- Auglýsing -
- Auglýsing -

Útlönd / HM'25

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Hollendingar eru tibúnir í uppgjör við Dani

Hollenska landsliðið er tilbúið í úrslitaleik við Dani um annað sæti í milliriðli tvö á Evrópumóti kvenna í handknattleik á miðvikudagskvöldið. Holland vann Sviss örugglega í þriðju umferð milliriðlakeppninnar í Vínarborg í dag, 37:29, eftir að hafa farið á...

Toft kölluð í skyndi inn í danska landsliðið

Sandra Toft, markvörður, var kölluð inn í danska landsliðið í handknattleik í gærkvöld og kom hún með hraði frá Ungverjalandi, þar sem hún býr, til Vínarborgar í morgun. Toft á að verða annar markvörður danska landsliðsins í kvöld gegn...

Færeyingar slá ekki slöku við – fyrsti leikurinn í nýrri þjóðarhöll verður í mars

Færeyingar slá ekki slöku við byggingu þjóðarhallar fyrir innanhússíþróttir. Ráðgert er að vígsluleikurinn í þjóðarhöllinni, Við Tjarnir, verði miðvikudaginn 12. mars á næsta ári þegar færeyska karlalandsliðið tekur á móti hollenska landsliðinu í undankeppni Evrópumótsins. Miðasala á leikinn hefst...
- Auglýsing -

Heimsmeistarnir eltu Ungverja í undanúrslit

Heimsmeistarar Frakklands fylgja Ungverjum eftir í undanúrslit Evrópumóts kvenna í handknattleik. Frakkar unnu sannfærandi sigur á Svíum, 31:27, í síðast leik þriðju og síðustu umferðar milliriðils eitt í Debrecen í Ungverjalandi í kvöld. Ungverjar og Frakkar mætast í síðustu...

Ungverjar fyrstir í undanúrslit á EM

Ungverjar voru fyrstir til þess að innsigla sæti í undanúrslitum Evrópumóts kvenna í handknattleik í kvöld. Ungverjar unnu Rúmena í þriðju og næst síðustu umferð milliriðils eitt í Debrecen, 37:29. Þetta var sjötti sigur ungverska liðsins í mótinu en...

Angóla Afríkumeistari í 16. sinn – fjórir HM-farseðlum ráðstafað

Angóla varð Afríkumeistari í handknattleik í sextánda sinn í gær eftir að hafa unnið Senegal í úrslitaleik, 27:18, Afríkumótsins sem hófst í Kinsasa, höfuðborg Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó frá 27. nóvember. Landslið Angóla, sem var með íslenska landsliðinu í riðli á...
- Auglýsing -

Lunde og samherjar tóku Hollendinga í kennslustund – Kristensen lokaði markinu

Áfram heldur sigurganga Þóris Hergeirssonar og norska landsliðsins á Evrópumóti kvenna í handknattleik. Í kvöld tók norska landsliðið það hollenska í kennslustund í annarri umferð milliriðils 2 í Vínarborg. Lokatölur, 31:21, eftir að sex mörkum munaði á liðunum að...

Frakkar og Ungverjar skammt frá undanúrslitum

Eftir að tvær umferðir af fjórum eru að baki í milliriðli eitt á Evrópumóti kvenna í handknattleik þá standa heimsmeistarar Frakklands og landslið Ungverjalands svo vel að vígi að hvort þeirra vantar aðeins eitt stig til þess að öðlast...

Enn og aftur stýrði Þórir Noregi til sigurs á Dönum

Enn og aftur vann norska landsliðið það danska á stórmóti í handknattleik kvenna í kvöld þegar liðin mættust í fyrstu umferð milliriðlakeppni Evrópumótsins í kvennaflokki, 27:24. Þrátt fyrir talsverðar breytingar á norska landsliðinu þá er ekki annað að sjá...
- Auglýsing -

Andstæðingar Íslands fara vel af stað í milliriðli

Andstæðingar íslenska landsliðsins í riðlakeppni Evópumóts kvenna í handknattleik, Holland og Þýskaland, hófu keppni í milliriðlum Evrópumótsins í kvöld með því að leggja andstæðinga sína. Holland lagði Slóveníu, 26:22, og þýska landsliðið fór illa með nágranna sína frá Sviss,...

EM kvenna ”24 – leikjadagskrá, riðlakeppni, úrslit, lokastaðan

Hér fyrir neðan er leikjadagskrá riðlakeppni Evrópumóts kvenna í handknattleik 2024 sem stendur yfir í Austurríki, Sviss og Ungverjalandi frá 28. nóvember til 15. desember. Dagskráin verður birt daglega og úrslit leikja uppfærð. Stöðunni í riðlunum verður bætt við eftir...

Austurríki og Spánn sitja eftir með sárt ennið

Þrátt fyrir hressilegan liðsauka frá Sérsveitinni, stuðningsmannaklúbbi íslensku landsliðanna í handknattleik, þá tókst austurríska landsliðinu ekki að leggja Slóvena í síðustu umferð E-riðls EM kvenna í Innsbruck og tryggja sér sæti í milliriðlakeppninni í kvöld. Slóvenar voru ívið sterkari...
- Auglýsing -

Meistaralið setur tvo í bann eftir slagsmál – sá þriðji er slasaður

Króatíska meistaraliðið RK Zagreb hefur sett tvo leikmenn sína, Serbann Miloš Kos og  Króatann Zvonimir Srna, í tímabundið keppnisbann fyrir slagsmál í búningsklefa liðsins eftir tap RK Zagreb fyrir Nantes í Meistaradeild Evrópu á fimmtudaginn. Félagið segir í tilkynningu...

Hollendingar áfram í milliriðil eftir öruggan sigur á Þýskalandi

Hollendingar eru komnir í milliriðlakeppni Evrópmóts kvenna í handknattleik eftir sigur á Þýskalandi, 29:22, í fyrri viðureign í riðli Íslands í Innsbruck í kvöld. Þar með er ljóst að ef íslenska liðið vinnur Úkraínu í kvöld þá verður viðureign...

Færeyingar kræktu í stig – fyrrverandi markvörður Hauka skellti í lás

Færeyingar gerðu sér lítið fyrir og kræktu í sitt fyrsta stig í sögu Evrópumóta kvenna í handknattleik í dag þegar þeir gerðu jafntefli við Króata, 17:17, í æsispennandi leik í Basel í D-riðli mótsins. Ekki var skoraði mark síðustu...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -