Martím Costa tryggði portúgalska landsliðinu sigur á Svíum, 36:35, í viðureigninni um 5. sætið á Evrópumóti karla í handknattleik í Herning í dag. Hann skoraði sigurmarkið á síðustu sekúndu leiksins. Í jafnri stöðu, 35:35, sex sekúndum fyrir leikslok tóku Porgúlar leikhlé. Paulo Pereira, landsliðsþjálfari, töfraði upp úr hatti sínum leikkerfi með sjö sóknarmönnum. Kerfið gekk fullkomlega upp og Costa skoraði sigurmarkið og við ærandi gleði samherjanna í portúgalska liðinu.
Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson luku þátttöku á mótinu með því dæma spennandi viðureign um fimmta sætið.
Segja má að jafnt hafi verið á öllum tölum í leiknum. Vart mátti á milli liðanna sjá. Staðan var jöfn að loknum fyrri hálfleik, 16:16.
Martím Costa var markahæstur í portúgalska landsliðinu með níu mörk. Bróðir hans, Francisco Costa, var næstur með sjö mörk. Viktor Iturizza var næstur með fjögur mörk ásamt fyrirliðanum Salvador Salvador.
Lukas Sandell var markahæstur hjá Svíum með átta mörk. Hampus Wanne og Jim Gottfridsson skoruðu fimm sinnum hvor.



