleik 15. umferðar deildarinnar. Umferðinni verður framhaldið annað kvöld...
„Við komum af miklum krafti inn í leikinn og þess vegna hafði ég mjög góða tilfinningu strax frá byrjun,“ sagði Stefán Árnason þjálfari Aftureldingar í viðtali við sjónvarp Símans/Handboltapassann eftir sigurleik Aftureldingar á KA, 28:22, í 14. umferð Olísdeildar...
Þorvaldur Tryggvason, línu- og varnarmaðurinn sterki hjá Aftureldingu, sneri sig á hægri ökkla á síðustu mínútum viðureignar KA og Aftureldingar í KA-heimilinu í gærkvöld. Hafði hann þá átt stórleik í vörn Mosfellinga.
„Meiðsli Þorvaldar eru vonandi ekkert alvarleg en...
Danski handknattleiksmaðurinn Oscar Sven Leithoff Lykke, sem farið hefur mikinn með Aftureldingu í undanförnum leikjum í Olísdeildinni, var ekki með í kvöld þegar Afturelding lagði KA, 28:22, í 14. umferðinni í KA-heimilinu.
Stefán Árnason þjálfari Aftureldingar sagði við handbolta.is...