Haukur Leó Magnússon hefur skrifað undir sinn fyrsta samning við meistaraflokk karla í handbolta hjá ÍBV.Haukur Leó er aðeins 17 ára gamall og leikur sem vinstri hornamaður, en hefur einnig sýnt mikinn styrk í varnarleiknum sem bakvörður. Hann kemur...
Víkingur vann stórsigur á Selfoss, 38:28, í síðari leik kvöldsins í fyrstu umferð Ragnarsmóts karla í handknattleik í Sethöllinni á Selfossi. Verulegur munur var á liðunum nánast frá upphafi til enda. Víkingur var sjö mörkum yfir að lokum fyrri...
HK og ÍBV skildu jöfn, 25:25, í upphafsleik Ragnarsmótsins í handknattleik karla í Sethöllinni á Selfossi í kvöld. Einn af nýju leikmönnum ÍBV, Jakob Ingi Stefánsson, tryggði liðinu annað stigið. HK var tveimur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik,...
Rúnar Kárason handknattleiksmaður hjá Fram og fyrrverandi leikmaður og samherji Kára Kristjáns Kristjánssonar hjá ÍBV segir viðskilnað og samskipti ÍBV við Kára Kristján minna sig á fjölskylduharmleik sem fari fram fyrir opnum tjöldum. Skiljanlega sé erfitt og leiðinlegt að...
Gunnar Kári Bragason hefur samið við handknattleiksdeild Selfoss, en hann kemur á láni frá FH út komandi tímabil. Hann gekk til liðs við FH fyrir ári.Gunnar Kári er 21 árs línumaður uppalinn á Selfossi. Þar steig hann sín...
Brynjar Vignir Sigurjónsson nýr markvörður HK ristarbrotnaði í æfingaleik HK og Stjörnunnar á fimmtudagskvöld. Brynjar Vignir staðfesti ótíðindin við handbolta.is í dag. Ljóst er að hann verður frá keppni á fyrstu vikum nýs tímabils en aðeins eru þrjár vikur...
Valur heldur áfram sigurgöngu sinn í æfingaleikjum fyrir átökin í Olísdeild karla í handknattleik. Í dag lögðu Valsmenn lið Aftureldingar, 36:34, í hörkuleik í N1-höllinni á Hlíðarenda. Tveggja marka munur var einnig að loknum fyrri hálfleik, 20:18. Leikurinn þótt...
Markvörðurinn Guðmundur Helgi Imsland skrifaði í gær undir samning hjá Handknattleiksdeild KA og tók þátt í sínum fyrsta leik fyrir félagið er hann kom inn á í 29:23 sigri KA á Þór í upphafsleik KG Sendibílamótsins.Guðmundur Helgi sem er...
Eins og undanfarin ár heldur handbolti.is skrá yfir helstu félagaskipti meðal handknattleiksfólks sem greint hefur verið frá á síðustu mánuðum og vikum, jafnt innanlands sem utan.Hér fyrir neðan er það sem hæst ber í félagaskiptum á meðal handknattleikskarla og...
Vilhelm Gauti Bergsveinsson hefur framlengt samning sinn við HK og verður þar með áfram aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla og aðalþjálfari HK2 í Grill 66- deildinni keppnistímabilið 2025/2026.Vilhelm Gauti lék árum saman með HK en sneri sér síðar að þjálfun og...
Ekkert verður úr því að Kári Kristján Kristjánsson leiki með ÍBV á næsta keppnistímabili. Að hans sögn ákvað félagið að bjóða honum ekki nýjan samning í sumar. Frá því segir Kári Kristján í samtali við Handkastið en miðilinn...
KA átti víst ekki í teljandi vandræðum með Þór í fyrri viðureign liðanna í KG Sendibílamótinu í handknattleik karla í KA-heimilinu í kvöld. Akureyri.net greinir frá að leikurinn hafi endað með sex marka sigri KA manna, 29:23. Þeir voru...
Bergvin Snær Alexandersson, ungur og uppalinn markmaður Aftureldingar sýndi frábær tilþrif í gær þegar Afturelding lagði Gróttu í æfingaleik í Hertzhöllinni, 31:20. Hann gerði sér lítið fyrir og varði vítakast og náði auk þess að verja skot eftir að...
Afturelding lagði Grill 66-deildarlið Gróttu með 11 marka mun, 31:20, æfingaleik í karlaflokki í Hertzhöllinni á Seltjarnarnesi í kvöld. Bæði lið hafa tekið nokkrum breytingum auk þess sem aðrir þjálfarar hafa tekið við stjórn liðanna. Stefán Árnason er nú...
Valur vann öruggan sigur á liði Selfoss í æfingaleik karlaliða félaganna í kvöld, 36:26, en tíu marka munur var einnig þegar fyrri hálfleikur var að baki, 20:10. Valsliði virðist til alls líklegt undir stjórn nýs þjálfara, Ágústs Þórs Jóhannssonar.Gunnar...