- Auglýsing -
Ein viðureign er á dagskrá meistaraflokka Íslandsmótsins í handknattleik í kvöld mánudaginn 27. október. Leikmenn Hvíta riddarans eiga von á leikmönnum Selfoss 2 í heimsókn í Myntkaup-höllina að Varmá í 9. umferð Grill 66-deildar karla. Til stendur að dómarar flauti til leiks klukkan 19.30.
Hvíti riddarinn er í áttunda sæti Grill 66-deildar karla með sex stig eftir átta viðureignir.
Selfoss 2 hefur átta stig eftir átta leiki í sjötta sæti Grill 66-deildar.
Að leiknum loknum verður gert hlé á keppni í deildinni fram til 4. nóvember.
- Leikur kvöldsins verður sendir út á Handboltapassanum.
- Til viðbótar verður HBStatz með stöðu- og textauppfærslur frá leiknum eins og öðrum á leiktíðinni. Hægt verður að fylgjast með stöðuuppfærslum HBStatz á forsíðu handbolti.is.
- Auglýsing -



