Færeyski handknattleiksmaðurinn Allan Norðberg hefur framlengt samning sinn við Val til næstu tveggja ára. Allan kom til Vals sumarið 2023 eftir fimm ára veru hjá KA.Allan hefur fallið vel inn í hópinn hjá Val og leikið mikilvægt hlutverk jafnt...
Davíð Örn Hlöðversson hefur verið ráðinn aðalþjálfari karlaliðs Gróttu í handbolta til næstu þriggja ára. Davíð Örn tekur við liðinu af Róberti Gunnarssyni eftir að núverandi tímabili lýkur, en Davíð hefur verið aðstoðarþjálfari liðsins undanfarin þrjú keppnistímabil.Gróttuliðið hefur undanfarin...
„Þessi leikur skipti miklu máli í keppninni um áttunda sæti og það er sárt að tapa honum,“ sagði Halldór Stefán Haraldsson þjálfari karlaliðs KA eftir tap fyrir HK í Kórnum í kvöld í Olísdeild karla í uppgjöri liðanna í...
„Það var ljóst ef við ætluðum okkur áttunda sæti þá yrðum við að vinna þennan leik,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon þjálfari karlaliðs HK eftir fjögurra marka sigur á KA, 33:29, í Olísdeild karla í handknattleik í Kórnum í kvöld.„Ég...
HK steig í kvöld mikilvægt skref í átt að sæti í úrslitakeppni Olísdeildar karla í fyrsta sinn í 13 ár þegar liðið vann KA, 33:29, í síðasta leik 18. umferðar í Kórnum. HK hefur 16 stig í áttunda sæti...
HK og KA mætast í síðasta leik 18. umferðar Olísdeildar karla í handknattleik í Kórnum klukkan 18 í dag. Liðin sitja í áttunda og níunda sæti deildarinnar. HK er í áttunda sæti með 14 stig. KA er tveimur stigum...
FH og Fram er áfram jöfn að stigum í tveimur efstu sætum Olísdeildar karla í handknattleik eftir leiki kvöldsins. FH lagði Gróttu, 27:23, í Kaplakrika eftir að hafa verið tveimur mörkum undir í hálfleik, 12:10. Fram skoraði 41 mark...
Átjánda umferð Olísdeildar karla hófst í gærkvöld með viðureign Stjörnunnar og Hauka. Áfram verður haldið í kvöld með fjórum viðureignum. Efstu liðin fjögur verða öll í eldlínunni.Leikir kvöldsinsOlísdeild karla:Vestmannaeyjar: ÍBV - Afturelding, kl. 19.N1-höllin: Valur - Fjölnir, kl. 19.30.Kaplakriki:...
Vilius Rasimas markvörður fór á kostum í marki Hauka þegar liðið vann Stjörnuna, 29:23, í Olísdeild karla í handknattleik í Hekluhöllinni í Garðabæ í kvöld í upphafsleik 18. umferðar. Rasimas varði 19 skot og skoraði auk þess eitt mark...
Stjarnan og Haukar mætast í kvöld jafnt í Olísdeild kvenna og í Olísdeild karla. Kvennaliðin eigast við á Ásvöllum í Hafnarfirði klukkan 18. Tveimur stundum síðar verða karlalið félaganna í sviðsljósinu í Hekluhöllinni í Garðabæ.Haukar er í fjórða sæti...
Einn leikur fer fram í Olísdeild kvenna í handknattleik í kvöld. Íslands- og bikarmeistarar Vals taka á móti Selfossi í N1-höllinni á Hlíðarenda klukkan 19.30. Leikurinn er fyrr á ferðinni vegna tveggja leikja Vals við Slavía Prag í átta...
Fjögur lið eru í hnapp í efstu sætum Olísdeildar karla í handknattleik þegar fimm umferðir eru eftir. FH og Fram hafa 25 stig hvort, Afturelding og Valur 24 stig hvort lið.Hér fyrir neðan eru taldir upp þeir leikir sem...
ÍBV lagði Gróttu með tveggja marka mun í viðureign liðanna í Vestmannaeyjum í dag í Olísdeild karla í handknattleik, 31.29, eftir hafa einnig verið tveimur mörkum yfir í hálfleik, 17:15.Eyjamenn sitja í sjötta til sjöunda sæti deildarinnar með 18...
Einn leikur fer fram í Olísdeild karla í dag og einnig ein viðureign í Grill 66-deild karla. Ekki verður heldur slegið slöku við kappleiki í 2.deild karla. Leikirnir í Olísdeild karla og í Grill 66-deild kvenna verða vonandi sendir...
Valur vann ÍR með 17 marka mun í hreint ævintýralegum markaleik í Olísdeild karla í Skógarseli síðdegis í dag, 48:31. Vafalaust er ár og dagur liðin síðan lið skoraði 48 mörk í kappleik í efstu deild hér á landi....