Efst á baugi á handknattleikssviðinu hér innanlands í dag ber síðari viðureign Hauka og HC Galychanka Lviv frá Úkraínu í 16-liða úrslitum Evrópubikarkeppni kvenna í handknattleik.
Sænskir dómarar leiksins flauta til leiks klukkan 17 á Ásvöllum. Haukar unnu fyrri viðureignina á Ásvöllum í gær, 26:24, eftir að hafa stigið krappan dans á lokakaflanum.
Eftir jafnan og spennandi leik á Ásvöllum í gær er rétt að minna fólk til þess að mæta á leikinn í dag til að hvetja Hauka til dáða gegn öflugum andstæðingi.
Einnig fer einn leikur fram í Grill 66-deild kvenna dag. Ennig verður haldið áfram keppni í 2. deild karla.
Leikir dagsins
Evrópbikarkeppni kvenna, 16-liða úrslit, síðari leikur:
Ásvellir: Haukar – Galychanka Lviv, kl. 17. (26:24).
Grill 66-deild kvenna:
N1-höllin: Valur2 – Afturelding, kl. 18.15.
Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.
2. deild karla:
Safamýri: Berserkir – Hvíti riddarinn, kl. 13.
Staðan í 2. deild.