Hlynur Leifsson verður eftirlitsmaður á leik Færeyinga og Svisslendinga í fyrstu umferð C-riðils Evrópumóts 20 ára landsliða karla í Slóveníu klukkan 10 í dag. Þar með er ekki öll sagan sögð því Hlynur verður einnig eftirlitsmaður á leik Spánar...
Danski handknattleiksmaðurinn Mikkel Hansen er á meðal 23 danskra íþróttamanna sem vann mál sem höfðað var gegn veðmálafyrirtækinu Bet365 fyrir ólöglega notkun á ímynd þeirra í tengslum við auglýsingar veðmálafyrirtækisins. Meðal annarra þekktra danska íþróttamanna sem var í hópnum...
Franska handknattleiksliðið Brest Bretagne hefur keypt rússnesku handknattleikskonuna Önnu Vyakhireva frá norsku meisturunum Vipers Kristiansand fyrir metfé, alltént þegar kvenkyns handknattleiksmaður á í hlut. Kaupverðið er 170.000 evrur, jafnvirði liðlega 25 milljóna króna, eftir því sem m.a. kemur fram...
Norski landsliðsmarkvörðurinn Torbjørn Bergerud kveður norska meistaraliðið Kolstad sumarið 2025 og gengur til liðs við pólsku meistarana, Wisla Plock. Þetta var staðfest í morgun. Viktor Gísli samdi við Wisla Plock í síðasta mánuði til eins árs, út leiktíðina 2025....
Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari Þýskalands í handknattleik karla tilkynnti í morgun hvaða 14 leikmenn hann ætlar að tefla fram í handknattleikskeppni Ólympíuleikanna sem hefjast í París föstudaginn 26. júlí. Auk 14 leikmanna eru þrír varamenn sem hægt verður að kalla...
Franski landsliðsmarkvörðurinn Samir Bellahcene er m.a. orðaður við Nantes eftir að THW Kiel samdi við þýska landsliðsmarkvörðinn Andreas Wolff í síðustu viku. Forráðamenn Nantes munu vera að leita markvarðar eftir að Viktor Gísli Hallgrímsson gekk til liðs við Wisla...
Eitt þekktasta handknattleikslið í Evrópu í kvennaflokki, ŽRK Budućnost í Svartfjallalandi, stendur á brauðfótum eftir að lang stærsti fjárhagslegi bakhjarlinn, Bemax, sagði skilið við félagið. Líklegra en ekki er að ŽRK Budućnost verði gjaldþrota eða a.m.k. verði ekki áfram...
Eftir stórsigur á franska landsliðinu á fimmtudaginn, 34:22, þá tapaði norska landsliðið, undir stjórn Þóris Hergeirssonar, með sex marka mun í síðari vináttuleik liðanna í handknattleik kvenna í Frakklandi í gær, 25:19. Aðeins var eins marks munur á liðunum...
Þekktasta handknattleikskona Svartfjallalands, Bojana Popovic, er sögð hætt þjálfun meistaraliðsins Buducnost. Popovic hefur þjálfað liðið í fjögur ár. Hún tók fljótlega við þjálfun eftir að keppnisskórnir fóru upp á hillu. Ekki liggur ljóst fyrir af hverju Popovic er hætt en...
Nikolaj Jacobsen þjálfari danska karlalandsliðsins lætur ekki annir vegna undirbúnings danska karlalandsliðsins í handknattleik fyrir Ólympíuleikana tefja sig frá því að stýra 16 ára liði GOG frá Fjóni á Partille Cup-mótinu í Svíþjóð. Jacobsen þjálfar liðið í sjálfboðavinnu og...
Slóvenar misstu mikilvægan leikmann úr Ólympíuhópi sínum í handknattleik karla í fyrradag þegar hægri hornamaðurinn Gašper Marguč meiddist. Ljóst er að hann verður ekki með landsliðinu á Ólympíuleikunum sem hefjast undir mánaðarlok.Ungur og efnilegur handknattleiksmaður, Petar Cikusa, sem vakið...
Þórir Hergeirsson fagnaði sigri með norska landsliðinu sínu gegn því franska þegar Evrópumeistararnir og heimsmeistararnir í handknattleik kvenna mættust í fyrri vináttuleiknum í Pau í suðvesturhluta Frakklands í kvöld, 34:22.Noregur var fjórum mörkum yfir að loknum fyrri hálfleiks, 15:11....
Króatíski landsliðamaðurinn Luka Cindric eltir þjálfarann Xavi Pascual frá Dinamo Búkarest til ungverska meistaraliðsins Veszprém og verður m.a. samherji Bjarka Más Elíssonar. Veszprém staðfesti komu hins þrítuga Cindric til félagsins í dag. Orðrómur kveiknaði strax við brottför Pascual frá...
Þýska stórliðið THW Kiel staðfesti eftir hádegið að gengið hafi verið frá kaupum á þýska landsliðsmarkverðinum Andreas Wolff frá pólska liðinu Industria Kielce. Endalausar fregnir hafa verið í þýskum fjölmiðlum síðustu mánuði um endurkomu markvarðarins í þýska handknattleikinn. Lengi...
Nikolaj Jacobsen þjálfari danska landsliðsins hefur valið þá 14 leikmenn sem hann teflir fram á Ólympíuleikunum í sumar auk þriggja leikmanna sem verða utan hóp og til vara ef á þarf að halda. Fátt kom á óvart í valinu...