Spennan í Olísdeild karla fer vaxandi enda fækkar leikjum stöðugt og örlög liðanna í deildinni ráðast innan tíðar. Ekki síst er hvert stigið mikilvægt í botnbaráttunni því ekkert lið, eða leikmenn þess eða þjálfarar, geta hugsað sér að falla úr Olísdeildinni í vor, fremur en síðustu vor. Eftir þriggja vikna hlé frá keppni í Olísdeildinni mæta átta lið til leiks í kvöld og kljást um þau átta stig sem eru í boði.
Uppfært klukkan 12:37: Leik KA og Víkings hefur verið frestað til morguns vegna slæmrar færðar vegna veðurs.
Gróttumenn ætla sér að vera með í úrslitakeppninni. Þeir fá Aftureldingarmenn í heimsókn. Mosfellingar sigla eins og er lygnan sjó í efri hluta Olísdeildar.
Titill við sjónarrönd
FH getur farið langt með að tryggja sér deildarmeistaratitilinn lánist þeim að leggja harðsnúna leikmenn ÍBV í íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum.
Þurfa stig í botnbaráttu
HK er í 11. og næst neðsta sæti en aðeins stigi á eftir Víkingi. HK tekur á móti Fram sem átti á brattann að sækja í síðustu leikjum fyrir hléið sem gert var á deildinni um síðustu mánaðamót.
Mikið undir á Selfoss
Loks leiða Selfoss og Stjarnan saman kappa sína í Mýrinniá. Selfoss-liðið fékk byr í segl sín í ólgusjó botnbaráttunnar með sigri á HK föstudaginn 1. mars. Hvort um beggja skauta byr var að ræða eður ei kemur í ljós í kvöld.
Stjörnumenn eru ekki reiðbúnir að leggja árar í bát. Þeir stefna á úrslitakeppnina og mega illa við að tapa stigum ætli þeir að ná markmiði sínu.
Leikir kvöldsins
Olísdeild karla, 19. umferð af 22:
Hertzhöllin: Grótta – Afturelding, kl. 19.30 – handboltapassinn.
Vestmannaeyjar: ÍBV – FH, kl. 19.30 – handboltapassinn.
Kórinn: HK – Fram, kl. 19.30 – handboltapassinn.
Mýrin: Stjarnan – Selfoss, kl. 19.30 – handboltapassin.
KA-heimilið: KA – Víkingur, kl. 18.30 – frestað til morguns.
Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.