- Auglýsing -
- Auglýsing -

Coric verður ekki með Fram í upphafi – nokkrar breytingar á hópnum

Einar Jónsson þjálfari Fram. Ljósmynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Línumaðurinn sterki hjá Fram, Marko Coric, leikur ekki liðinu á fyrstu vikum Olísdeildar karla. Einar Jónsson þjálfari Fram sagði við handbolta.is í dag að óvissa ríkti hvenær von væri á Króatanum hrausta til leiks á ný. Coric fékk blóðtappa í kálfann fyrir þremur vikum og er undir vökulum augum lækna.


„Við erum ekki með of marga línumenn auk þess sem Marko er afar mikilvægur í varnarleiknum hjá okkur. Við máttum svo sem ekki við meiri breytingum þar sem eftir að hafa misst frá okkur mikilvæga póst úr vörninni frá síðasta tímabili,“ sagði Einar í samtali við handbolta.is.

Fimm hættir eða farnir

Til viðbótar eru Breki Dagsson og Stefán Darri Þórsson hættir. Luka Vukicevic kvaddi Fram í sumar og hélt til síns heima í Svartfjallalandi, Ólafur Brim Stefánsson gekk á ný til liðs við Gróttu og Þorvaldur Tryggvason skipti yfir til Aftureldingar.

Fáum yngri menn inn

„Við fengum þrjá öfluga leikmenn í staðinn, þar á meðal Rúnar Kárason frá ÍBV og Tryggva Garðar Jónsson frá Val. Okkar markmið er einnig að koma okkar uppöldum leikmönnum að.

Við erum full tilhlökkunar í Úlfarsárdalnum, höfum fulla trú á að framundan sér skemmtilegt tímabil en um leið mjög krefjandi fyrir alla. Við náðum frábærum árangri með karlaliðið á síðasta tímabili. Síðan hefur deildin styrkst hressilega. Við erum hvergi bangnir,“ sagði Einar Jónsson þjálfari Fram.

Framarar fagna sigri í KA-heimilinu í byrjun apríl. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson

Einar þjálfar bæði karla- og kvennaliðið í vetur en hefur sér til halds og trausts Harald Þorvarðarson með karlaliðið og Rakel Dögg Bragadóttur með kvennaliðið. „Ég er með toppfólk með mér,“ sagði Einar að endingu.

Fram mætir Gróttu á heimavelli í fyrstu umferð Olísdeildar á fimmtudaginn klukkan 19.30.

Leikdagskrá Olísdeilda.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -