Elín Rósa Magnúsdóttir hefur gert tveggja ára samning við þýska stórliðið HSG Blomberg Lippe frá og með komandi sumri. HSG Blomberg er sem stendur í 4.sæti í þýsku 1. deildinni. Auk þess er liðið komið í átta liða úrslit...
Elín Klara Þorkelsdóttir landsliðskona í handknattleik og leikmaður nýkrýndra bikarmeistara Hauka hefur samið við sænska meistaraliðið IK Sävehof til þriggja ára. Sænska liðið sagði frá vistaskiptunum í morgun en þau taka gildi í sumar að loknu keppnistímabilinu.Elín Klara er...
Ein fremsta handknattleikskona sem Ísland hefur átt, Karen Knútsdóttir, lék sinn síðasta keppnisleik í dag þegar lið hennar Fram mætti Haukum í úrslitaleik Poweradebikarsins á Ásvöllum. Karen staðfesti þetta í samtali við Þorkel Gunnar Sigurbjörnsson hjá RÚV í leikslok.Karen...
Handknattleikskonan Mariam Eradze hefur ekki leikið með Íslandsmeisturum Vals það sem af er leiktíðar en vonir stóðu til þess að hún kæmi til leiks um áramótin. Mariam sleit krossband á æfingamóti á Selfossi rétt áður en keppni í Olísdeildinni...
Pólsku handknattleikskonurnar Karolina Olszowa og Marta Wawrzynkowska fara frá ÍBV að keppnistímabilinu loknu. Þetta segir Sigurður Bragason þjálfari ÍBV spurður um breytingar sem fyrirsjáanlegar eru á leikmannahópi ÍBV þegar keppnistímabilinu lýkur.„Pólverjarnir verða pottþétt ekki áfram,“ segir Sigurður í viðtali...
Á dögunum var tilkynnt að Sigurður Bragason hætti í vor þjálfun meistaraflokksliðs ÍBV eftir sjö ár í brúnni. Magnús Stefánsson þjálfari karlaliðsins undanfarin tvö ár tekur við af Sigurði.„Þetta er bara orðið gott og kominn tími til að hvíla...
Á dögunum var sagt frá því að Sunna Jónsdóttir handknattleikskona hjá ÍBV hafi ákveðið að láta gott heita með landsliðinu eftir 16 ára feril. Hún segir ákvörðunina sína hafa legið fyrir um nokkurn tíma eða frá því fyrir EM...
„Þetta var bara mjög lélegt hjá okkur í dag, ekki síst í fyrri hálfleik þegar við vorum bara ekki með og fengum á okkur 21 mark sem er óvenjulegt því við höfum staðið fínar varnir í flestum leikjum í...
„Þetta var virkilega góður sigur í dag. Okkur tókst að keyra yfir þær í fyrri hálfleik. Þá small allt saman hjá okkur,“ sagði Sara Dögg Hjaltadóttir leikmaður ÍR í samtali við handbolta.is í dag eftir sigur ÍR á ÍBV,...
Fram færðist aftur upp í annað sæti Olísdeildar kvenna í handknattleik í dag með níu marka sigri á Gróttu í Hertzhöllinni á Seltjarnarnesi, 32:23, eftir að hafa verið þremur mörkum yfir í hálfleik, 14:11. Sigurinn var e.t.v. ekki eins...
ÍR færðist upp að hlið Selfoss með 13 stig með öruggum sigri á ÍBV, 34:30, í Olísdeild kvenna í handknattleik í Skógarseli í dag. ÍR var með yfirhöndina frá byrjun til enda, m.a. var sjö marka munur að loknum...
Ekki verður slegið slöku við á handknattleiksvöllum landsins í dag. Tveir leikir fara fram i Olísdeild kvenna. Auk þess hefjast tveir leikir í Evrópubikarkeppni kvenna með hálftíma millibili þegar kemur fram yfir miðjan dag, annarsvegar á Hlíðarenda og hinsvegar...
Handknattleikskonurnar ungu Elín Klara Þorkelsdóttir og Embla Steindórsdóttir fóru á kostum með liðum sínum, Haukum og Stjörnunni, þegar þau mættust í Olísdeild kvenna í handknattleik á Ásvöllum í kvöld. Elín Klara og félagar höfðu betur, 29:24, eftir að hafa...
Stjarnan og Haukar mætast í kvöld jafnt í Olísdeild kvenna og í Olísdeild karla. Kvennaliðin eigast við á Ásvöllum í Hafnarfirði klukkan 18. Tveimur stundum síðar verða karlalið félaganna í sviðsljósinu í Hekluhöllinni í Garðabæ.Haukar er í fjórða sæti...
Valur heldur sigurgöngu sinni áfram í Olísdeild kvenna í handknattleik. Liðið vann í kvöld sinn sextánda leik í deildinni þegar lið Selfoss kom í heimsókn í N1-höllina á Hlíðarenda. Valsliðið fór á kostum í fyrri hálfleik, ekki síst Hafdís...