- Auglýsing -
- Auglýsing -

Útlönd

- Auglýsing -

Áratugur síðan Wiegert tók við þjálfun SC Magdeburg

Í dag eru 10 ár síðan einn sigursælasti þjálfari í evrópskum handknattleik á síðari árum, Bennet Wiegert, tók við þjálfun þýska karlaliðsins SC Magdeburg. Wiegert var ráðinn í kjölfar þess að Geir Sveinsson var leystur frá störfum.Wiegert er 43...

Reistad sú besta annað HM í röð – einnig markahæst

Norska handknattleikskonan Henny Reistad var valin mikilvægasti leikamaður heimsmeistaramótsins 2025 sem lauk í Rotterdam í kvöld með sigri norska landsliðsins. Þetta er annað heimsmeistaramótið í röð sem Reistad er valin mikilvægasti leikmaðurinn. Einnig var hún í úrvalsliði HM 2021...

Noregur heimsmeistari í fimmta sinn – Lunde kvaddi með stórleik

Noregur varð heimsmeistari í handknattleik kvenna í fimmta sinn í kvöld. Norska landsliðið vann það þýska, 23:20, í úrslitaleik í Rotterdam. Um leið er þetta í 13. sinn sem Noregur vinnur til verðlauna á heimsmeistaramóti í kvennaflokki. Fjögur ár...
- Auglýsing -

HM kvenna ”25 – dagskrá, úrslit – síðustu dagarnir

Úrslit og leikjadagskrá síðustu leikjana á heimsmeistaramóti kvenna í handknattleik 2025. Einnig röð þjóðanna 32. Úrslitaleikir 14. desember - Rotterdam:Bronsleikur: Frakkland - Holland 33:31 (26:26) (15:14).Úrslitaleikur: Noregur - Þýskaland 23:20 (11:11). Undanúrslit 12. desember - Rotterdam:Þýskaland - Frakkland 29:23 (15:12).Noregur...

Fyrstu bronsverðlaun Frakka á HM

Franska landsliðið tryggði sér bronsverðlaunin á heimsmeistaramóti kvenna í handknattleik með sigri á Hollendingum, 33:31, í framlengdri viðureign í Rotterdam í dag. Dione Housheer jafnaði metin fyrir Hollendinga undir lok venjulegs leiktíma sem varð til þess að framlengja varð...

Yfir 200 þjóðir eiga aðild að IHF en hversu margar eru virkar?

Framundan eru forsetakosningar hjá Alþjóða handknattleikssambandinu , IHF, á þingi sambandsins þess 19. og 21. desember í Kaíró á Egyptalandi.  Alls eiga 211 ríki aðild að IHF. Stór hluti þeirra hefur litla sem enga virkni eins og bent er á...
- Auglýsing -

Þýskaland hefur átta sinnum unnið verðlaun á HM

Þýskaland leikur í dag í fjórða sinn um verðlaun og í annað skiptið til úrslita á heimsmeistaramóti kvenna í handknattleik eftir að ríkin voru sameinuð árið 1990. Frá 1945, formlega frá 1949 til 1990, voru þýsku ríkin tvö. Átta verðlaun...

Molakaffi: Vyakhireva, Smits, Polman, Abbingh, Vogel, Bölk, Pekeler, Heinevetter, Månson

Danska meistaraliðið Odense Håndbold hefur staðfest að hafa gert tveggja ára samning við rússnesku handknattleikskonuna Anna Vyakhireva. Hún kemur til Danmerkur næsta sumar. Samningurinn er til tveggja ára. Vyakhireva er að margra mati besta örvhenta handknattleikskona heims. Hún leikur...

Áhugi fyrir handbolta hefur vaxið í Hollandi

Handknattleikur fær venjulega ekki mikla athygli í hollenskum fjölmiðlum, en síðustu daga hefur verið þar undantekning á. Eftir frábæra frammistöðu hollenska landsliðsins á HM hefur umfjöllun í öllum fréttamiðlum aukist verulega, eftir því sem segir í frétt TV2 í...
- Auglýsing -

Annir koma í veg fyrir að Moustafa mæti til Rotterdam

Sökum anna verður Hassan Moustafa, forseti Alþjóða handknattleikssambandsins, IHF, ekki viðstaddur úrslitaleiki heimsmeistaramóts kvenna. Hann er störfum hlaðinn upp fyrir haus við undirbúning þings IHF sem hefst á föstudaginn í Kaíró. Moustafa, sem er 81 árs, sækist eftir endurkjöri...

Enn einn stórsigur Noregs á HM – mæta Þýskalandi í úrslitaleik

Noregur leikur til úrslita við Þýskaland á heimsmeistaramóti kvenna í handknattleik á sunnudaginn. Norska landsliðið vann afar öruggan sigur á hollenska landsliðinu í síðari úrslitaleik mótsins í Rotterdam í kvöld, 35:25. Þetta var áttundi sigur norska landsliðsins á mótinu...

Þjóðverjar leika til úrslita á HM

Þýskaland leikur til úrslita á heimsmeistaramóti kvenna í handknattleik á sunnudaginn. Þjóðverjar unnu sannfærandi sigur á Frökkum í undanúrslitaleik í Rotterdam í kvöld, 29:23. Þýska liðið skoraði þrjú síðustu mörk leiksins. Þýskt landslið hefur ekki leikið til úrslita á...
- Auglýsing -

Spánverjar kæra kynþáttaníð sem landsliðið varð fyrir á HM

Spænska handknattleikssambandið hefur kært til lögreglu kynþáttaníð og hatursorðræðu sem leikmenn kvennalandsliðsins urðu fyrir á samfélagsmiðlum meðan þeir tóku þátt í heimsmeistaramótinu í Þýskalandi á dögunum. Ekki síst var ráðist að leikmönnum landsliðsins með niðrandi skrifum eftir tapleikinn gegn Færeyingum...

Ilic og aðstoðarmaður hafa tekið pokann sinn

Momir Ilic, sem þjálfað hefur þýska handknattleiksliðið Wetzlar síðan í maí, var látinn taka pokann sinn í dag ásamt aðstoðarmanni sínum, Vladan Jordovic. Félagið tilkynnti þetta í dag en í gær lék Wetzlar ellefta leikinn í röð án sigurs...

„Íþróttin okkar er deyjandi“

Það er víðar en á Íslandi þar sem peningleysi hrjáir rekstur handknattleiksfélaga. Í Serbíu er staðan alvarleg að sögn Vladan Matić þjálfara Vranje sem er í sjötta sæti af 12 liðum úrvalsdeildar karla. Matić sendi á dögunum frá sér...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -