Handknattleikssamband Íslands, HSÍ, tók í notkun í morgun nýja heimasíðu en undirbúningur að henni hefur staðið yfir allt þetta ár en fyrri síða HSÍ var barn síns tíma og svaraði ekki þeim kröfum sem gerðar eru til vefsíðna í...
Handknattleikssamband Íslands hefur ákveðið vegna nýrrar bylgju kórónuveirufaraldursins hér á landi að fresta æfingabúðum kvennalandsliðsins og yngri landsliða sem fram áttu að fara um og upp úr komandi mánaðarmótum.
Eins verður frestað fjölliðamótum í 5., 6. og 7. flokki...
Síðastliðna helgi stóð HSÍ í samstarfi við Völsung fyrir Handboltadögum á Húsavík. Börnum á grunnskólaaldri stóð til boða að æfa frítt undir leiðsögn reyndra þjálfara frá HSÍ. Gunnar Magnússon, íþróttastjóri HSÍ og Jónatan Magnússon, þjálfari KA stýrðu æfingunum þessa...
Völsungur í samstarfi við HSÍ blæs til handboltahelgi á Húsavík um helgina. Gunnar Magnússon þjálfari Aftureldingar og aðstoðarþjálfari A landsliðs karla og Jónatan Magnússon þjálfari KA munu stýra æfingum fyrir allan aldur grunnskólakrakka á Húsavík.
Völsungur hefur verið með æfingar...
Handknattleiksdeild HK í Kópavogi leitar að metnaðarfullum þjálfurum fyrir veturinn 2020-2021. Um frábært tækifæri er að ræða fyrir metnaðarfulla þjálfara, eins og segir í tilkynningu sem barst frá deildinni.
Eru áhugasamir og metnaðarfullir þjálfarar hvattir til að hafa...
Handknattleiksdeild Þróttar auglýsir eftir þjálfurum fyrir yngri flokka tímabilið 2020 – 2021. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst og hafa reynslu af þjálfun en æfingar fara fram í Laugardalshöll og íþróttahúsi MS.
Um er að ræða þjálfun...
Handknattleikssamband Íslands hefur gengið frá mótaúthlutun til félaganna vegna Íslandsmóts yngri aldurflokka, þ.e. frá fimmta og niður í áttunda flokk karla og kvenna leiktíðina 2020 til 2021. Öðrum hvorum megin við helgina liggur fyrir hvernig úthlutun móta fyrir þriðja...
Handknattleiksráð Reykjavíkur, HKRR, hefur ákveðið í samráði við Handknattleikssamband Ísland að fresta Reykjavíkurmótum yngri flokka um ótilgreindan tíma.
Vonir standa yfir að hægt verði að halda mótin í kringum jól eða eftir áramót.
Ástæðan fyrir frestuninni eru þær samkomutakmarkanir sem...