- Auglýsing -
Einn leikur fer fram í kvöld, mánudag, í Grill 66-deild kvenna í handknattleik. Víkingur fær Aftureldingu í heimsókn í íþróttahúsið í Safamýri klukkan 19.30.
Víkingur er í þriðja sæti Grill 66-deildar með átta stig að loknum sex leikjum. Víkingur er tveimur stigum á eftir Gróttu sem er í öðru sæti eftir sigur á Fram 2 í gær, 34:24.
Afturelding situr í sjötta sæti með fimm stig eftir sex leiki og er jöfn FH að stigum. FH lagði Val 2 í gær, 26:24.
- Leikir kvöldsins verður sendur út á Handboltapassanum.
- Til viðbótar verður HBStatz með stöðu- og textauppfærslu frá leiknum eins og öðrum á leiktíðinni. Hægt verður að fylgjast með stöðuuppfærslu HBStatz á forsíðu handbolti.is.
Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.
- Auglýsing -




