Handknattleiksdeild Gróttu hefur gert tveggja ára samninga við Arndísi Áslaugu Grímsdóttur og Elísabetu Ásu Einarsdóttur. Báðar eru þær fæddar árið 2007 og eru leikmenn 3. flokks kvenna.
Arndís tók þátt í 11 leikjum með meistaraflokki í fyrra og Elísabet Ása...
Olísdeildarliðin ÍBV og Selfoss unnu andstæðinga sína, Víking og FH, örugglega í fyrstu umferð Ragnarsmótsins í handknattleik kvenna í Sethöllinni á Selfossi í kvöld. Selfoss, sem endurheimti sæti sitt í Olísdeildinni í vor eftir yfirburðasigur í Grill 66-deildinni, var...
Í kvöld verður flautað til leiks á Ragnarsmótinu í handknattleik kvenna í Sethöllinni á Selfossi. Fjögur lið reyna með sér næstu daga, FH, ÍBV, Selfoss og Víkingur.Fyrri leikurinn á þessum fyrsta leikdegi Ragnarsmóts kvenna verður á milli ÍBV og...
Handknattleikstímabilið hefst formlega á miðvikudagskvöld þegar FH og Valur mætast í Meistarakeppni HSÍ í karlaflokki í íþróttahúsinu í Kaplakrika, heimavelli Íslands- og deildarmeistara FH. Andstæðingurinn, Valur, vann bikarkeppnina á síðasta keppnistímabili auk Evrópubikarkeppninnar í maí. Flautað verður til leiks...
Sigurgeir Jónsson eða Sissi eins og hann er oftast kallaður hefur skrifað undir samning við handknattleiksdeild Vals. Sissi kemur inn í þjálfarateymi meistaraflokks kvenna og vera Ágústi Þór Jóhannssyni, Degi Snæ Steingrímssyni og Hlyni Morthens innan handar ásamt því...
Handknattleikskonan Tinna Valgerður Gísladóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning við handknattleiksdeild Gróttu. Tinna Valgerður er fædd árið 2000 og er uppalin á Nesinu og hefur lengst af leikið undir merkjum Gróttu. Tímabilin 2021-2023 lék Tinna Valgerður með Olísdeildarliði...
Aðeins eru rétt rúmar þrjár vikur þangað til keppni hefst í Olísdeild kvenna í handknattleik og undirbúningur liðanna hafinn fyrir nokkru af miklum krafti. Íslandsmeistarar Vals fara til Purto De La Cruz á Tenerife í dag í vikulangar æfingabúðir....
Soffía Steingrímsdóttir markvörður Gróttu leikur ekkert með nýliðum Olísdeildar kvenna á næsta keppnistímabili. Hún hefur meistaranám í verkfræði við danskan háskóla í haust. Soffía staðfesti áætlanir sínar við handbolta.is í dag.
„Ég er þó enn að æfa með liðinu og...
Línukonan öfluga, Sigrún Ása Ásgrímsdóttir, leikur ekkert með ÍR á næsta keppnistímabili eftir að hún sleit krossband í hné á æfingu í sumar. Þetta staðfesti Sólveig Lára Kjærnested þjálfari ÍR-liðsins við handbolta.is.
Sigrún Ása var annar fyrirliði ÍR-liðsins á síðasta...
Auður Ester Gestsdóttir hægri hornamaður Íslands- og bikarmeistara Vals leikur ekkert með Val á næsta keppnistímbili. Hún er ólétt og tekur sér þar af leiðandi hlé frá handknattleik. Þetta staðfesti Ágúst Þór Jóhannsson þjálfari Vals í spjalli yfir molakaffi...
Fram hefur krækt Darija Zecevic Radulovic, markvörð, sem leikið hefur undanfarin ár með Stjörnunni. Samningurinn gildir fyrir komandi leiktíð, eftir því sem fram kemur í tilkynningu úr Lambhagahöllinni í dag.
Darija, sem er Svartfellingur hefur mikla reynslu í íslenskum handbolta....
Auglýst er eftir markverði fyrir íslenskt kvennalið í efstu deild á Facebook-síðu handknattleiksáhugafólks í Færeyjum, Hondbóltskjak, í dag. Ekki kemur fram fyrir hvaða lið, en sagt að aðstæður séu góðar.
4players Sport Agency er skráð fyrir færslunni. Áhugasömum er bent...
Eyjakonan Sara Dröfn Richardsdóttir hefur samið við handknattleiksdeild Umf. Selfoss til þriggja ára en Selfossliðið leikur á ný í Olísdeildinni á næstu leiktíð eftir árs veru í Grill 66-deildinni.
Sara Dröfn er hægri hornamaður sem kemur til Selfoss frá uppeldisfélagi...
Akureyringurinn Hildur Lilja Jónsdóttir hefur kvatt Aftureldingu að lokinni eins árs veru og samið við Olísdeildarlið Fram til næstu þriggja ára.
Hildur Lilja er örvhent skytta og var í U20 ára landsliðinu sem hafnaði í sjöunda sæti á HM í...
Guðrún Maryam Rayadh hefur framlengt samningi sínum við handknattleiksdeild ÍR til 2026. Guðrún, sem fædd er árið 2001 er skytta að upplagi en getur leyst allar stöður utan af velli auk þess að vera öflugur varnarmaður. Hún var fastamaður...