- Auglýsing -
- Auglýsing -

Mikil tilhlökkun í hópnum fyrir landsleikjunum

Elliði Snær Viðarsson landsliðsmaður í handknattleik með samherjum sínum á sigurstund. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

„Eftir mjög gott undirbúningstímabil þá hökktum við aðeins í fyrstu leikjunum í deildinni en erum komnir á alvöru skrið núna. Það var samt ákveðið klúður að fá ekki bæði stigin í leiknum við Füchse Berlin um síðustu helgi,“ sagði Elliði Snær Viðarsson leikmaður Gummersbach og íslenska landsliðsins í samtali við handbolta.is í vikunni.

Elliði Snær er hér á landi þessa dagana við æfingar með íslenska landsliðinu áður en það mætir Færeyingum í tveimur vináttulandsleikjum annað kvöld og á laugardaginn í Laugardalshöll.

Staðan í víða í Evrópu.

Miðasala á leikina við Færeyinga.


Elliði Snær er á sínu fjórða keppnistímabili með Gummersbach í Þýskalandi. Hans hlutverk hefur vaxið stig af stigi í réttu hlutfalli við framfarir hans og aukna reynslu.

Opnar pláss fyrir mig

„Mér gengið vel í vetur. Ein helsta ástæða þess er sú að við erum nokkrir sem höfum leikið saman lengi og erum fyrir vikið komnir með góða rútínu á okkar leik. Félagar mínir verða sífellt hættulegri og það opnar pláss fyrir mig á línunni,“ sagði Elliði sem hefur farið á kostum í nokkrum leikjum Gummersbach og var m.a. valinn í lið umferðarinnar á dögunum.

Ekkert síður í sókn en vörn

Elliði Snær segir hlutverk sitt hafa jafnt og þétt orðið stærra hjá Gummersbach. Nú er svo komið að hann leikur ekkkert síður í sókn en vörn. Eyjamaðurinn var lengi vel fyrst og fremst þekktur sem varnarmaður og harður í horn að taka.

Landsleikir framundan

Framundan eru leikir tveir við Færeyinga og vinna með nýjum manni í stól landsliðsþjálfara, Snorra Steini Guðjónssyni og samstarfsmanni hans, Arnóri Atlasyni. Elliði Snær er spenntur fyrir að vinna með nýjum þjálfurum. Dagarnir í þessari viku skipti miklu máli að hans sögn fyrir allan í undirbúningi fyrir EM.

Verðum að nýta tímann vel

„Burt séð frá úrslitum leikjanna við Færeyinga þá verðum við að nýta tímann vel til þess að spila okkur saman undir nýjum áherslum. Nýjum mönnum fylgja alltaf nýjar áherslur þótt í grunninn sé þetta nú samt handbolti þegar öllu er á botninn hvolft,” segir Elliði Snær og bætir við.

Mikil tilhlökkun

„Það er mikil tilhlökkun í hópnum. Tilbreytingin er alltaf góð og við erum spenntir að sjá hvernig okkur tekst til. Við erum tilbúnir að hlaupa í gegnum veggi fyrir þetta verkefni,” sagði Elliði Snær Viðarsson í samtali við handbolta.is.

Elliði Snær verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu í tveimur vináttuleikjum við Færeyinga í Laugardalshöll á föstudag og laugardag. Miðasala á leikina gengur afar vel og fer fram á miðsöluvef Tix.is.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -