- Auglýsing -
- Auglýsing -

CSKA gefur ekkert eftir

Ulrik Kirkely þjálfari Odense varð að sætta sig við naumt tap í dag. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Þremur leikjum er nýlokið í Meistaradeild kvenna í handknattleik og eru línur heldur betur farnar að skýrast hvaða lið það verða sem komast áfram í útsláttarkeppnina. Í Rússlandi tóku nýliðarnir í CSKA á móti Buducnost þar sem leikurinn fór heldur rólega af stað og fyrsta markið var ekki skorað fyrr en eftir fimm og hálfa mínútu. Upp úr því náðu leikmenn að hrista úr sér mesta skrekkinn og heimaliðið fóru með tveggja marka forystu inní hálfleikinn 12-10.


CSKA hélt áfram að bæta í forystuna og þegar um sex mínútur voru eftir af leiknum var það með átta marka forystu, 26-18. Buducnost náði þó að klóra aðeins í bakkann á lokamínútum. CSKA landaði sigri, 27-23. Hin 42 ára Chana Masson, markvörður CSKA átti enn einn stórleikinn í Meistaradeildinni en hún varði 15 skot, mörg hver úr dauðafærum. Það má með sanni segja að nýliðarnir í CSKA hafi heldur betur komið á óvart í Meistaradeildinni í vetur. Liðið hefur unnið sex leiki í röð og er komið á topp B-riðils með 23 stig og dugar jafntefli gegn Györ um næstu helgi til þess að vinna riðilinn. Buducnost er áfram í fimmta sæti með 10 stig.

Metz er komið á toppinn

Bietigheim tók á móti Metz á heimavelli sínum þar sem þær þýsku byrjuðu leikinn betur og voru með, 4-3, forystu eftir 5 mínútur. Þá tóku gestirnir við sér og skoruðu fjögur mörk í röð og breyttu stöðunni í 7-4 sér í vil. Þeirri forystu hélt liðið það sem eftir lifði af hálfleiknum og var, 16-12 yfir í hálfleik.

Í seinni hálfleik var engu líkara en að það væri bara eitt lið inná vellinum þar sem að Tjasa Stanko fór fyrir liði Metz. Hún átti sinn besta leik í langan tíma og skoraði 8 mörk í 33:25 sigri. Metz kemst upp fyrir Rostov í topp sæti riðilsins með þessum sigri. Þær rússnesku eiga þó leik til góða gegn Vipers á miðvikudaginn. Bietigheim er sem fyrr á botni riðilsins með 3 stig.

Spenna í Óðinsvéum

Í Danmörku áttust við Odense og Valcea þar sem boðið var uppá hörkuleik. Heimaliðið byrjaði betur og komust í 2-0. Þá kom góður kafli hjá rúmenska liðinu þar sem það breytti stöðunni í 5-2 sér í vil. Það sem eftir lifði fyrri hálfleiks voru gestirnir með frumkvæðið og voru yfir í hálfleik,  13-10.

Danska liðið náði að bíta frá sér í seinni hálfleik og eftir 47 mínútna leik voru það komið yfir, 20-18, en það átti margt eftir að gerast í leiknum áður lokaflautið gall.

Leikmenn Valcea fóru í sókn þegar um þrjátíu sekúndur voru eftir og staðan var jöfn, 25-25. Kristina Liscevic náði að skora sigurmarkið þegar að þrettán sekúndur voru eftir af leiknum og tryggði þar með rúmenska liðinu eins marks sigur 26-25.

Valcea hefur spilað geysilega vel að undanförnu og eru nú komið með 6 stig í riðlinum og á nú góðan möguleika á því að komast áfram í útsláttarkeppnina eftir erfiða byrjun í riðlinum. Odense er í fjórða sætinu með 13 stig.

Úrslit dagsins

CSKA 27-23 Buducnost (12-10)
Mörk CSKA: Polina Vedekhina 5, Polina Gorshkova 4, Ekaterina Ilina 4, Antonina Skorobogatchenko 4, Marina Sudakova 3, Kathrine Heindahl 3, Natalia Chigirinova 2, Anastasiia Illarionova 1, Sara Ristovska 1.
Varin skot: Chana Masson 15.
Mörk Buducnost: Jovanka Radicevic 5, Majda Mehmedovic 5, Allison Pineau 4, Itana Grbic 4, Nikolina Vukcevic 2, Katarina Dzaferovic 1, Ema Ramusovic 1.
Varin skot: Barbara Arenhart 8, Armelle Attingre 5.

Bietigheim 25-33 Metz (12-16)
Mörk Bietigheim: Kim Naidzinavicius 10, Amelie Berger 5, Antje Lauenroth 4, Xenia Smits 2, Danick Snelder 2, Julia Maidhof 2.
Varin skot: Emily Sando 8.
Mörk Metz: Tjasa Stanko 8, Marie Sajka 4, Astrid N’gouan 3, Louise Burgaard 3, Meline Nocandy 2, Manon Houette 2, Debbie Bont 2, Orlane Kanor 2, Laura Kanor 2, Olga Perederiy 2, Daphne Gautschi 1, Camila Micijevic 1, Yvette Broch 1.
Varin skot: Dinah Eckerle 12.

Odense 25-26 Valcea (10-13)
Mörk Odense: Nycke Groot 6, Mie Hojlund 6, Freja Kyndboel 3, Rikke Iversen 3, Lois Abbingh 2, Anne de la Cour 2, Mia Bidstrup 2, Sara Hald 1.
Varin skot: Althea Reinhardt 2, Tess Wester 2.
Mörk Valcea: Evgenija Minevskaja 6, Kristina Liscevic 4, Mireya Gonzalez 4, Zeljka Nikolic 3, Maren Aardahl 2, Asma Elghaoui 2, Marta Lopez 2, Elena Florica 2, Jelena Trifunovic 1.
Varin skot: Daciana Hosu 11, Diana Ciuca 4.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -