Sextán liða úrslit Poweradebikarkeppni HSÍ í karlaflokki hefjast í kvöld með tveimur viðureignum sem fram fara í Garði og á Akureyri.
Olísdeildarlið Stjörnunnar mætir til leiks gegn Víði, sem leikur í 2. deild, í íþróttahúsinu í Garði klukkan 18. Hálftíma síðar hefst viðureign Grill 66-deildarliðs Þórs og Olísdeildarliðs Selfoss í Höllinni á Akureyri.
Áfram verður leikið í 16-liða úrslitum Poweradebikarsins í karlaflokki á næstu þrjá daga.
Leikir kvöldsins
Poweradebikar karla, 16-liða úrslit:
Garður: Víðir – Stjarnan, 18.
Höllin Ak.: Þór – Selfoss, kl. 18.30.
- Auglýsing -